Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreidsla, ritstjórn og auglýsingar: FRETTIR Vallargötu 15, Keflavík, símar 421 4717 og 421 5717 fax 421 12777 • Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Páll Ketilsson, heimas: 421 3707 og GSM 893 3717 Bíll: 853 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, heimas: 422 7064 Bíll: 854 2917 • Auglýsingadeild: Inga Brynja Magnúsdóttir • Bladamadur: Dagný Gísladóttir, heimas: 421 1404 • Afgreidsla: Stefanía Jónsdóttir og Aldís Jónsdóttir • Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Sudurnes. • Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna á Sudurnesjum. • Fréttaþjónusta fyrir Dag-Tímann á Sudurnesjum. Eftirprentun, hljódritun, notkun Ijósmynda og annad er óheimilt, nema heimildar sé getid. • Útlit, auglýsingahönnun, litgreining og umbrot: Víkurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., Grófin 13c Keflavik, sími 421 4388 Stafræn útgáfa Víkurfrétta: http://www.ok.is/vikurfr __________Netfang/rafpóstur: vikurfr(a)ok. is____________ L E I Ð A R I N N Hvalareki Það er óhætt að segja að hvalaheimsókn til Sandgerð- is í síðustu viku hafi verið sannkallaður hvalreki á fjörur fréttamnnna og bæjarbúa sem fylgdust spennt- ir með framgangi mála. Endinn þekkja flestir. Sand- reyðurin dó á Eyrinni fyrir framan hafnarkjaftinn og kjötið af dýrinu endaði síðan í sölu á fiskmarkaði þó ekki sé séð fyrir endann á því. Heilbrigðiseftirlitið komst að sjálfsögðu með puttana í málið og segir kjöt- ið geta verið sýkt. Hverju sem því líður þá vakti áhugi almennings á málinu mikla athygli og vekur jafn- framt upp þá spurningu hvort við Islendingar getum ekki haft meira upp úr því að sýna þessar fallegu skepnur heldur en að veiða þær. Um níu þúsund manns fóru í hvalaskoðunarferðir hér á landi í sumar, flestir frá Húsavík. Enn og aftur ber að sama brunni gagnvart okkur Suðurnesjamönnum því flestir hvala- áhugamenn eru útlendingar, fólk í Islandsheimsókn- um og í sumum tilfellum gagngert til að skoða lifandi hvali á hafi úti. Ætti ekki að vera auðvelt fyrir for- ystumenn í ferðamálum hér að beina fleirum hingað en þeim nokkru hundruðum sem fóru með Ólafi Björnssyni og Helgu Ingimundardóttur út í Garð- sjóinn og að Eldey í sumar. Ólafur hefur sagt að alltaf væri hvali, höfrunga sem stærri skepnur, að sjá og þyrfti ekki að fara langt til þess. Það er því Ijóst að Suðurnesjamenn ættu að geta náð sér í stærri sneið af hvalaheimsóknakökunni. Fótbolti Það hefur áður verið fjallað um aðstöðu ýmissa hópa í Reykjanesbæ, einu stærsta bæjarfélagi landsins. Knattspyrnumenn bæjarfélagsins sem berjast nú fyr- ir sæti sínu í fyrstu deild eru ekki öfundsverðir í þeirri haráttu. Aðstaða sem þeir liafa til æfinga er nánast engin og það hlýtur að vekja furðu að ekkert hafi gerst í þeim málum á undanförnum árum. A meðan mörg smærri bæjar- og sveitarfélög hafa komið upp góðri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er slíku ekki að fagna í Reykjanesbæ. Það er ljóst að skilningur gagn- vart þessari vinsælustu íþrótt landsins mætti vera mun meiri. En það eru fleiri aðilar sem kvarta því leikfélagsfólk í bæjarfélaginu hefur einnig verið í vandræðum með æfingaaðstöðu. Bæjaryfirvöld hafa staðið sig vel í mörgum málum, t.d. með stærri þjón- ustu- og framkvæmdasamningum við íþróttafélög á svæðinu og vel hefur verið tekið á leikskólamálum. Vonandi fá knattspyrnumenn sín mál leyst næst sem og leikfélagsfólk svo við fáum revíur reglulega á fjal- irnar og ekki er hægt að hugsa sér Keflavíkurliðið í annarri deild. Páll Ketilsson. iGrafískir hönnudir og vinnufélagar ÖlmuDísar hjá Quark Inc. Frá vinstri í efri röð: Wesley, AlmaDís, Ana og Debra. Neðri röð f.v.: Jenna, Justin, Hugh og Jerry. Alma Dís Kristinsdóttir fær útrás fyrir sköpunarþörf sína í Bandaríkjunum. Við nýttum okkur nýjustu tölvutækni við viðtalið: Keflvískup hönnuðun hjá einu þekktasta tölvufypiptæki heims Hiín starfar sem grafískur hönnuður í Bandaríkjunum og sendi starfsumsóknina í pela. Maður hennar býr til snjó undir klettafjöllum ogAlma Dís Kristinsdóttir segir að hún verði alltafþekkt sem dóttir hans Kidda í Drop- aniiin. DAGNÝ GÍSLADÓTTIR heyrði í henni hljóðið í gegiium Internetið, myndsendi og hraðsendingar DHL. Allt ói gervihnattaöld... Alma Dís Kristinsdóttir starf- ar sem grafískur hönnuður hjá Quarc, Inc í Denver Colorado þar sem hún býr ásamt eigin- manni sínum Gumma Karli og syni þeirra, Sindra Þór sem nú er 16 mánaða. Þau fluttust þangað vestur eftir nám þar sem Gumma Karli bauðst að setja á stofn útibú fyrir sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í snjóframleiðlslu. Þar sem Denver er alveg við rætur Klettafjallanna er staðsetning- in frábær fyrir þennan at- vinnurekstur. Þegar fólk spyr ♦ Þetta er vinnuaðstaðan sem AlmaDís hefur hjá Quark Inc. íslenski fáninn uppi á vegg og myndir að heiman. Ölmu Dís að því hvað maður hennar geri svarar hún því yf- irleitt, „Hann býr til snjó“. Starf hans felur í sér mikil ferðalög á milli skíðasvæða innan Bandaifkjanna og einn- ig til annann landa. „Hann fór t.d. til Ástralíu og Nýja Sjá- lands um daginn og er þetta álíka því að vera gift sjó- rnanni", segir Alma Dís. Utskrifaðist með liœstu einkunn Alma Dís lauk „Bachelor of Fine Arts" gráðu í grafískri hönnun frá Massachusetts College of Art í Boston sem er þekktur listaháskóli á aust- urströnd Bandainkjanna. „Þar kynntist ég mjög hæfi- leikaríku fólki í flestum list- greinum og vann með fólki sem var margverðlaunað á sfnum sviðum og kenndi sér til gamans. Það var til mikils ætlast af manni í Mass Art og fólk lagði gífurlega hart að sér. Var ekki óalgengt að mað- ur væri í skólanum allan sól- arhringinn á álagstímum. Mér gekk mjög vel í náminu og út- skrifaðist með „honors" eins og það kallast hér eða með hæstu einkunn". 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.