Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 18
 Sjúklingum sem fóru í hálskirtla- töku batnaði marktækt meira en þeim sjúklingum sem ekki fóru í aðgerð. Batinn hélst líka í þessi tvö ár sem við fylgdum sjúklingunum eftir. Háls- kirtlatökuhópurinn greindi auk þess frá auknum lífsgæðum og minni streitu tengdri psoriasis eftir aðgerðina. Ragna Hlín Þorleifsdóttir Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 sólveig gísladóttir solveig@365.is ragna Hlín Þorleifsdóttir. Ragna Hlín varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við Háskóla Íslands í lok síðasta árs. Ritgerð- in ber heitið: Áhrif hálskirtlatöku á skellusóra – Klínísk, sálfélags- leg og ónæmisfræðileg rannsókn. „Þegar ég var deildarlæknir á húðsjúkdómadeild Landspítal- ans var mér boðið að taka þátt í rannsókn sem var samstarfsverk- efni milli ónæmisfræðideildar og húðdeildar. Ég hafði þá þegar sem læknanemi verið viðriðin rann- sóknir á ónæmisfræðideildinni í samstarfi við Helga Valdimars- son lækni og þáverandi prófess- or deildarinnar. Helgi hafði rann- sakað psoriasis í mörg ár, eink- um hvort ákveðnar truflanir á starfsemi ónæmiskerfisins gætu valdið sjúkdómnum. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég komin í doktorsnám meðfram sérnámi í húðsjúkdómum,“ segir Ragna Hlín. Hún segir psoriasis algengan húðsjúkdóm sem hrjái um það bil 7.000 til 10.000 Ís- lendinga. „Það hefur lengi verið vitað að margir umhverfisþættir geta haft áhrif á tilurð eða versn- un sjúkdómsins, meðal annars streptókokkahálsbólga. Í raun er ekki enn þá vitað með vissu hvernig samspil streptókokka og ónæmiskerfisins getur valdið og haft áhrif á psoriasis en nokkrar rannsóknir hafa gegnum tíðina lýst bata psoriasis-sjúklinga eftir hálskirtlatöku. Hins vegar hafði vel skipulögð framskyggn rann- sókn með viðmiðunarhóp aldrei verið framkvæmd og okkur þótti því tími til kominn að gera slíka rannsókn.“ Þrískipt rannsókn Rannsókninni var skipt upp í nokkra þætti. Í fyrsta lagi var gerð framskyggn saman burðar- rannsókn þar sem sjúklingum með psoriasis og sögu um versnanir í tengslum við hálsbólgu var slemb- iraðað annars vegar í hóp sem fór í hálskirtlatöku og hins vegar í viðmiðunarhóp. Hópunum var fylgt eftir í tvö ár og bornir saman ýmsir þættir. Til dæmis útbreiðsla psoriasis-útbrota, breyting á lífs- gæðum og tíðni ákveðinna húðsæk- inna eitilfruma sem virkjast bæði af ákveðnum próteinum streptó- kokka (M-próteinum) og keratínum sem eru aðalstoðefni fruma í yfir- húð, svokallaðar M/K-eitilfrumur. „Í öðru lagi greindum við hvort sjúklingar okkar báru einn mikil- vægasta erfðaþátt psoriasis sem kallast HLA-Cw6 en þessi erfða- þáttur eykur verulega líkur á því að fá sjúkdóminn og er oftar tengd- ur við versnanir vegna streptó- kokkahálsbólgu,“ lýsir Ragna Hlín. Í þriðja lagi vildu rannsakendur vita hversu stórt hlutfall af íslensk- um sjúklingum með psoriasis finn- ur fyrir versnun á húðeinkennum í tengslum við hálsbólgur. „Í því skyni hönnuðum við spurningalista sem var lagður fyrir sjúklinga sem leituðu til Húðlæknastöðvarinnar á Smáratorgi, Bláa lónsins og göngu- deildar húðdeildar Landspítalans.“ Meiri bati við hálskirtla- töku En hverjar eru niðurstöðurnar? Í stuttu máli má segja að sjúkling- um sem fóru í hálskirtlatöku batn- aði marktækt meira en þeim sjúkl- ingum sem ekki fóru í aðgerð. Bat- inn hélst líka í þessi tvö ár sem við fylgdum sjúklingunum eftir. Hálskirtlatökuhópurinn greindi auk þess frá auknum lífsgæðum og minni streitu tengdri psoriasis eftir aðgerðina. Samfara klínísk- um bata fundum við að M/K-eitil- frumum fækkaði verulega í blóði þeirra sjúklinga sem fengu bata en hins vegar ekkert hjá þeim sem engan bata fengu. Þessar frum- ur voru til staðar í ríkum mæli í þeim hálskirtlum sem fjarlægðir voru og þær liggja því undir grun um að vera sökudólgar í sjúkdómn- um,“ upplýsir Ragna Hlín. Aðrar áhugaverðar niðurstöður hafi verið að sjúklingar sem voru arfhreinir fyrir HLA-erfðaþættinum fengu marktækt meiri bata og voru nán- ast lausir við útbrotin eftir brott- nám hálskirtlanna en þessir sjúkl- ingar voru einnig mun viðkvæmari fyrir streptókokkahálsbólgu. „Að lokum fundum við að u.