Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 11
VÍIfURFRÉTTIR 19. APRIL 1995 11 Erílsamt um páska Erilsamt var hjá lögreglunni í Ketlavfk um páskana. Töluvert var um ölvunarútköll og einnig voru margir ökuþórar sem fóru helst til og geyst, enda vor í lofti. Tveir voru sviptir ökurétt- indum fyrir að aka of hratt. Annar var 19 ára unglingur á 103 km. hraða innanbæjar en hinn var vamarliðsmaður á 154 knt. hraða á Reykjanesbraut. Annar varnarliðsmaður var tek- inn á 135 km. hraða á brautinni og sagði Karl Hermannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn það vera að færast í vöxt að dátarnir úr heiðinni væru gómaðir á of miklum hraða. Dælt úr báti ápáskadag Slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja dældi sjó úr Svani BA við Njarðvíkurhöfn á páskadag. Sjór var kominn í lest bátsins og tók um eina og hálfa klukkustund að dæla úr bátn- Siggi Bergmann Islands■ meistari í sjöunda sinn Sigurður Bergmann varð Is- landsmeistari í júdó í þunga- vigt í sjöunda sinn þegar hann lagði Gísla J. Magnússon, KA í úrslitum en Islandsmótið fór fram 8. aprfl sl. f Seljaskóla í Reykjavík. Sigurður lagði Gísla á „ipp- on“ en hann varð síðan að sætta sig við 3. sætið í opnum flokki eftir að hafa tapað fyrir harðasta ándstæðingi sínum í áraraðir, engum öðrum en Bjarna Friðrikssyni. Þeir átt- ust við í undanúrslitum og vann Bjarni á stigum. Sigurður var sáttur við sína frammistöðu á mótinu. Hann kvaðst hafa glímt vel en sagði að í glímunni við Bjarna hefði hann gerst sekur um augna- Sigurður Bcrgmatm ur Griniiavtk varði Islandsmcist- aratitil simt. bliks-kæruleysi og það hefði kostað hann sigurinn. Siggi sagðist hafa reiknað með því að glíma við Vernharð Þor- leifsson frá Akureyri í úr- slitaglímu í opna flokknum og ætlað að „tappa af lofti“ úr norðanmanninum.Sigurður Kristmundsson, UMFG, kom nokkuð á óvart en hann er bú- settur í Svíðþjóð. Hann kont gagngert til að keppa á mótinu og gerði það að sjálfsögðu undir merkjum síns garnla fé- lags. Hann varð í 2. sæti í 95 kg. flokki. í undankeppninni sigraði Sigurður alla andstæð- inga sína á „ippon" en tapaði síðan fyrir Akureyrarjaxlinum Vernharði Þorleifssyni í úr- slitum. Islandsmeistarar í 2. deild körfuknattleiks kvenna. Þjalfari liðsins crHelga Eiríksdóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi. 2. deild kvenna í körfuknattleik: VÍDISSTÚLKUR ÍSLA NDSMEIS TA RA R Stúlkurnar í meistaraflokki kvenna í Víði urðu Islandsmeistarar í 2. deild kvenna á Islandsmótinu í körfuknattleik sem nýverið er lokið. Með titlinum hafa þær jafnframt tryggt sér sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Arangur Víðiskvenna var ntjög góður í vetur en þær unnu alla sína leiki sem er 100% árangur. Þjálfari Víðis er Helga Eiríksdótt- ir en systir hennar, Katrín, er aðstoðarþjálfari. Liðsstjóri er Karvel Hreiðarsson. Félagslíf I Vogum! 15. febrúar sl. fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar Stóru- Vogaskóla í skíðaferð. Gist var í Breiðabliksskála í Bláfjöllum. Allflestir nemendur fóru á skíði. A kvöldin voru sagðar draugasögur, horft á video og ýmislegt fleira. Nemendur skemmtu sér mjög vel í ferða- laginu. Haldið var heim á upp- hafsdegi verkfalls kennara þann 17. febrúar. Félagslíf hefur verið með meira móti í verkfallinu. M.a. var farið á SAMFÉS BALL þann 3. mars sl. í Hafnarfirði en mæting ver frekar léleg en 16 nemendur fóru héðan. A mánudögunt hittumst við alltaf í Glaðheimum og spilum j félagsvist eða bingó. Einnig höfum við verið með þá ný- breytni að hafa spiladag fyrir yngri bekkinga og mæltist það mjög vel fyrir í verkfalli kenn- ara. Einnig vorum við með vid- eokvöld og voru nemendur misjafnlega ánægðir vegna þess að ekki náðist samkomu- iag um val á mynd. Fyrirhugað var að halda árs- hátíð í Stóru-Vogaskóla þann 