Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 9
Nýr skemmtistaður „Staðurinn" opnar í kvöld -að Hafnargötu 30 í Keflavik „Við verðum með aðeins öðruvísi áherslur en aðrir staðir hafa gert hér á svæðinu. Tónlistin verður til að mynda spiluð af þeim styrk að liægt verði bæði að dansa og tala saman í staðnum. Eg var búin að bíða lengi eftir svona skemmtistað og úr því enginn kom með Itann, ákvað ég að slá til og opna einn slíkan", segir Guðrún Gunnarsdóttir sem fékk systkini sín með sér í lið, þau Jón, Kristþór og Guðmund Gunnarsbörn. Þau Staðurinn, nýr skemmti- staður að Hafnargötu 30 í Keflavík opnar í kvöld, miðvikudag. Eigendur eru fjögur systkini á Suðurnesj- uni. 19. APRÍL 1995 stofnuðu hlutafélagið i Gunnarsson hf. um i reksturinn. Staðurinn verður op- inn fimmtudaga og I sunnudaga kl. 21-01 og I föstudaga og laugar- | daga kl. 21-03. Guð- | rún, sem verður fram- i kvæmdastjóri i skemmtistaðarins sagði að boðið yrðii upp á 1 góða lifandi tónlist við I allra hæfi. Hún sagðist I ntyndi reyna nota | hljómsveitir af Suðurnesjum | en á opnunardaginn verður þó i hljómsveit Eddu Borg sem , mun leika fyrir dansi. Suðurnesjabandið Grænir ' vinir úr Garðinum mun síðan I leika á Staðnum nk. föstu- I dags- og laugardagskvöld. | A Staðnum verður boðið i upp á létta rétti allan tímann i sem hann er opinn. Guðrún . sagði t.a.m. að fólk gæti pant- að mat til að taka með sér I heim af skemmtistaðnum. I „Hver kannast ekki við það | að vera svangur á heimleið | frá skemmtistað. Okkur lang- i ar að bjóða upp á þessa þjón- , ustu“, sagði Guðrún og bætti . því við að aldurstakmark yrði 1 20 ár. „Það verður pöbba- I stemmning fimmtudaga og I sunnudaga en meira fjör | föstudags- og laugardags- | kvöld“. Aðgangseyrir verður eng- , inn nema í sérstökum tilfell- um, og þá einungis ef boðið ' verður upp á einhverjar „stór- I grúbbur". L J Landsbankinn flytur um set í Kjarna Landsbanki Islands sem staðsettur hefur verið í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík tlytur í nýtt húsnæði í Kjarna nk. mánudag 24. apríl. Bankinn flytur sig því aðeins um set í sömu húsakynnum, nánar tiltekið nyrst í bygginguna. í tilefni flutningsins verða kafftveitingar fyrir viðskiptavini. gesti og gangandi allan daginn. Málverkasýning á verkum úr safni Landsbanka Islands verður opnuð á sama stað og verður opin til 7. maí. Sýningin verður dreifð um bankann, göngugötuna og fyrirtækin við hana. Þá mun álf- urinn Mókollur, sparibaukur Landsbankans koma og heilsa upp á yngstu kynslóðina þriðju- daginn 25. maí kl. 14-16. TILBOÐ dagana 19.-26. apríl ayui m KRlUUs HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.