Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 20
Ef við værum ekki að spá í afleiðing- arnar þá værum við eflaust að borða nammi alla daga því nammi er gott. Í okkar lífsstíl er ekki pláss fyrir nammi og myndum við ekki ná okkar markmiðum ef það væri nammi á boðstólum alla daga. Hrönn og Hafdís Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Þær Hrönn og Hafdís hafa báðar verið í einhvers konar íþróttum alla tíð en keppa báðar í fitness í dag. Hrönn byrjaði að lyfta árið 2005 og Hafdís 2007, eftir það hafa tekið við daglegar æfingar í lyftingasalnum. MYND/ANTON BRINK Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Hrönn Sigurðardóttir eiga sam- eiginlegt áhugamál sem er hreyf- ing, en þær hafa hvor um sig unnið nokkra Íslands- og bikar- meistaratitla í fitness. Aðspurð- ar um á hvað þær leggi mesta áherslu þegar kemur að heil- brigði eru þær sammála um að mataræði sé númer eitt, tvö og þrjú og svo komi skemmtileg hreyfing á eftir því. Þær hafa alltaf verið í einhvers konar íþróttum en Hrönn byrjaði að lyfta árið 2005 og Hafdís 2007, eftir það hafa tekið við daglegar æfingar í lyftingasalnum. Hvað fáið þið ykkur í morgun­ mat? Við erum frekar vanafastar á morgnana og alla morgna fáum við okkur hafragraut og Syntha 6 Salted Caramel prótein út á frá perform.is. Það er eins og veisla í munni! Uppáhaldsæfingin? Okkur þykir mjög gaman að æfa og finnst mjög erfitt að velja eina uppáhalds enda með frábæran þjálfara fyrir mót, hann Konna Iceland fitness, sem gerir þær spennandi og öðruvísi. En fótaæfingar og axlir eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. Hvernig er dæmigerður dagur? Þeir eru mjög misjafnir hjá okkur. Það er einhvern veginn alltaf brjálað að gera og finnst okkur það best þannig. Við æfum alla daga og getum ráðið því svo- lítið hvenær þar, sem við vinnum báðar sjálfstætt. Svo rekum við báðar heimili og það er í nógu að snúast sem tengist því. Hvað finnst ykkur gott að fá í kvöldmat? Kjúklingur, sætar og steikt grænmeti er alltaf vinsælt og svo lax úr Fiskbúðinni Hafinu er eitthvað sem við elskum að borða. Hvað er best í millimál? Egg og möndlur en líka bananar og grísk jógúrt. Heimatilbúið túnfisksalat er líka æði og inniheldur einstak- lega lítið annað en hollustu eins og við gerum það. Hvað fáið þið ykkur þegar þið gerið vel við ykkur? Hafdís: Ég elska hnetusmjör svo ég á það til að detta ofan í dolluna og svo elska ég sushi. Hrönn: Góða steik og sósu, takk! Annað þarf ég ekki enda elska ég gott kjöt. Ekki skemmir fyrir að fá mjúka súkkulaðiköku eða ís í desert. Eru þið morgunhanar eða finnst ykkur gott að sofa út? Hér erum við svart og hvítt. Hafdís: Ég er mikill morgun- hani enda byrja ég að æfa klukk- an sex alla morgna og reyni oft- ast að vera sofnuð fyrir klukkan tíu öll kvöld. Hrönn: Ég held ég sé nátthrafn ef það ætti að kalla mig eitthvað enda hressust á kvöldin og nótt- unni. Annars sef ég eflaust of lítið yfirhöfuð því það þarf jú að koma öllum á sinn stað fyrir klukkan átta. En ég kýs frekar að vinna fram á nótt í friði og sofa aðeins lengur ef mögulegt er. Drekkið þið kaffi eða koffín­ drykki? Við drekkum ekki kaffi en við fáum okkur reglulega amino þegar við þurfum að rífa upp orkuna! Eru þið nammigrísir? Sko, ef við værum ekkert að spá í afleið- ingarnar þá værum við eflaust að borða nammi alla daga því nammi er gott. Í okkar lífsstíl er ekki pláss fyrir nammi og við myndum ekki ná okkar mark- miðum ef það væri nammi á boðstólum alla daga. Hins vegar finnst okkur gott að fá okkur eitthvað sætt á laugardögum og höfum við alltaf haft þá reglu. Það gengur bara vel og engar kvartanir yfir því. Hvernig er dæmigerð helgi hjá ykkur? Hrönn: Við fjölskyldan gerum laugardagana alltaf spes og skemmtilega til að brjóta upp vikuna. Þá eru fáar reglur um nammi og förum við og veljum eitthvað dásamlegt í poka og nauðsynlegt að fá sér borgara eða pitsu á Íslensku flatbökunni og helst taka ísrúnt um kvöldið. Ég æfi alltaf um helgar og finnst það alveg nauðsynlegt og því eru helgarnar hjá mér eins og venju- legir dagar enda líður mér best í rútínunni. Hafdís: Ég byrja oftast daginn á að kenna spinning, fer svo heim að vekja kallinn og pjakkana mína. Þá taka við fótboltaæfing- ar og alls konar sprell. Við reyn- um að vera mjög aktíf um helgar og finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að bralla. Á kvöld- in er svo oftast pöntuð pitsa frá Flatbökunni enda einu pitsurnar sem fara ekki illa í magann. önnUr morgUnHani og Hin náttHrafn Íþróttakonurnar Hafdís Björg og Hrönn æfa alla daga en þær eiga erfitt með að velja eina uppáhaldsæfingu. Dagarnir þeirra eru misjafnir en það er alltaf nóg að gera hjá þeim, bæði virka daga og um helgar. 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% Allt sem þú þarft ... *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -4 4 D 8 1 B F 7 -4 3 9 C 1 B F 7 -4 2 6 0 1 B F 7 -4 1 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.