6. apríl en vegna verkfallsins er óvissa um hvenær hún verður. Neniendur og skemmti- nefnd Stóru-Vogaskóla. ♦ Kristín og Tómas á góðri stund í Glaðheimum. Nýverið kontu í heiminn 100 snældur sem allar voru við góða heilsu og vel yfir 15 merkur. Þær innihalda 8 frumsamin lög sem öll eru við góða heilsu og vel yfir 15 merkur. Eins og allir vita gáfu Þuslarar út snældur á síðasta ári sent innihéldu 6 lög, og seldust þær allar upp á skömmum tíma. Þuslarar eru nýkomnir úr hljóðveri og á nýju afurðinni má finna t.d. lögin: Sól, 1997, Ilikarinn og Geðveikur Davíð. Eins og áður var tekið fram, voru snældurnar aðeins gefnar út í 100 eintökum og eru 60 stk. eftir, þannig að nú fer hver að verða síðastur að næla sér í eintak. Taka skal fram að snældurnar fást aðeins í versluninni Hljómval í Keflavík, en einnig geta áhugasamir haft samband við hljómsveitanneðlimi sem all- ir eru við góða heilsu og vel yfir 15 merkur. Ath. að snældan kostar aðeins 599 kr. ÞUSLARAR Þessi unga snót verður sex- tug sunnudaginn 23. apríl. Elsku mamma, Ágústa, hjart- anlegar hamingjuóskir með þennan merka áfanga. Börn og tengdabörn. Elsku Karitas til hamingju með 5 ára afmælið 18. apríl. Þínar systur Eva Dís, Iris Edda og Diljá. Litla bikar morgun Litla bikarkeppnin í knattspyrnu liefst á morgun, sumardaginn fyrsta. Auk liða á Suöurnesjum og nágrenni Reykjavíkur taka lið ÍA, Selfoss og IBV þátt í keppninni. Meðal leikja á morgun á Suður- nesjum eru: Grindavík-Víðir í Grindavík og Keflavík-Grótta f Keflavík. Nk. sunnudag leika Keflvíkingar heima gegn HK og Reynismenn í Sandgerði fá Hauka í heimsókn. Átta liða úrslit keppninnar fara fram 4. maí og undanúrslit 9. maí. Gert er ráð fyrir því að úrslitaleik- urinn fari fram 14. maí. Fimmtudagspútt GS: Örn Ævar efstur Öm Ævar Hjartarson er efstur í fimmtudagspútti Golfklúbbs Suður- nesja Hann var þó ekki meðal tíu efstu sl. fimmtudag. Sigurður Sigurðsson náði þá bestum árangri, lék á 60 högg- uin og fékk 13 bingó. Ingvar Ingvars- son, yngri vaið í 2. sæti mcð 61 högg og Þorsteinn Geirharðsson þriðji með 62 högg. Staðan í stigakeppninni er þiuinig að Öm Ævar er efstur með 60.20 högg að meðaltali |regar tíu bestu kvöldin em talin. Sigurður Sigurðsson er annar með 61,60 og Gerða Halldórsdóttir þriðja með 62 högg. Næst síðasta púttkvöldið verður á morgun sumardaginn fyrsta, það síð- asta verður fimmtudaginn 27. apnl. I púttmóti unglinga í gær voru í llokki 15-18 ára þeir Davíð Viðiu'sson, Ingvar Ingvarsson og Anuu' Miir Elías- son á besta skori, 63 höggum. I holu- keppninni vann Amar Már Davíö 2-1 og Vilhjálmur Vilhjálmsson vann Ingvar Ingvarsson 1-0. í llokki 14 ára og yngri var Ævar Pélursson á besta skorinu 66 höggum en hann lapaöi í úr- slitum í holukeppninni fyrir Gunnari Péturssyni 0-2. Haukur Gunnarsson vann Atla Elíasson í viðureign um 3. sætið. Pottagolf Hún Magdalena Sirrý Þórisdóttir, listakona og kylfmgur með meim fagn- ar meikum álánga í líli sínu um þessar mundir. Hún vaið fertug á fósludaginn langa, stakk þá af í vetrarveður til Vest- fjarða en vill fagna tímamótunum með vinum sínum í blíðunni hér fyrir sunn- an um helgina. Hún ætlarekki að fylgja fordæmi eiginmanns sfns og bjóða í eitthvað lásý partý á 18. flöt í Lcimnni Iteldur verður pottapartý fyrir alla Suð- umesjamenn á morgun, sumardaginn fyrsta. á heimili hennar frá kl. 7 um morguninn með tilheyrandi veitingum. Baðfótem óþörf. Látum af þessu tilefni fylgja ljúfa sögu af því þegar Sirrý fór holu í höggi en þá var Jón Bjöm ekki byrjaður í golfi: ,Ég fór holu í höggi", hrópaði Sirrý, og réð sér ekki fyrir kæti. „Er það virkilega?", sagði Jón Bjöm, sem hafði aldrei fyrr komið á golfvöll. „Gerðu það aftur, elskan," bætti hann við, „því ég var ekki að fylgjast með.“.. Vinirnir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.