Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 14
Danskur sigur í íslenDinga- slagnum á Hm í frakklanDi guðmundur guðmundsson hafði betur gegn kristjáni andréssyni þegar Danmörk og svíþjóð áttust við í D-riðli Hm 2017 í handbolta í gærkvöldi. eftir spennandi leik voru það Danir sem höfðu tveggja marka sigur, 27-25, en íslenski Daninn í hægra horninu, Hans Óttar lindberg, innsiglaði sigurinn þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Ólympíumeistarar Dana eru með tveggja stiga forskot á toppi D- riðilsins eftir sigurinn en þetta var fyrsti leikurinn sem kristján andr- ésson tapar sem þjálfari sænska landsliðsins eftir að hann tók við því í haust. Hann kom með fimm sigra í fimm leikjum inn á mótið og vann fyrstu tvo leikina á Hm áður en kom að leiknum í gærkvöldi. Nýjast Höttur - KR 87-92 Stigahæstir: Aaron Moss 28/12-10, Mirko Stefán Virijevic 26/17, Ragnar Gerald Albertsson 13, Viðar Örn Hafsteinsson 9 – Jón Arnór Stefánsson 27, Brynjar Þór Björns- son 16/7/6, Pavel Ermolinskij 10/13/5. Þór Þorl. - FSu 104-68 Stigahæstir: Ragnar Örn Bragason 20, Halldór Garðar Hermannsson 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13 – Terrence Motley 15/8 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 11, Jón Jökull Þráinsson 10. Valur - Haukar 81-70 Stigahæstir: Austin Magnus Bracey 33/8 fráköst, Urald King 25/22 fráköst, Benedikt Blöndal 11/7 – Finnur Atli Magnússon 18/5 fráköst/5 varin skot. Í undanúrslitum karla eru: Grindavík, KR, Þór Þ. og Valur. Maltbikar karla, 8 liða úrslit Skallagrímur - KR 78-42 Stigahæstar: Tavelyn Tillman 24, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20, Kristrún Sigurjóns- dóttir 9 – Perla Jóhannsdóttir 14, Ásta Júlía Grímsdóttir 7, Margrét Blöndal 6. Í undanúrslitum kvenna eru: Keflavík, Snæ- fell, Haukar og Skallagrímur. Maltbikar kvenna, 8 liða úrslit 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r14 s p o r t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð ✿ Vítin sem Björgvin páll hefur fengið á sig á HM í Frakklandi Björgvin Páll Gústavsson hefur varið 6 af þeim 11 vítaköstum sem hann hefur reynt við á HM í handbolta í Frakklandi en enginn markvörður á mótinu varði fleiri víti fyrstu fimm daga keppninnar. 3/4 2/4 1/3 HM 2017 - 6 af 11 55% EM 2016 - 3 af 9 33% HM 2015 - 6 af 20 30% EM 2014 - 5af 17 29% HM 2013 -3 af13 23% ÓL 2012 - 4 af 13 31% EM 2012 - 8 af 24 33% HM 2011 - 5 af 20 25% EM 2010 - 3 af 27 11% ÓL 2008 - 3 af 18 17% HanDBoLtI Björgvin Páll gústavs- son hefur farið mjög vel af stað á Hm. Varið eins og berserkur á köfl- um og hjálpað liðinu mikið í erfiðri baráttu. aron rafn leysti Björgvin síðan vel af hólmi í síðasta leik þannig að markvarðaparið er sátt við sína vinnu það sem af er móti. „Tölurnar tala sínu máli. Ég held við séum að fá á okkur 25 mörk að meðaltali í leik. Það er frekar óvenjulegt miðað við íslenska handboltalandsliðið. Við erum að standa góða vörn en erum að fá á okkur mörk úr hraðaupphlaupum út af tæknifeilum í sókninni,“ segir hinn viðkunnanlegi Björgvin Páll er við setjumst niður á hóteli lands- liðsins í metz. Varnarleikurinn frábær „Varnarleikurinn hefur verið frábær og strákarnir eiga hrós skilið fyrir sitt framlag þar. Bjarki kom til að mynda frábærlega inn í leikinn gegn Túnis sem var skemmtilegt. svo var geggjað að sjá aron koma í markið fyrir mig og skila svona góðum leik.