þ.b. 40% af íslenskum sjúklingum með psorias- is telja húðeinkenni sín versna við hálsbólgu.“ tileFni til Fleiri rannsókna Var eitthvað sem kom á óvart? „Já, kannski fyrst og fremst hversu mikinn bata arfhreinir HLA-Cw6 psoriasis-sjúklingar fengu. Við áttum ekki von á að þessir sjúkl- ingar yrðu svo til lausir við húð- einkenni sín eftir hálskirtlatök- una og kom þetta því skemmtilega á óvart og gefur tilefni til frekari rannsókna,“ svarar Ragna Hlín en henni kom einnig á óvart hversu stórt hlutfall íslenskra sjúklinga með psoriasis finnur fyrir versnun á húðútbrotum í tengslum við háls- bólgu en rannsóknir á þessu sviði í öðrum löndum hafi sýnt lægri tíðni. „Ég verð einnig að nefna hversu gefandi það var að fá að fylgja eftir og kynnast sjúklingunum sem tóku þátt í rannsókninni minni. Þar sem rannsóknin stóð yfir í tvö ár, var ég í miklum samskiptum við alla þátt- takendur, með reglulegum viðtöl- um, símtölum og gegnum tölvupóst og náði þar af leiðandi að kynnast mörgum þeirra vel.“ vinnur áFraM Með psoriasis- sjúklinguM Ragna Hlín starfar sem húð- og kynsjúkdómalæknir á húðdeild- inni á Háskólasjúkrahúsinu í Upp- sölum í Svíþjóð. Hún mun áfram vinna að málefnum tengdum psori- asis. „Ég hef umsjón með psorias- is-sjúklingum sem koma til okkar á húðdeildina í Uppsölum og ég hef meðal annars komið á laggirn- ar sérstakri móttöku hjúkrunar- fræðinga fyrir psoriasis-sjúklinga sem þurfa að vera undir nánu eft- irliti vegna psoriasis-lyfjameðferð- ar. Ég er auk þess að fara að taka þátt í stórri rannsókn um áhrif þess að hefja meðferð með líftæknilyfj- um stuttu eftir að fólk greinist með psoriasis til að kanna hvort þessi lyf geti haft áhrif á framvindu sjúk- dómsins. Samkvæmt verklagsferl- um er meðferð með líftæknilyfj- um yfirleitt síðasti valmöguleiki ef meðferð með kremum, ljós- um eða töflum hafa ekki virkað. Hins vegar hafa líftæknilyf sýnt og sannað áhrif sín í fjöldamörg- um rannsóknum og rannsóknir á öðrum sjálfsofnæmis sjúkdómum hafa sýnt að hægt sé að hafa veru- leg áhrif á framvindu og alvarleika sjúkdóma með því að nota öflug lyf fljótlega eftir greiningu.“ Ragna Hlín á jafnframt eftir að hnýta nokkra lausa enda úr ofan- greindri doktorsrannsókn, meðal annars að taka saman fimm ára eftirfylgni sjúklinga eftir háls- kirtlatöku og rannsaka betur hvaða undirhópur psoriasis-sjúkl- inga gæti mögulega nýtt sér háls- kirtlatöku sem meðferðarúrræði þar sem aðgerðin gagnast ekki öllum sjúklingum. „Að auki lang- ar okkur til að rannsaka nánar - M/K-eitilfrumurnar og athuga hvort þær séu til staðar í húð- skellum psoriasis-sjúklinga. Það er því aldrei að vita hvenær við fjöl- skyldan flytjum alkomin heim til Íslands.“ hálskirtlataka virðist draga úr einkennuM psoriasis Sjúklingar með skellu-psoriasis (skellusóra) fá töluverðan bata og greina frá auknum lífsgæðum og minni streitu eftir hálskirtlatöku. Þetta kemur fram í doktorsritgerð rögnu Hlínar Þorleifsdóttur sem hún varði á dögunum. Psoriasis er algengur húðsjúkdómur sem hrjáir um það bil sjö til tíu þúsund Íslendinga. nordicPHotos/getty SÍÐUSTU DAGAR RÝMINGARSÖLUNNAR 50 -70% afsláttur VERSLUNIN FLYTUR 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -5 8 9 8 1 B F 7 -5 7 5 C 1 B F 7 -5 6 2 0 1 B F 7 -5 4 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.