Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 4
4 19. APRÍL 1995 VllfUIÍFRÉTTIR Sýnishorn úr söluskrá Fasteignaþjónusta buöurnesjaiif. swpasaia .'■CX' í Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 13722 - Fax 13900 (lónhóll 22, Njarðvík Nýlegt vandað parhús ásamt bílskúr. 3 svefnherbergi, tvöföld stofa. Húsið er hannað af innanhússarkitekt. Hagstætt áhvílandi. Skipti möguleg á minni eign. 13.000.000.- Vesturgata 15A, Keflavík 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjórbýli ásamt bflskúr. Allar innréttingar sérsmíð- aðar. Mjög hagstætt áhvflandi. Skipti möguleg á raðhúsi á einni hæð. 8.(KW.0(K).- Smáratún 27, Keílavík 4ra herbergja neðri hæð í tvíbýli með sér- inngangi. Mikið endumýjuð. Hagstætt áhvflandi. 6500.000.- Háaleiti 5C, Keflavík 5 herbergja efri hæð í þríbýli ásamt bfl- skúr með gryfju. Sérinngangur. Endur- nýjað skólp og jám á þaki, gluggar og gler að hluta. Hagstætt áhvflandi. Skipti möguleaáminni eistn. 8.800.(KKk- Klapparbraut 6, Garði Heiðarholt 5, Keflavík 123 ferm. nýlegt einbýlishús. 4 svefnher- 100 ferm. raðhús ásamt 20 fenn. sólstofu bergi. Hagstætt áhvflandi. Skipti möguleg og fullbúnum 28 ferm. bflskúr. 3 svefn- áminnieigníKeflavíkeðaGarði. herbergi. Hagstætt áhvílandi. Skipti 93(K).(KKk- mögulegáminnieign. 9.900.000.- Heiðarlk)l 6, Keflavík. 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Hagstætt áhvflandi...................5300.(KKk- Hringbraut 59, Keflavík. 3ja herbergja risíbúð. Hagstætt áhvflandi. Mikið endumýjuð........5.000.000,- Heiðarhvammur 7, Keilavík. 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Hagstætt áhvflandi...................5500.000.- Áðalgata 13, Kellavík. 3ja herbergja parhús. Hagstætt áhvflandi..........................TILBOt). Mávabraut 11, Keflavík. 3ja herbergja íbúð á 3. hæð.......................................3.900.000.- Ásabraut 11, Keflavík. 2ja herbergja íbúð. Lagnir endum. Hagst. áhvfl. Skipti á stærri eign.3500.000,- Ásabraut 5, Keflavík. 2ja herbergja íbúð. Lagnir endumýjaðar. Hagstæð áhvflandi........3.600.000.- Einholt 3, Garði Rúmgott einbýlishús ásamt fullbúnum bflskúr og sólstofu. 4 svefnherbergi, tvöfóld stofa. Hagstætt áhvflandi. Skipti möguleg á minni eign í Keflavík eða Garði. ’ ’ 11.000.000.- Bjamavellir 5, Keflavík 124 ferm. raðhús ásamt bílskýli. 4 svefn- herbergi. Mjög hagstætt áhvflandi. 8.700.000,- Blikabraut 15, Kellavík 127 ferm. neðri hæð í tvíbýli, 3 svefnher- bergi. Hagstættáhvflandi. Skipti möguleg á minni eign. 8.400.000.- Vallargata 16, Keflarík 3ja herbergja kjallaraíbúð t tvíbýli með sérinngangi. Hagstætt áhvflandi. Skipti mögulegástærri eign. 3.700.000,- ♦ Það var spilað afmiklum eldmóði þegar Vikurfréttamaðurinn leit við hjá öldruðum að Suðurgötu 12-14 í síðustu viku. Spilafför hjá öiáruö um A SUÐUFtNESJUM FRÉTTIR Á sumardaginn fyrsta verður aðalfundur Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum. Á laugar- daginn er svo vorfagnaður í Grindavík og lýkur |rar með annasamri vetrardagskrá fé- lagsins. Þorrablótið í Stapa 12. feb. var fjölmennt og vel heppnað. 