Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.01.2017, Blaðsíða 23
KÖNNUN Á ÁFORMUM MARKAÐSAÐILA VARÐANDI UPPBYGGINGU FJARSKIPTAINNVIÐA Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Borgarbyggð, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili með heilsársbúsetu í sveitarfélag- inu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í Borgarbyggð, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi. Auglýst er eftir: A. Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu í hluta til eða í öllu sveitarfélaginu Borgarbyggð á næstu þremur árum á markaðslegum forsendum. B. Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar. C. Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða í Borgar- byggð sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi og bjóðist öllum sem sýna uppbyggingu áhuga á jafnræðisgrundvelli. D. Upplýsingum um tengistaði (t.d heimili og fyrirtæki) þar sem fjarskiptafélag býður í dag þráðbundið a.m.k. 100Mb/s opið aðgangkerfi fjarskipta innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Áhugasamir skulu senda tilkynningu á netfangið gudmundur@ snerra.com fyrir kl. 12:00 þann 25. janúar 2017. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið: gudmundur@snerra.com Listasafn Reykjavíkur Tæknifólk Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir tæknikonum/tæknikörlum sem jafnframt hafa umsjón með safnhúsum í tvær 60% stöður. Unnið er á vöktum í sex daga og frí í átta daga. Leitað er að lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstaklingum sem vilja starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi þar sem bæði þarf að hafa eftirlit með húsnæði, stilla, tengja og bera húsgögn. Jafnframt því að hafa eftirlit með orku- og öryggiskerfum. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða. Með umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Friðbertsdóttir í síma 411-6400 eða með því að senda fyrirspurnir á anna.fridbertsdottir@reykjavik.is. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 30.1.2017 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni Helstu viðfangsefni: - Umsjón með tækni á fjölbreyttum viðburðum, undirbúningur þeirra og frágangur vegna viðburða í safnhúsunum - Almenn húsvarsla í þremur safnhúsum - Eftirlit með orku- og öryggiskerfum - Minniháttar viðgerðir og viðhald, innandyra sem utan - Eftirlit með útilistaverkum Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum með tækni- og/eða iðnmennt- un sem nýtist í starfi eða með aðra menntun á starfssviði safnsins. Reynslu af störfum sem tengjast viðburðum og tæknimálum þeim tengdum þar á meðal hljóð, ljós og mynd. Tæknileg færni og kunnátta í meðferð tækja og tóla. Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar. Reynsla af viðhaldi, umsjón, eftirliti og rekstri fasteigna. Sjálfstæði, útsjónarsemi og góð þjónustulund. Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Góð ensku- og tölvukunnátta. Loftræsti- samstæður PlötuvifturÞakblásararRöravifturBaðviftur Centrifugal Stokkaviftur Innbyggð hljóðgildra S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Úrvalið er hjá okkur! viftur ∑ blásarar ∑ stýringar ∑ blikk viftur.is -andaðu léttar Grindarviftur Iðnaðar- blásarar íshúsið 7 | SMÁAUGLÝSINGAR | 1 7 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F 7 -5 8 9 8 1 B F 7 -5 7 5 C 1 B F 7 -5 6 2 0 1 B F 7 -5 4 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.