Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 2
Standa með sjómönnum og vélstjórum Áfram var fundað í gær í kjaradeilu útgerðarinnar við sjómenn. Hópur manns kom saman á Austurvelli til að sýna sjómönnum stuðning í verki. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir í rúman mánuð. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni klukkan ellefu í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veður Í fyrramálið verður áfram stíf suðvestan­ átt á landinu með éljum, en það lægir smám saman og styttir upp þegar kemur fram á morgundaginn. sjá síðu 18 L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Ferðalög Ferð Úrvals Útsýnar og vefsíðunnar Kop.is til Liverpool um helgina seldist upp á rúmum sólar­ hring. Þeir aukamiðar sem fóru í sölu skömmu síðar seldust  upp á nokkrum klukkustundum. Ferða­ skrifstofurnar Vita ferðir, Gaman ferðir og TransAtlantic buðu einn­ ig upp á skipulagða ferð á leikinn og er uppselt hjá þeim öllum. Það má því búast við nokkur hundruð Íslendingum á heimavelli Liverpool, Anfield, þegar Gylfi Sigurðsson og lið hans, Swansea, koma í heimsókn um helgina. Ferðin var ódýrust hjá Gaman ferðum þar sem hún kostaði 109 þúsund en dýrust hjá Úrvali Útsýn  á 135 þús­ und.  Misjafnt er hvað er innifalið í miðaverðinu. Í kop.is ferð Úrvals Útsýn­ ar  er flogið til Birming­ ham og ekið með rútu til Liverpool. Farið er utan á fimmtudegi og lent á Íslandi á mánudag. Trans­ Atlantic flýgur til Man­ chester eins og Vita ferðir en aðeins fyrrnefnda félagið býður upp á ferðalag til og frá flugvelli. Hjá Gaman ferðum er flogið til London og þurfa ferða­ langar að koma sér sjálfir til Liver­ pool. Kristján Atli Ragnarsson, einn af rit­ s t j ó r u m v e f s í ð ­ unnar kop.is, segir að eftirspurnin eftir miðum á Anfield sé mjög mikil og auðveld­ lega hefði verið hægt að ferja fleiri Íslendinga til borgarinnar um helgina. „Það verður haugur af Íslendingum þarna. Við stækkuðum ferðina okkar og það seldist upp á nokkrum klukkutímum.“ Alls fékk vefsíðan 70 miða á leik­ inn og segir Kristján að áhuginn á l e i k j u m L i v e r ­ pool sé mjög mikill, ekki aðeins frá íslenskum stuðnings­ mönnum heldur einnig frá stuðningsmönnum annars staðar í heim­ inum. „Við erum búnir að skipuleggja svona ferðir í fjögur ár og ætluðum að fara tvær ferðir, eina fyrir jól og eina eftir jól. En aðsóknin er svo mikil og uppselt í flestar aðrar ferðir sem eru í boði að það er kominn t ö l u ­ v e r ð u r þrýstingur á að fara í aðra ferð. Trú­ lega verða því farnar þrjár ferðir yfir þetta tímabil.“   Um hverja helgi fara fjölmargir Íslendingar utan til að horfa á leiki í enska boltanum, bæði  í skipu­ lögðum ferðum ferðaskrifstofa og á eigin vegum. „Ég hef aldrei farið í fótboltaferð án þess að hitta ein­ hvern sem er líka að fara á leik í enska boltanum. Það er hluti af því að vera Íslendingur á veturna – að styðja sitt lið í Englandi,“ segir hann og hlær. benediktboas@365.is Loftbrú til Liverpool Mörg hundruð Íslendingar ætla að horfa á viðureign Liverpool og Swansea um helgina. Fjórar ferðaskrifstofur eru með skipulagðar ferðir og seldist upp í þær allar á mjög skömmum tíma. Áhuginn á enska boltann sjaldan verið meiri. Einstök stemning er á Anfield og eru fjölmargir íslenskir stuðningsmenn að fara um helgina að sjá leik gegn Swansea. MyNd/GETTy Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea. Aðsóknin er svo mikil og uppselt í flestar aðrar ferðir sem eru í boði að það er kominn töluverður þrýst- ingur að fara í aðra ferð. Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri kop.is Verslun Neyslumynstrið í jóla­ versluninni hefur breyst nokkuð og fór fyrr af stað fyrir nýliðin jól en áður. Hærra hlutfall jólaverslunar fór fram í nóvember en áður hefur sést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rann­ sóknarsetri verslunarinnar. Íslendingar keyptu meira á netinu fyrir þessi jól en áður.  Í desember jókst fjöldi þeirra pakkasendinga sem Íslandspóstur sá um dreifingu á frá útlöndum, og ætla má að sé vegna netverslunar, um 64 prósent  frá sama mánuði árið áður. Í nóvember og desember samanlagt nam þessi ársaukning pakkasendinga 61 pró­ senti. Mest aukning sendinga var frá Kína og öðrum Asíulöndum. Flestir virðast kaupa sér föt og skó en þannig varð 1,7% samdráttur í veltu fataverslana og 2,8% samdráttur í skóverslun frá árinu á undan. Á sama tíma jókst velta í húsgögnum um 31,9%, velta stórra raftækja jókst um 12,6% og í byggingavöruverslunum var aukningin 21,8%. Íslendingar ferðuðust einnig mun meira en áður fyrir þessi jól. Mikil aukning var í ferðir til útlanda síð­ ustu tvo mánuði ársins. Brottfarir Íslendinga til útlanda gegnum Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, voru alls 86.424  í nóvember og desember, sem er 26% aukning í fjölda farþega frá sömu mánuðum árið áður. Ferðamenn greiddu í  desember með greiðslukortum sínum í íslensk­ um verslunum fyrir liðlega tvo millj­ arða króna. Það er fjórðungsaukning frá desember árið áður. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum í desember var til kaupa á dagvöru, eða 467 milljónir. – bb Jólin komu snemma í þetta skiptið Íslendingar ferðuðust mikið, versluðu fyrr en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANToN Trúmál Tæplega 2.500 einstakling­ ar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra á meðan tæplega 700 manns gengu í hana. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár um trú­ og lífsskoð­ unarfélagsaðild Íslendinga í fyrra. Árið 2015 var slegið met í úrsögn­ um úr þjóðkirkjunni en þá sögðu tæplega 5.000 fleiri sig úr kirkjunni en gengu í þjóðkirkjuna. Í ár er fækkunin um það bil 1.700 Íslendingar. Er svo komið núna að um 70 prósent Íslendinga eru skráð í þjóðkirkjuna sem fær um tvo milljarða á fjárlögum ársins í ár. Þrátt fyrir stöðuga fækkun aukast fram­ lögin í ár um rúmar hundr­ að milljónir frá árinu í fyrra. – sa Enn fækkar í þjóðkirkjunni 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I ð j u D a g u r2 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -2 C 2 8 1 B F 7 -2 A E C 1 B F 7 -2 9 B 0 1 B F 7 -2 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.