“ Það eru engin læti og stress í Björg- vini. Hann er búinn að gera þetta allt saman áður og það leynir sér aldrei hvað hann hefur gaman af því að spila á stórmótum. mark- verðirnir vinna mikið saman milli leikja við að kortleggja andstæð- inga. Það er ekki eitthvað eitt sem þeir hafa áhyggjur af því mörkin koma víða að. „Þetta er búið að vera mjög mis- munandi milli leikja. Ég lenti til að mynda í veseni með örvhentu skyttuna hjá Túnis. Hann hélt þeim inni í leiknum. Það hefur verið eini veiki bletturinn hjá mér í leikjunum hingað til. annars hefur það verið dreift hvaðan mörkin eru að koma. Það er enginn einn stór hausverkur núna,“ segir Björgvin en íslenskir markverðir hafa oft átt í vand- ræðum með að verja úr hornum en það hefur aðeins breyst. Vinna sálfræðistríðið Björgvin hefur verið frábær í víta- köstum á mótinu og er búinn að verja sex víti nú þegar. Það er áhugavert að hann sé að bæta sig í þeim tölfræðiflokki fjórða stór- mótið í röð. „Það er hluti af undirbúningnum að skoða vítaköstin. svo er það geð- veikin á punktinum og að vinna sál- fræðistríðið. Það er alltaf gaman að verja víti en það telur jafn mikið og hinir boltarnir. Það er þó betra fyrir egóið að verja víti og þetta hefur verið að ganga vel hjá mér núna,“ segir Björgvin og brosir nokkuð yfir þessari umræðu. Honum finnst greinilega fátt skemmtilegra en að verja víti og vítaskyttur and- stæðinganna eru klárlega orðnar hræddar við hann. „Ég held að það sé alveg klárt. Það er svo margt við vítaköstin. kannski er maður kaldur en ef maður nær að verja víti þá kviknar aftur á manni. Gott fyrir egóið að verja víti Björgvin Páll Gústavsson er búinn að hræða vítaskyttur andstæðinga Íslands á HM enda hefur hann varið meira en helming vítanna sem hann hefur fengið á sig. Hann er sífellt að bæta sig í þessum tölfræðiflokki. A-riðill HM-dagskráin 13.00 Noregur - Brasilía A-riðill 16.45 Pólland - Japan A-riðill 19.45 Rússland - Frakkland A-riðill 16.45 Slóvenía - Túnis B-riðill 19.45 Ísland - Angóla B-riðill 16.45 Þýskaland - S. Arabía C-riðill 16.45 Katar - Argentína D-riðill Pólland - Rússland 20-24 Stig þjóða: Frakkland 6, Rússland 4, Noregur 4, Brasilía 4, Pólland 0, Japan 0. HM 2017 B-riðill Slóvenía - Makedónía 29-22 Spánn - Angóla 42-22 Stig þjóða: Spánn 6, Slóvenía 6, Makedónía 4, Ísland 1, Túnis 1, Angóla 0. Ungverjaland - Síle 34-29 Króatía - Hv.-Rússland 31-25 Stig þjóða: Króatía 6, Þýskaland 4, Ungverja- land 2, Hvíta-Rúss., 2, Síle 2, Sádi-Arabía 2. Egyptaland - Barein 31-29 Danmörk - Svíþjóð 27-25 Stig þjóða: Danmörk 6, Svíþjóð 4, Egypta- land 4, Katar 2, Barein 0, Argentína 0. D-riðill C-riðill Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is Svo er það geðveikin á punktinum og að vinna sálfræðistríðið. Það er alltaf gaman að verja víti en það telur jafn mikið og hinir boltarnir. Björgvin Páll Gústavsson Björgvin Páll Gústavs- son er núna á sínu tíunda stórmóti með íslenska landsliðinu en hann hefur tekið þátt í fjórum HM, fjórum EM og tvennum Ólympíuleikum. Við erum sáttir við hvernig hefur gengið og við aron ætlum að halda áfram á sömu braut.“ Mæta lakasta liði riðilsins í dag í dag spila strákarnir við angóla sem er klárlega lakasta liðið í riðlinum. Þennan leik á ísland að vinna en það þarf þó vissulega að hafa fyrir því. „Það er á stefnuskránni að verja fleiri bolta þar. Þetta eru leikir sem eru áskorun fyrir markverði. Þetta eru óútreiknanlegir leikmenn. Þeir eru villtir og það er oft erfitt fyrir okkur og leikgreiningin okkar er erfiðari fyrir svona leik. Þeir gera ýmislegt sem manni dettur ekki í hug að þeir geri. Það verður áskorun að verjast þeim,“ segir Björgvin og bætir við að liðið stilli dagskránni upp þannig að þeir séu að keppa í bikarkeppni. Þeir séu staddir í 64-liða úrslitum gegn angóla. „svo förum við í 32-liða úrslit og svo framvegis. Við verðum að vinna þessa leiki og ætlum að gera það. Þá verðum við að vera með hausinn í lagi. mótið er búið að vera lengra en það lítur úr fyrir að vera þar sem leikirnir hafa verið hrikalega erfiðir.“ Varið víti Mark á sig úr víti Varin víti eftir leikjum á HM 2017 ✿ Björgvin páll og víta- markvarslan hans á stór- mótum 2008-2017 46 Björgvin Páll hefur alls varið 46 af 172 vítum sem hann hefur reynt við eða 27 pró- sent víta í boði. SPort 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -4 9 C 8 1 B F 7 -4 8 8 C 1 B F 7 -4 7 5 0 1 B F 7 -4 6 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.