Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 19. APRIL 1995 VÍKURFRÉTTIR ÁRGANGUR '61 Húllum húllum hæ -12. maí! Nú er hver aö verða síðastur að láta vita af sér. Eigum við að hittast? Hringdu þá til okkar STRAX eða fyrir 2. maí. Binni N.-13282, Gylfi P.-15036, Bryndís S.-14956, Hrönn G.-13845 og Inga G.-12538. KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason í leikstjórn Ingu Bjarnason Sýning í Félagsbíói föstudaginn 21. apríl kl. 21.00. Miðaverð kr. 1.500.- Skagaleikflokkurinn. TIL SÖLU Verslunarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni Hólmgarði. Upplýsingar í síma 989-43120 eða 11470 kl. 10-12. Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bflas. 985-33717. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bflas. 985-42917. Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir. Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðumes. Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óhcimilt nema heimildar sé gctið. Útlit og umbrot: Víkurfréttirhf. Filmuvinna og prentun: Stapaprent hf., Njarðvík Njarðvíkurhöfn: Tíð inn- brot í báta Tíð innbrot hafa verið í báta við Njarðvíkurhöfn síðustu daga og vikur. Uni páskana var farið í a.m.k. þrjá báta. Úr tveimur þeirra var stolið tölv- um og myndbandstæki að auki úr öðrum þeirra. Þá var einnig farið í lyfjakistu í skipi við Njarðvíkurhöfn. Ekkert þess- ara innbrota hafa upplýsts. Árleg páskaferð hestamanna í Hestamannafélaginu Mána var um bænadagana. Oftar en ekki [ var riðið í Garðinn og að þessu sinni stormuðu hestamenn að Hólabrekku í Garði þar sem þegin ■ var heitur kaffisopi áður en haldið var að Mánagrund að nýju. Hér er það mótorfákur á fjórum I I hjólum sem bíður nteðan ..grasmótorar" fara hjá. VF-mynd: Hilmar Braci I L.________________________________'______'_______________________________I FaxabrautKeflavík 3ja herbergja íbúð með bílskúrsrétti. Allttr lagnir nýlegar og nýlegir gluggar. Mjög góðir greiðsluskilmáiar. Laus strax. Tilboð. Heiðarlxil 10, Keflavík 3ja herbergja íbúð ú 1. hæð í góðu ástandi. Góðir greiðsluskilmúlar. 5.200.000,- Hólmgarður 2U, Keflavík Rúmgóð 3ja herbergja íbúð ú annarri hæð í góðu ástandi. Eftirsótt sambvlLshús. ‘7.100.000.- Faxabraut 25F, Keflavík 4ra herbergja 121 ferm. íbúð ú þriðju hæð. íbúðin er öll nýtekin í gegn m.a. allar inn- réttinuar. Glæsileg íbúð. 6500.000,- Sunnubraut 6, Keflavík 5 herbergja efri hæð nreð sérinngangi, ásamt 131 femr. bílskúrog iðnaðarhús- næði. Húseign sem gefur mikla mögu- leika. Skipti ú nrinni fasteign kemur til greina. 9.700.000,-eðatilboð. Faxabraut 3, Keflaxík 3ja herbergja íbúð með sérinngangi. íbúð- in er öll nýtekin í gegn og er í mjög góðu ástandi. 6500.000,- Klapparbraut6,Garði 123 ferm. einbýlishús, 4 svefnherbergi. Húsið er í mjög góðu ástandi. Skipti á minni fasteign í Kellavík. 9500.000,- HeiðarlKÍI 6, Keflavík 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð. Góðir greiðsluskilmálar. Laus strax. 4.000.000,- (irænás3,Njarðvík 4ra herbergja 108 ferm. íbúð á annarri hæð. Ibúðin er ný tekin í gegn. Skipti á íbúð í Reykjavík kemur nl areina 7.000.000.- Leiðari: Ný ríkisstjórn Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum. Þrjátfu og tveggja þingmanna ríkisstjórn Alþýðuttokks og Sjálfstæðisflokks varof veik stjórn að mati Davíðs Oddssonar og skal engan undra. Ilver þingmaður í þeirri ríkisstjórn hefði orðið oddamaður og það var ekki á óska- lista Davíðs sem nefndi dæmi um slíka stjóm á blaðamannafundi í gær. Davíð sagði að í einni slíkri stjórn hefði Karl Steinar Guðna- son þáverandi krataþingmaður heimtað að byggt yrði við sjúkra- húsið í Keflavík og fengiö samþykkt, annars hefði hann ekki stutt ríkisstjómina. Það var auðvitað gott ef Karli Steinari hefur tekist að ná slíku í gegn þó svo það hafi tekið mörg ár í viðbót til Ijúka samningum um framkvæmdir við D-álmu Sjúkrahúss Suðurnesja en það var gert rétt fyrir kosningarnar. Nú verða margir Suður- nesjamenn í nýn i ríkisstjórn og því kannski von á meiru en hing- aðtil. Halldór Ásgrímsson leiddi Framsóknarflokkinn fyrir þessar kosningar og vann stærsta sigurinn. Það er því ekki óeðlilegt að hann smíði eina ríkisstjórn með Davíð og félögum. Þeir félagár þurfa að taka á ýmsum málum en í flestum stórmálum er ekki langt á milli ttokkanna í málefnum. Davíð er þó með Vestfjarða- þingmenn til vandræða en með fjörtíuþingmanna meirihluta hefur oddviti næstu ríkisstjórnar pláss fyrir vandræðamenn. Fyrir Suðurnesin er næsta ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknar með flesta Suðurnesjamenn innanborðs frá upphaft alþingis. Það er gleðilegt. Fáum við kannski ráðherra. Hver veit? Páskahátíð á Suðurnesjum Það hefur vakið athygli að bæjarfélög eins og Akureyri og Isa- fjörður hafa gert mikið út á páskahelgina með tilheyrandi mann- lífstjöri og fögnuðum á sviði menningar, lista- og íþrótta. Fulltrúi sýslumanns og fulltrúar lögreglu á Suðumesjum sögðu í samtali við blaðið að það sé orðið tímabært að endurskoða reglugerð um opnunartíma um páska. Er ekki lag núna og tilvalið að huga að næstu páskum. Væri ekki tilvalið að setja upp Suðurnesjahátíð. Hér er margt hægt að gera. Við eigum marga áhugaverða staði til að heimsækja, s.s. bláa lónið, sæfiskasafn í Höfnum, laxfiskasafn í Grindavík og svo koma farfuglamir fyrst í Garðinn og lenda þar á ganila flugvellinum á vorin, - eitthvað sé nefnt. Hér eru ntörg kaffihús og héðan er stutt á skíði í Bláfjöll, út á golfvöll ef viðrar og svo mætti lengi telja. Lista- og menningarlíf er hér í örum vexti þannig að okkur er í raun ekki til setunnar boðið. Nú er tími til að hefjast handa. Við liöfum setið með hendur í skauti í ferða- málum allt of lengi. Páll Ketilsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.