Víkurfréttir - 06.04.1995, Síða 19
Wkurfréttir
6. APRÍL 1995
19
Njarðvíkíngar
með aðra höndina á •••
Njarðvíkingar standa vel að
vígi í baráttuni unt
Islandsmeistaratitilinn í körfu-
knattleik eftir sigur a
Grindvíkingum 75-79 í fjórðu
viðureign liðana í Grindavík á
mánudagskvöld. Staðan er því
3-l fyrir Njarðvfk og sigri þeir
í kvöld í „Ljónagryfjunni"
fagna þeir titlinum annað árið í
röð.
Leikurinn á mánudagskvöld-
ið var langt frá því að vera
prúðmannlega leikinn og mikið
var um pústra enda mikið í
liúfi.
Gestirnir höfðu frumkvæðið
mestan hluta leiksins og höfðu
yftr í leikhléi 37-43.
Á lokaekúndunum var hart
Valur Ingimundarson
þjálfari Njarðvíkinga:
Ánægður
„Eg var mjög ánægður nteð
leikinn í kvöld. Við náðum að
gera það sem við ætluðum
okkur að gera fyrir þennan
leik. En þetta er að engu síður
góð en jafnframt stórhættuleg
staða í leiðinni hjá okkur. Við
veröum bara að gera það besta
úr stöðunni og ná okkur niður
á jörðinna fyrir næsta leik. Við
erum þrjú eitt yfir en þegar þú
hefur allt með þér getur allt
gerst og þetta er því alveg
undir okkur komið.“
Torfi Magnússon:
UMFN vinnur
„Miðað við það að Njarðvík er
þrjú eitt yfir og eiga heimaleik þá
er ég ansi hræddur um það að þeir
hampi titlinum á fimm-
tudagskvöldið.
barist og heimamenn sem
höfðu verið undir mest allan
tíman náðu að komast yfir 74-
7I en voru klaufar að ná ekki
að nýta sér það. Þar kom
leikreynsla Njarðvíkinga að
góðuni notum en á síðustu
sekúndunum skoruðu þeir átta
stig gegn einu hjá heimamönn-
um og Njarðvíkingar fögnuðu
vel og innilega í lokin.
Guðmundur Bragason og
Mark Mitchell voru stigahæstir
hjá Grindavík með 19 stig
livor, Marel Guðlaugsson I3
og Guðjón Skúlason 10.
Hjá Njarðvík var Rondey
Robinson stigahæstur með 32
stig, Jóhannes Kristbjörnsson
skoraði 16 og Teitur Örlygsson
skoraði 11 stig.
Ástþór Ingason fyrirliði:
Heiríháttar
„Þetta var alveg meirháttar
skemmtun og spennandi
leikur. Við leiddum allan
leikinn nema í lokin en þá
misstum við niður smá ein-
beitingu en svo komu nokkrar
stórar körfur Teits og Frikka
sem gerðu út um þetta í lokin.
Staðan er óvenjulega góð hjá
okkur. Við erum þrjú eitt yfir
og eigum heimavöllinn. Það
sem við verðum helst að passa
er það sama og við erum búnir
að vera gera í vetur, það er að
passa upp á þriggja stiga
skyttumar og við þurfum einn-
ig að passa vel upp á
„Kanann“ þeirra en hann hefur
verið að spila alveg frábær-
lega. Ef við erum eins
stemmdir og við erum búnir
að vera þá tökum við á móti
titlinum á fimmtudaginn“.
Aðalvík KE var komin
hálfa leið til Grindavíkur
-ákveðið á síðustu stundu
að auglýsa skipið
Vísir hf. í Grindavík gerði til-
boð í fiskiskipið Aðalvík KE sem
er í eigu Islenskra aðalverktaka
en Stakksvík hf. leigði skipið á
sfðasta ári. Fyrir áramót sagði
Stakksvík upp leigusamningnum
en tugmilljónatap varð á rekstri
þess á síðasta ári.
Til stóð að setja skipið í úreld-
ingu en samkvæmt heimildum
Víkurfrétta hefur skipið verið
boðið ýmsum aðilum síðustu
daga og vikur. Aðeins fyrirtækið
Vísir hf. í Grindavík var tilbúið
að greiða það verð sem IAV fór
fram á. „Það var búið að semja
um kaup og kjör og það átti að
ganga frá málinu í gær (þriðju-
dag)“ sagði Pétur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis hf. í Grinda-
vík í gær, aðspurður um þær
fréttir hvort Aðalvíkin væri á leið
til Grindavíkur. Fyrirspurn um
sölu skipsins kom upp á bæjar-
stjómarfundi í fyrradag og gagn-
rýndi þar Þorsteinn Erlingsson al-
þýðuflokksmenn harðlega fyrir
að koma ekki í veg fyrir sölu á
skipinu úr bæjarfélaginu.
Pétur Pálsson hjá Vísi hf. sag-
ist hafa verið búinn að ráða áhöfn
á skipið þegar eigendur þess
hættu við að selja það Vísi hf.
