Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannar- lega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víð- feðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhús- ið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar sam- göngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir sirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær úti- vistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reyk- víkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Mögu- leikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Útivist í borgarumhverfi Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgar­ skipulags, gatnahönn­ unar, grænna svæða og lýðheilsu. V iðtal við Donald Trump sem birtist samtímis í breska dagblaðinu The Times og hinu þýska Bild á mánudag er með nokkrum ólíkindum. Yfirlýs-ingar verðandi forseta Bandaríkjanna í viðtalinu benda til þess að hann sé tilbúinn að varpa fyrir róða alþjóðlegri samvinnu sem hefur tekið marga áratugi að móta og festa í sessi. Trump segir að Atlantshafsbandalagið (NATO) sé „úrelt“ því samstarfið hafi verið hannað fyrir svo mörgum árum, aðeins fimm aðildarríki greiði sann- gjarnan hlut í kostnaði við rekstur bandalagsins og því hafi jafnframt mistekist að mæta hryðjuverka- ógninni sem Vesturlönd glími við. Hann spáir því að fleiri ríki muni fylgja Bretum og segja sig úr Evrópu- sambandinu og gagnrýnir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, harðlega fyrir ætluð mistök Þýskalands við móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Donald Trump virðist ætla að marka sér þá stefnu að útganga Bretlands úr ESB hafi verið góð ákvörðun hjá þeim 52 prósentum Breta sem kusu með Brexit og að það sé skynsamlegt að fleiri ríki fari úr sam- bandinu. Anthony Gardner, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, lýsti síðastliðinn föstudag áhyggjum sem margir bera í brjósti um nýja stefnu stjórnvalda í Washington gagnvart ESB. Gardner sagði það „hámark heimsk- unnar“ og hreina „geggjun“ (e. lunacy) að varpa fyrir róða meira en hálfrar aldar samstarfi Bandaríkjanna við stofnanir Evrópusambandsins og verða einhvers konar „Brexit-klappstýra“ í Brussel. Skoðanir Trumps á vestrænni samvinnu vekja margar spurningar. Mun Ísland fylgja Þýskalandi og aðildarríkjum ESB að málum þegar varnar- og öryggismál eru annars vegar eða Bandaríkjamönn- um? Hvaða afstöðu ætla íslensk stjórnvöld að móta sér ef upp kemur alvarleg togstreita milli stjórnvalda vestanhafs og annarra aðildarríkja NATO? Má vænta þess að Donald Trump vilji veikja varnarsamstarfið á vettvangi NATO enn frekar? Það er alvarlegt áhyggju- efni. Og það hefði verið fullkomlega óhugsandi fyrir nokkrum árum að forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir að NATO væri „úreltur“ samstarfsvettvangur. Það eru skrýtnir tímar fram undan og við blasir ný heimsmynd. Það mun án nokkurs vafa reyna meira á evrópska þjóðarleiðtoga að standa vörð um vest- ræna samvinnu á meðan skilaboðin frá Washington virðast ætla að verða jafn óútreiknanleg og raun ber vitni. Það verður krefjandi verkefni fyrir nýjan utanríkis- ráðherra að halda rétt á hagsmunum Íslands sem stofnaðila í NATO á sama tíma og forseti Bandaríkj- anna dregur úr tiltrú á varnarsamstarfinu. Gott sam- band við Bandaríkin hefur verið leiðarljós í utan- ríkisstefnu Íslands um margra áratuga skeið. Á sama tíma er mikilvægt fyrir Ísland að rækja skyldur sínar sem stofnaðili NATO og viðhalda góðu sambandi við stjórnvöld í ríkjum beggja vegna Atlantsála og heil- brigðu sambandi við stofnanir Evrópusambandsins. Það verður flókin jafnvægislist og feilsporin gætu orðið dýrkeypt. Ný heimsmynd Það verður krefjandi verkefni fyrir nýjan utan­ ríkisráðherra að halda rétt á hagsmun­ um Íslands sem stofn­ aðila í NATO á sama tíma og forseti Bandaríkj­ anna dregur úr tiltrú á varnarsam­ starfinu. Beðið í röð Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar hafa margir hverjir ráðið sér einn til tvo pólitíska aðstoðar- menn til að vera sér innan handar á nýju kjörtímabili. Ráðherrar sem áttu sæti í síðustu ríkisstjórn tóku sumir hverjir aðstoðarmenn sína með sér milli ráðuneyta en nýir ráð- herrar sóttu sér nýja menn. Nýr umhverfisráðherra, Björt Ólafs- dóttir, er einn þeirra ráðherra sem hefur ekki fundið sér hægri hönd. Leigubílasögur herma að pósthólf ráðherrans hafi stíflast um stund vegna fjölda skeyta frá vonbiðlum. Sú saga verður ekki seld dýrar en hún fékkst keypt. Skynsamleg endurskoðun Starfandi forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi eðlilegt að endur- skoða reglur um aukagreiðslur þingmanna. Kjör þingmanna hafa verið í umræðunni frá því í október á síðasta ári eftir hækkun kjararáðs á kjörum þeirra. Steingrímur hittir þarna naglann á höfuðið. Það skýtur skökku við að Alþingi komi á fót nefnd til að ákveða kjör sín þegar þeir smyrja síðan sjálfir ofan á það hægri vinstri með ýmsum aukagreiðslum eða álagi sem er hlutfall af þing- fararkaupi Kjararáðs. Endur- skoðunin er því tímabær. johannoli@frettabladid.is 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -3 6 0 8 1 B F 7 -3 4 C C 1 B F 7 -3 3 9 0 1 B F 7 -3 2 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.