Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 6
Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin/Otrivin Junior/Otrivin Comp/Otrivin Menthol nefúði, lausn. Inniheldur Xýlómetazólínhýdróklóríð. Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Otrivin-Andadu-5x10-2016.indd 1 30.12.2016 11:43 orkumál Stórátak þarf í endurupp- byggingu flutningakerfis raforku ef orkuskipti í íslensku samfélagi eiga að verða að veruleika. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs hjá Lands- neti, segir kostnaðinn geta hlaupið á um 40 milljörðum til 2030 ef dreifikerfið á að geta flutt raforku skammlaust á milli svæða. Fram- kvæmdastjóri Orkuseturs telur hægt að orkuskipta öllum bílaflota Íslendinga með þeirri orku sem nú er fyrir hendi. Sigurður Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, segir orku- skipti í samgöngum möguleg án þess að virkja þurfi frekar. „Tíu prósent landsmanna hita hús sín með raf- magni. Það er hægt að fækka þeim með varmadælum. Ef við myndum losa helminginn af því rafmagni sem fer í húshitun gæti það rafmagn dugað á um 116 þúsund rafbíla. Einn- ig má ná miklum sparnaði í raforku með LED-lýsingu á götum sveitar- félaga. Rafmagnið er til, við þurfum að nýta það betur,“ segir Sigurður Tilgangur samantektarinnar var að kortleggja þær auknu kröfur sem orkuskipti munu gera til raforkuinn- viða landsins. „Í skýrslu VSÓ Ráð- gjafar og Landsnets um orkuskipti í íslensku samfélagi stillum við upp nokkrum sviðsmyndum um fram- tíðina, sem innihalda mismikil orku- skipti. Til lengri tíma litið teljum við að hægt sé að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 1,5 milljónir tonna á ári. Til þess þarf þó að stórbæta flutningskerfið en markmið okkar er að geta flutt raforku til allra á sem hagkvæmastan hátt," segir Sverrir Jan. Í skýrslu Landsnets er dregið fram að ef eigi að draga úr losun gróður- húsalofttegunda með orkuskiptum upp á 1,5 milljónir tonna á ári þurfi um 880 MW af rafmagni til þess. Tvær líklegri sviðsmyndir snúa að því að minnka losun um 340 þúsund tonn á ári en Alþingi samþykkti á síðasta ári aðgerðaáætlun um raf- orkuskipti. Markmið áætlunarinnar er að fimmfalda hlutfall endurnýj- anlegrar orku í samgöngum á landi og hundraðfalda hlutfallið fyrir haf- tengda starfsemi. Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, segir mikil- vægt að áætlunin gangi eftir. „Við eigum að vera leiðandi á heimsvísu og sýna öðrum þjóðum hvernig þetta er gert. Það er rétt hjá Lands- neti að við verðum að efla flutn- ingskerfið til að þetta megi verða. Við ættum að einhenda okkur í það verk. Hins vegar þurfum við að gera það rétt og vel með umhverfissjónarmið að leiðar- ljósi,“ segir Björt. sveinn@frettabladid.is Óþarft að virkja til aukinna orkuskipta Hægt er að nýta raforku sem til er á Íslandi til að knýja allan bílaflota landsmanna. Raforka er nú að miklu leyti uppseld en að mati framkvæmdastjóra orkuseturs er hún illa nýtt. Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, vill einhenda sér í verkefnið. Hægt er að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda um 1,5 milljón tonn á ári með orkuskiptum. Fréttablaðið/GVa Sigurreifur lögmaður Egypski lögmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Khalid Ali var að vonum ánægður eftir að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niður- stöðu að framsal stjórnvalda á landi til Sádi-Arabíu stæðist ekki stjórnarskrá. Málið snerist um eyjarnar Tiran og Sanafir sem eru óbyggðar en hafa mikið hernaðarlegt mikilvægi. Mikil fagnaðarlæti brutust út í landinu eftir niðurstöðu dómsins. Fréttablaðið/EPa SVÍÞJÓÐ Fái strákar meiri íþrótta- kennslu gengur þeim betur í skól- anum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar við Háskólann í Lundi. Skoðaðar voru lokaeinkunnir í grunnskóla hjá 630 nemendum á árunum 2003 til 2012. Nemendur fengu íþróttakennslu á hverjum degi alla skólagönguna. Strákum sem fengu nóga góða ein- kunn til að komast í framhaldsskóla fjölgaði um sjö prósentustig, eða úr 88 prósentum í 95 prósent. Enginn munur var á einkunnum stelpnanna. Það er að mestu rakið til þess að strákarnir voru í upphafi með lægri einkunnir. Stelpurnar urðu sterkari, að því er sænska sjón- varpið hefur eftir einum vísinda- mannanna. – ibs Betri einkunnir af meiri leikfimi Íþróttir hafa jákvæð áhrif á heilsu og námsárangur. Fréttablaðið/VilHElM Við eigum að vera leiðandi á heims- vísu og sýna öðrum þjóðum hvernig þetta er gert. Björt Ólafsdóttir um- hverfisráðherra 630 nemendur tóku þátt í rannsókninni 1 7 . J a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J u D a G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -5 3 A 8 1 B F 7 -5 2 6 C 1 B F 7 -5 1 3 0 1 B F 7 -4 F F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.