Aðalvíkin er sams konar skip og
Sighvatur GK sem Vísir rekur en
þar fyrir utan á fyrirtækið þrjú
fiskiskip, Hrugnir, Sæborgu og
Mána.
Alls fylgja Aðalvíkinni 486
þorskígildistonn. Pétur segir að
af því séu aðeins 70 tonn af
þorski en þar fyrir utan ýsu- og
ufsakvóti og annað. „Við töldum
okkur geta gert þetta tilboð því
við þekkjum skipið og rekstur
þess með þessum kvóta fellur vel
að rekstri okkar fyrirtækis. En
við gefumst ekki upp þó skipið
verði auglýst. Við munum senda
tilboð í framhaldi af auglýsing-
unni og freista þess að ná því“,
sagði Pétur.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins var það fyrir þrýsting aðila í
sameinaða bæjarfélaginu að á-
kveðið var að auglýsa skipið til
sölu á síðustu stundu. „Það lætur
náttúrlega enginn svona mikinn
kvóta fara út bæjarfélaginu nema
að fullreyndu“, sagði ónefndur
útgerðarmaður í samtali við blað-
ið.
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari
Grindvíkinga:
„ Þetta var mjög mikilvægur
leikur fyrir okkur en á lokasprett-
inum var eins og að heilladísimar
væru okkur ekki hliðhollar. Eg var
mjög ósáttur við það hvernig
Grindavíkurliðið spilaði allt of
mikið upp á einstaklingsframtakið
en það hefur sýnt sig að þegar
liðið spilar svoleiðis að þá spilum
við ekki sannfærandi bolta.
Staðan núna er nákvæmlega
eins og við vorum í á móti
Keflavík en þá vorum við 1-2
undir og föram til Keflavíkur og sá
leikur réði sfðan því hvort við
mundum halda áfram í keppninni
eða detta út og við klárum þann
leik. Sama staða er núna, við
förum til Njarðvíkur og ef við
vinnum þá höldum við áfram. Ef
við gátum gert þetta í undanúrslit-
unum þá getum við alveg gert það
sama á móti Njarðvík.
Eina sem við þurfum að gera er
að trúa því að við getum unnið
þetta lið.
Við erum búnir að flengja þá
nokkrum sinnum í vetur og menn
þurfa trúa því að við séum nógu
góðir til þess að vinna þá."
Guðjón Skúlason:
r
Oheppnir
„Það munaði litlu í kvöld aö ná
ekki að klára þetta í restina og við
vorum óheppnir. Við lentum í
villu-vandræðum og það var slæmt
að missa Guðmund útaf upp á
Rondey að gera.
Það er að duga eða drepast hjá
okkur á fimmtudaginn en við
höfum lent í þessu þrisvar sinnum
að vera undir og þurfa vinna til að
halda áfram. Við verðum bara að
vera tilbúnir því við gerum okkur
grein fyrir því að mótið gæti
klárast á fimmtudagskvöldið og
við munum gera allt til að stoppa
það.
Það sem við þurfum helst að
laga fyrir þann leik er sóknin en
við vorum að þröngva boltanum
allt of mikið inn í teig og vorum
ekki alveg nógu þolinmóðir í skot-
um okkar. Vörnin var ágæt en það
var að sjálfsögðu erfitt að passa
Rondey. Við þurfum að passa
hann betur.
Við erum bjartsýnir og mótið
klárast alls ekki á fimmtudaginn."
Knattspyrna:
Marteinn
Gudjónsson í
unglinga-
landsliðid
Marteinn Guðjónsson úr
Sandgerði er í unglingaland-
sliðshóps Islands í knattspyr-
nu sem liélt til Italíu í gær-
morgun.
NJARÐVIK
getur tryggt scr
Islandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik i kvöld ef liðið
sigrar UMFG. Staðan í
viðureignum liðanna er 3-1
fijrir UMFN.Leikuriun fer
fram i Njarðvík.
Úrslitakeppni
2. deildar í körfu:
Reynir
í 2. sæti
en Víðir í
þriðja
Reynismenn töpuðu fyrir
Stjörnunni í úrslitaleik 2. deild-
ar í körfu 74-79 en úrslita-
keppnin fór fram í Sandgerði
og Garði um sl. helgi.
Spilað var í tveimur riðlum.
í A-riðli sigruðu Víðismenn
Glóa 103-59 og HK 85-56 en
töpuðu fyrir Stjörnunni 66-82.
Reynismenn unnu alla sína
leiki í B-riðli, Sindra 107-56,
Dalvík 123-115 og Bresa 90-
75.
I úrslitum um þriðja sætið
vann Víðir Bresa 107-74.
AFRAM NJARÐVIK!
iSLA N DSBA N K I
Sendum Grindvíkingum
kveðjur í bardttunni um
s
Islandsmeistaratitilinn.
Grindavíkurbær
Sendum Njarðvíkingum óskir
um gott gengi í bardttunni
um íslandsmeistaratitilinn.
Keflavik - Njarðvtk - Hafnir
Sendum Njarðvíkingum
og Grindvíkingum
bardttukveðjur í úrslitum
s
um Islandsmeistaratitilinn.
ÓmiRIHM
Hitaveita Suðurnesja