Víkurfréttir - 02.11.1995, Page 2
2
2. NÓVEMBER 1995
vIkurpréttir
MMMMMIM tjlÍJMmiM MMMMMMMMMiMMMMMMM
Nóvember-tilboð!
Gegn framvísun þessa miða er
10% kynningarafsláttur á
„HEIMSBYGGDIN"
Sóhabúi HefífaVíkur
- daglega í leiíinri! Sólvallagölu 2 • Kellavlk • 8ími 4211102
Tilboð
Aðalstöðin óskar eftir
tilboðum í snjómokstur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Aðalstöðvarinnar í síma 421-1518
Bjartar horfur í verktaka og varnarliðsmálum á Keflavíkurflugvelli:
FLUGHER FER EKKIOG
AUKNAR FRAMKVÆMDIR
-Vamarliðsþyrlur áfram á vellinum og mörg hundruð
varnarliðsmenn fara ekki eins og áætlað var
Hciðarholt 4, Kcflavík
65 ferm. 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í
góðu ástandi. Hagstæð byggingarsj.
lán áhvílandi. Laus strax. Lækkað
verð.
4.300.000,-
Smáratún 31, Keflavík
125 ferm. 4ra herbergja efri hæð, ásamt 55
ferm. bílskúr. Sérinngangur. Skipti á
ódýrari fasteign koma til greina. Vönduð
eignágóðumstað. 8.700.000.-
Heiðarból 10, Keflavík
3ja herbergja íbúð á I. hæð í góðu
ástandi. Losnar fljótlega. Lækkað
verð. Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
Tilboð
Vallargata 26, Keflavík
3ja herbergja íbúð á neðstu hæð.
íbúðin er í góðu ástandi. Endumýjað
þak o.fl..
4.800.000,-
Kirkjuvegur 34, Keflavík
3ja herbergja íbúð á 2. hæð.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
3.600.000.-
Mávabraut 2G, Keflavík
2ja herbergja íbúð á 1. hæð. íbúðin er
í góðu ástandi. Góður staður.
4.100.000,-
Heiðarbraut 5F, Keflavík
134 ferm. raðhús, með bílskúr.
Vönduð eign. Hagstæð lán áhvflandi.
Góðir greiðsluskilmálar. Lækkað
verð.
Heiðarból 43, Keflavík
134 ferm. einbýlishús ásamt 30 ferm.
bílskúr. Húsið er í góðu ástandi.
Skipti á minni fasteign koma til
greina. 12.300.000,-
Vatnsholt 0 (B,C,D), Kcflavík
136 og 139 femi. raðhús. Glæsileg
hús á góðum stað. Húsunum
verður skilað fullfrágengnum að
utan með frágenginni lóð. Nánari
upplýsingar á skrifstofunni.
Endaraðhús: 7.300.000.-
Miðhúsin: 7.100.000.-
Mjög jákvæðar niðurstöður
urðu á fundi íslenskra ráðamanna
og bandarískra á árlegum fundi í
Norfolk í Bandaríkjunum í síð-
ustu viku. Þær eru í megindrátt-
um þær að flugher vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli verður áfram
á vellinum en geftð hafði verið út
að hann flyttist allur burt. Þá er
framlag til framkvæmda á Kefla-
víkurflugvelli á árinu 1996 hærra
en á þessu ári. Viðmælandi
blaðsins sagði að það væri allt
annar og jákvæðari „tónn“ í
Bandríkjamönnum nú en áður.
Framtíð flughers vamarliðsins
á Keflavíkurflugvelli hefur gífur-
lega þýðingu fyrir Suðurnesja-
menn sem eru tjölmennir í starfs-
liði hans. Þá hefur þetta einnig
mikið að segja fyrir rekstur og
viðhald flugbrauta á vellinum, en
það er alfarið í höndum flughers
og starfsmenn í snjóruðnings-
deild og öðrum deildum flughers
em að lang stærstum hluta Suður-
nesjamenn.
Þá tryggir áframhaldandi vera
flughers að björgunarþyrlur vam-
arliðsins verða áfram staðsettar á
Keflavíkurflugvelli. Umræða um
fækkun í sjóher vamarliðsins hef-
ur einnig verið lögð til hliðar.
Á fundinum í Norfolk var
einnig gengið frá framlagi til
verklegra framkvæmda á Kefla-
víkurflugvelli á árinu 1996. Ekki
verður mikið um nýframkvæmdir
en þeimur meira um viðhalds-
framkvæmdir. Gengið var frá
framkvæmdasamningi við Is-
lenska aðalverktaka fyrir um tvo
milljarða króna og við Keflavík-
urverktaka fyrir tæpan milljarð.
Þar fyrir utan fá aðrir verktakar
að bjóða í verkefni fyrir háifan
annan milljarð króna.
Meðal verkefna á vellinum er
endurbygging flugskýlis fyrir P3
Orion kafbátarleitarflugvélamar,
og bústaða fyrir einhleypa vam-
arliðsmenn og fleira.
Ráðamenn vamarliðsins hafa
verið í samningaviðræðum við
sveitarstjómir á Suðumesjum að
undanfömu um ýmis stór mál,
s.s. um sorphreinsi- og holræsa-
mál og fleira. I öllum tilfellum
hefur umræðan snúist á undan-
fömum vikum og mánuðum úr
því að semja til skamms tíma í
það að semja til margra tuga ára.
Það eitt er talið gefa vísbendingu
um hug vamarliðsins um framtíð-
arvem sína hér á Keflavíkurflug-
velli.
♦ Ekki verður um miklar nýframkvæmdir en viðlialdsverkefni eru
fleiri á KeflavíkurflugveUi á næsta ári.