Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 10
LögregLumáL Ein af stóru spurn- ingunum sem lögreglan reynir að fá svör við í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur er hvert ferð hennar var heitið eftir að skemmti- stöðum miðbæjarins var lokað. Í myndbandi sem lögreglan birti í gær sést hvernig Birna gengur upp Laugaveg en hverfur sjónum ein- hvers staðar frá Klapparstíg að Vatnsstíg. Lögregla segir þrjá mögu- leika í stöðunni, að Birna hafi farið inn í húsasund á leiðinni, en þau eru tvö, að Birna hafi farið upp í bíl eða Birna hafi beygt niður Vatnsstíg án þess að hreyfiskynjari á eftirlits- myndavél lögreglunnar hafi numið ferðir hennar. „Ef við berum saman við það hvað fjölskylda hennar segir, að ekki sé líklegt að hún hafi verið að labba heim til sín, þá veltir maður fyrir sér hvert leið hennar getur legið. Var hún að fara eitthvert ákveðið eða búin að mæla sér mót? Þetta er eitt af því sem við erum að reyna að varpa ljósi á,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og sá sem fer fyrir rannsókn á hvarfi Birnu. Yfir hundrað björgunarsveitar- menn leituðu í gær að Birnu án árangurs. Ekkert hefur spurst til ferða Birnu síðan á laugardags- morgun. Á blaðamannafundi í gær sagði lögreglan engar öruggar upp- lýsingar benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Málið er því rannsakað sem mannshvarf. Eins og Fréttablaðið greinir ítar- lega frá í dag má áætla ferðir Birnu út frá því hvernig sími hennar teng- ist símamöstrum í miðbænum. Velt hefur verið upp þeim möguleika að síma Birnu hafi verið stolið en það ekki talið líklegt, bæði vegna þess að sími Birnu virðist fylgja henni upp Laugaveginn, en einnig vegna þess að ekki hefur verið reynt að nota greiðslukort hennar frá því hún notaði þau sjálf í miðbænum, sem bendir til þess að veski Birnu hafi ekki verið stolið. Þá má sjá í myndbandi sem lögregla birti af ferðum Birnu að hún hefur heyrn- artól tengd við tæki í vasa sér sem leiða má líkur að að sé sími hennar. Grímur segir að allt hafi virst eðlilegt þar til Birna hverfur. Meðal annars hafa verið skoðuð mynd- bönd af henni frá skemmtistaðnum Húrra. „Þau samskipti eru ekki á neinn hátt fjandsamleg. Þar er bara fólk að skemmta sér og dansa.“ Ekkert bendir til þess að Birna hafi verið elt upp Laugaveg. Lögreglumenn leituðu í gær- morgun fyrir utan skemmtistað- inn og björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í miðbænum og í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá voru flygildi einnig nýtt til leitar á strand- lengjunni frá Hörpu að Laugarnesi. Í gærmorgun lýsti lögreglan eftir rauðum Kia Rio sem sást á öryggis- myndavél skammt frá þeim stað þar sem síðast sást til Birnu á upptökum úr öryggismyndavél. Bílnúmer öku- tækisins er ógreinanlegt af mynd- unum sem lögregla dreifði sökum lélegra gæða. Lögð er áhersla á að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar í þeirri von að hann reynist mikil- vægt vitni. „Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn. Ég man ekki eftir svona máli þar sem við erum jafn grandalaus um hvað hefur gerst. Það hafa oft orðið manns- hvörf en þá er á einhverju að byggja. Hér er á afar litlu að byggja.“ snaeros@frettabladid.is Vilja inn á Tinder Meðal þess sem lögregla reynir nú er að komast inn á Tinder- og Snapchat-aðgang Birnu til að skoða samskipti hennar þar aðfaranótt laugardagsins. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að lögreglumenn hefðu fengið að skoða Facebook-síðu Birnu og að síðustu samskipti hennar þar hefðu átt sér stað á fimmtudag. „Það er þannig með þessi félög sem eru flest bandarísk að þau hafa stefnu um að hjálpa til þegar um er að ræða týnt fólk. Þá er það stundum þannig að þeir fallast á að gefa upplýsingar,“ segir Grímur Grímsson. Margar ábendingar Lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Birnu. Þeirra á meðal er ábending frá konu sem setti sig í samband við lögreglu í gær og sagði frá árás sem hún varð fyrir ofarlega í Bankastræti aðfaranótt 8. janúar. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún frá því hvernig nokkrir menn réðust að henni þar sem hún var á göngu upp Bankastrætið upp úr klukkan fimm að morgni. Eigin- maður hennar, sem var aðeins ofar í götunni, kom konu sinni til bjargar og lenti í stympingum við mennina. Þá leitaði önnur kona aðstoðar lögreglu vegna gruns um að hafa verið byrlað ólyfjan á skemmtistaðnum Húrra, kvöldið sem Birna hvarf. „Sem betur fer er hægt að halda því fram í þessu tilfelli að þó það sjáist að Birna hafi neytt áfengis þá ber hún sig ekki þannig að henni hafi verið gefið slíkt deyfiefni,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. – snæ Þetta verður ömur- lega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn 16 sek. H v e r f i s g a t a L a u g a r v e g u r Kl ap pa rs tíg ur va tn ss tíg ur fr ak ka st íg ur fr ak ka st íg ur Ba ró ns st íg ur 05.25 Birna sést í myndavél á horni Klapparstígs og Lauga- vegs. síminn er tengdur mastri við Mál og menningu 15–16 sekúndum síðar sést bíllinn í næstu myndavél um 05.25 rauður fólksbíll sést í mynd keyra vestur Laugaveg. sími Birnu tengist mastri á horni Lauga- vegs og Barónsstígs sími Birnu tengist mastri við Lindargötu, enn á gönguhraða. 05.50 er slökkt á síma Birnu þar sem hann er tengdur mastri við flatahraun í Hafnarfirði. Lindargata Þremur til fjórum mín- útum síðar tengist sími Birnu mastri í Laugarnesi og er kominn á ökuhraða. La ug arn es 1 2 3 4 5 6 ✿ mikilvægar upplýsingar að finna í fjarskiptagögnum 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j u D a g u r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a Ð I Ð Móðir Birnu, sigurlaug Hreinsdóttir, tjáði sig að loknum blaðamannafundi með lögreglu. Hún segir dóttur sína káta og lífs- glaða stúlku sem lét alltaf vita af sér. Hún geti ekki gert sér í hugarlund að einhver hafi viljað vinna henni mein. fréttaBLaðið/anton BrinK Alvarlegt hve langur tími er liðinn Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að öll samskipti Birnu Brjánsdóttur á skemmtistaðnum Húrra hafi virst eðlileg. Lögregla hefur nánast útilokað að Birna hafi verið elt upp Laugaveg. Sextán sekúndur liðu þar sem rauði Kia bíllinn var ekki í mynd. 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -3 A F 8 1 B F 7 -3 9 B C 1 B F 7 -3 8 8 0 1 B F 7 -3 7 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.