Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 25
VfKIJHFRÉTTIR
2. NÓVEMBER 1995
25
Heraðsfrettablöð á Selfossi
Útgefendur héraðsfréttablaða
héldu sinn árlega aðalfund á
Selfossi nýlega. Fulltrúar frá
tólf blöðum mættu á fundinn.
Ný stjórn samtakanna var
kjörin, en hana skipa Alma
Guðmundsdóttir, formaður, frá
blaðinu Austurlandi, Kristján
Jóhannsson frá Nesfréttum á
Seltjarnarnesi og Hólmfríður
Þórisdóttir frá Sunnlenska
fréttablaðinu.
Auk hefðbundinna aðalfund-
arstarfa flutti Hjálmtýr Haf-
steinsson frá Endunnenntunar-
stofnun Háskólans erindi um
Internetið, eða Alnetið, en tvö
héraðsfréttablöð eru komin á
netið. Það eru Víkurfréttir sem
hafa verið á netinu frá því í vor
og Fréttir úr Vestmannaeyjum
sem eru nýkomnar á verald-
arvefinn sem stækkar örar en
nokkur getur ímyndað sér. Sú
hugmynd var rædd að samtök
héraðsfréttablaða setji upp
sameiginlega heimasíðu á net-
inu og verður unnið að því á
næstunni.
Þá samþykkti aðalfundurinn
að taka upp þá nýbreytni innan
samtakanna að veita þeim aðila
sem að mati samtakanna hefði
unnið landsbyggðinni mest til
heilla, og útnefna „Héraðs-
höfðingja íslands". Er stefnt að
því að gera það í fyrsta skipti á
næsta aðalfundi.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir,
fréttamaður og forstöðumaður
hagnýtrar fjölmiðladeildar í
Háskóla Islands flutti fyrir-
lestur sem hún gerði einnig í
fyrra. Nú ræddi hún um við-
talstæknina. Hugmynd kom
upp um að Sigrún standi fyrir
námskeiði einhvern tíma yfir
vetrarmánuðina, sérstaklega
fyrir héraðsfréttablöðin. Tók
hún vel í erindið og er stefnt að
þvf að hún verði með helgar-
námskeið í janúar eða febrúar
næstkomandi.
Eins og venja er var farin
skoðunarferð með aðalfund-
argesti. Þór Vigfússon, fyrr-
verandi skólameistari Fjöl-
brautaskóla Suðurlands vísaði
mönnum leið um Selfoss og
nágrenni. M.a. var Fjölbrauta-
skólinn skoðaður en það er
mjög sérstæð bygging og var
umdeild á sínum tíma. Þá var
komið við á heimili þeirra
hjóna Margrétar Frímanns-
dóttur og Jóns Gunnars Ottós-
sonar á Stokkseyri en þau eiga
sérlega fallegan garð, með
mörg hundruð plöntum og fá
þau margar heimsóknir af því
tilefni.
Fulltrúar Sunnlenska frétta-
blaðsins og Dagskrárinnar á
Selfossi höfðu veg og vanda af
skipulagningu fundarins og
gerðu þeir það af myndarskap.
Hópurinn heimsótti aðalstöðvar
beggja blaðanna en þess má
geta að Suðurnesjamaðurinn
Magnús Hlynur Hreiðarsson er
skríbent hjá Dagskránni en
hann hefur búið á Selfossi
undanfarin ár.
♦ Fulltrtíar bæjar- og héraðsfréttablaða á aðalfundi samtakanna á Selfossi.
NÝBÚAR SELJA AUSTURLENSKAN MAT
Nýbúar á Suðurnesjum munu á laugardaginn selja austurlenskan mat á tveimur stöðum í bænum
til styrktar Hamfarasjóði R.K.Í vegna hörmunganna á Flateyri. Maturinn verður seldur við S.B.K. í
Keflavík og einnig við verslunina Miðbæ. Salan hefst kl. 11 á laugardagsmorgun og er áætlað að
vera að fram undir kl. 17:00.
Fjölmennt í sunnudagaskóla
Það hefur verið vel mætt t sunnudagaskóla í Kcflavíkurkirkju
undanfama sunnudaga. Um tvöhundmð böm mæta iðulega á
sunnudögum kl. 11, ýmistein eða með foreldrum sínum oghlusta,
syngja og taka þátt t þessari skemmtilegu stund sem þama ferfram,
ttndir stjóm þeirra Sigfúsar aðstoðarprests og Málfríðar, sem hefur
unnið við sunnudagaskóla mörg undattfarin ár. Meðfylgjandi
myndir vom teknar eintt sunnudag fyrir stuttu. VF-mynd/pket.
ATVINNA
Óskum að ráða starfskraft í 1/2 starf.
Nánari upplýsingar í síma 421-2604.
GLUGGAHREINSUNf
/\. MMm ia Immm-mm imnm-
THboðsdagar á
notuðum bílum standa
fram yfir helgi eða til
6. nóvember 1995.
Fyrstir koma, fyrstir fá!
MMC LANCER GLXi
ÁRGERÐ 1992
EKINN 56 ÞÚS. KM.
VERÐ ÁÐUR: 920.000,-
VERÐ NÚ: 820.000,-
MMC LANCER GLXi
ÁRGERÐ 1988
EKINN 134 ÞÚS. KM.
VERÐ ÁÐUR: 470.000 -
VERÐ NÚ: 820.000,-
SUBARU 1600GL
ÁRGERÐ 1990
EKINN 87 ÞÚS. KM.
VERÐ ÁÐUR: 590:000,-
VERÐ NÚ: 470.000.-
ehf
421 1200