26. febrúar var leikhúsferð. Þar sáum við Kabarett, léttan og léttúðarfullan leik með alvar- legum undirtóni um uppgangs- tíma nasista. Opið hús í Garði 11. rnars var sænrilega sótt, enda þótt mikill fjöldi eldra fólks væri á sama tíma að kveðja Rebekku Friðbjarnar- dóttur hinstu kveðju. Gömlu dansarnir í Stapa 24. mars voru vel sóttir og setti samstarf okkar við eldri borg- ara í Hafnarfirði mikinn svip á skemmtunina, enda er það ætl- un okkar að endurgjalda heim- sókn þeirra í kvöld. Næstu þrjá mánuði förum við í eins dags ferðir, en þær eru vinsælar og hafa 220 manns notfært sér þær á starfs- árinu. Þá vil ég minna á ferðir til lengri dvalar, en þátttaka í þeim varð 80 manns sl. sumar. Núna þann 24. apríl fara 20 fé- lagsmenn til Mallorca og dvelja þar í 4 vikur. Eins og áður hefur komið frarn er hús- næðisvandi okkar mikill í sam- einaða sveitarfélaginu. Okkar félagsfólk fagnaði því, þegar tekin var ákvörðun um að breyta Þotunni í tómstundahús. Tekið var til umræðu á stjóm- arfundi hugsanlegt vinnufram- lag eldri borgara við breyting- arnar. Síðan hefur langur tími liðið án þess að mikið hafi gerst. Ef þessi framkvæmda- hraði helst tel ég litlar líkur á að Þotan komist í gagnið fyrir aldamót. Sigfús Krist jánsson. „Aðsóknin í spilamennskuna hefur aukist jafnt og þétt. Nú er yfirleitt spilað á 11 til 12 borð- urn á hverjum miðvikudegi", segir Kristrún Helgadóttir, um- sjónarmaður með spiladegi hjá Félagi eldri borgara. Kristrún tók að sér að liafa umsjón með spilamennsku hjá FEB fyrir nokkrum árum og hún segir að í byrjun hafi ekki verið spilað á mörgum borðum, kannski þremur til fjórum. Að- sóknin hefur aukist jafnt og |rétt og nú er spiluð félagsvist að jafnaði á ellefu til tólf borð- um, og hefur farið upp í þrettán borð. Kristrún fékk bónda sinn, Jóhann Pétursson, fljótlega í lið með sér og er hann spilastjóri og sér jafnframt um „rekstur- inn“, en spilagjald er kr. 200 fyrir manninn. Það gjald fer í vinninga og kaffibrauð sem Kristrún útbýr yfirleitt en hún hefur fengið góða hjálp hjá nokkrum konum við það. Yfir- leitt er spilað í unt tvo tíma en gefin er stutt reykingapása en þeim fækkar sífellt sem „fá sér smók“. Kristrún og konurnar mæta um klukkan hálf þrjú og leggja þá á borð en fólkið fær kaffi og brauð áður en það byrjar að spila um klukkan fjögur. Kristrún sagði að það eina sem háði starfseminni væri plássleysi en spilað er í litlum sal í dagdvöl aldraðra. „Við fáum kannski aðeins stærra pláss á Vesturbraut 17 í haust", sagði hún að lokunt. ♦ Jóhann Pctursson og Kristrún Helgdóttir lialda utan um spila- mennsku eldri borgara. VF-mynd/pket. OPIÐ í Festi í Grindavík laugardaginn 22. apríl kl. 15:00. Kaffiveitingar - Glens - Grín - Dans Farið verður með rútu kl. 14:30. Vinsamlega pantið far á SBK. Mætum öll! Skemmtinefndin. •f rtlAO fLORI DOROARA SUOUANtSJUM 'H&FEB AÐALFUNDUR SUOURNBSJUM Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldinn í Stapa fimmtudaginn 20. apríl kl. 14:00. Fundarefni: Skýrsla stjórnar. Ársreikningur. Húsnæðismál félagsins. Önnur mál til afgreiðslu aðalfundar. Stjórnin. Fréttir Fjöldafundur Sálarrannsóknarfélag Suður- nesja heldur tjöldafund í liúsi félagsins að Víkurbraut 13, Keflavík, fimmtudaginn 4. maí n.k. kl. 20:30. Þar verða skyggnilýsinga- miðillinn Marfa Sigurðardóttir og Bjarni Kristjánsson trans- ntiðill. Síðast komust færri að en vildu. og viljum við biðja fólk að tryggja sér miða í tíma. Miðasala er þegar hafin og skuldlausir félagar hafa for- gang. Helgina 28.-30. apríl n.k. mun Sálarrannsóknarfélagið bjóða fólki. án endurgjalds, að kynnast heilun og kristalheilun. Hefst kynningin föstudaginn 28. aprílkl. 13:00. Transmiðillinn Bjarni Krist- jánsson ntun starfa hjá félaginu frá 1. maí. Tímapantanir í síma 13348.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.