Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 13
Það getur verió skemmtilegt að Ijá bréfaskriftunum vissan glæsileik með því að nota innsigli. Nú fástí bókabúðinni úrval inn- sigla og erhægtað velja á milli innsigla með upphafsstöfum eða skrautmynstri. Vaxið fylgir með og er einfald- lega kveikt á því eins og kerti og það látið drjúpa yfir umslagið. Síðan er innsiglinu þrýst í vaxið og bréfið er tilbúið í póst. ♦ Ýmsar skreytingar eru á innsiglun- um og má nefna bangsa, klukkur, blóm og stjörnur. Einnig er hægt að fá uppliafsstafinn sinn. Bæjarstjórn Sandgerðis fór í skemmtiferð til ísafjarðarbæjar um síðustu helgi og tók þar þátt í GJUGG í BÆ. Víkurfréttir áttu útsendara á staðnum sem var Ijósmyndari Bæjarins besta, vikublaðs á Vestfjörðum. Hann tók meðfylgjandi mynd af bæjarstjórnarfólki úr Sandgerði ásamt mökum og bæjar- stjórn ísafjarðarbæjar áður en lialdið var til kvöldverðar á ísafirði. VF-mynd: Bæjarins besta, ísafirði Fiðrildi sem gengur undir nafninu Aðmíráll kom í heimsókn til okkar á Víkurfréttum í síðustu viku. Fiðrildið kom með heitum sunnanvindum til landsins alla leið frá Afríku. Fiðrildisins varð fyrst vart í Ijósakrónu við Greniteig en var síðan til skrauts á skrifstofu blaðsins. Þá var myndin tekin af þessum heiinshornaflakkara... ♦ Aðmírállinn sem heimsótti ritstjórn Víkurfrétta í síðustu viku. VF-mynd:hbb 12" PIZZA m/ tveimur áleggstegundum kr. 650.- Frí heimsending! LANGBEST • SÍMI4214777 Af aögerðaleysi meirihlutans í málefnum Vesturbrautar 17 Það er nú einu sinni þannig að þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mætast í samstarfi, hvort sem heldur er í sveita- eða ríkisstjórn, þá er ekki að sökum að spyrja, að það er eins og það skelli á pólitískt alkul. Stöðnunin er slík, að í staðinn fyrir að ganga fram á veginn, þá mætti betur segja að þetta tvíeyki hlaupi hann afturábak. Gott dænti um aðgerðarleysi og óábyrgar skammtímalaus- nir meirihlutans er málefni húsnæðisins við Vesturbraut 17. betur þekkt sem Þotan. Frá því að fyrirtækið Annir sf. lagði upp laupana fyrir tæpum tveimur árum, þá hefur húsnæði þetta staðið að mestu tómt. Það var þó í vor, sem hluti þess, eldhúsið, var leigður Axeli Jónssyni í Matarlyst og stendur sá samn- ingur til áramóta. Samkvæmt samningi þessum er þessi hluti hússins leigður fyrirtæk- inu til áramóta og hefur hluti leigunnar runnið í endurbætur á húsnæðinu. Þrátt fyrir það að það sé gott mál að sjá aukin umsvif fyrirtækis eins og Matarlystar hér í bæjar- félaginu, þá er þetta langt ffá því að kallast einhver fram- tíðarlausn í málefnum húss- ins. Það gefur auga leið að ef/þegar endanleg ákvörðun um afdrif hússins verður tekin er það allt eins líklegt að fyrmefndar breytingar séu til einskis nýttar og því aðeins enn einn útgjaldaliður fyrir bæjarsjóð. Eins og staðan er í dag er hús þetta einungis fjárhagsleg byrði á bæjarfélaginu og þrátt fyrir ítrekaðar kröfur frá bæjarfulltrúum minnihlutans og hinum ýmsu nefndum innan bæjarins t.a.m. tóm- stundaráði, þar sem undirrit- aður situr. I vetur komu bæjarfúlltrúar Alþýðuflokksins með þá tillögu að húsið yrði selt, það var felit. Tómstundaráð hefur haft uppi hugmyndir um að í húsinu yrði rekin félags- miðstöð fyrir unglinga sem og alla aðra klúbba- og félagastarfsemi, en einhven'a hluta vegna hafa allar tillögur þess efnis verið þaggaðar niður af bæjarstjóra einhverra hluta vegna. Það er einkenni- legt í ljósi þess að í síðustu bæjarstjórnarkosningunum var félagsheimilið Z-ann, Hafnargötu 30, sem opnuð var rétt á undan, ein mesta skrautfjöður sjálfstæðis- flokksins í kosningabarátt- unni. Það var þó ekki að sökum að spyrja að innan eins árs var félagsheimilinu lokað án þess að starfmu yrði haldið áfram. Sú kyrrstaða, sem einnkennir þetta mál er meirihlutanum í Reykjanesbæ til háborinnar skammar. Að auki er sú óvissa sem íbúar í nágrenni við Vesturbraut 17. búa við, hrein og bein móðgun við þá. En það er eins og fyrr segir, að þegar þessi tvö stjórn- málaöfl taka höndum saman, er eins og að það skelli á póli- tísk fsöld. Gestur Páll Revnisson. Höfundur stundar nám við Háskóla Islands. VESTURBRAUT17 MATAR.l/sT _______...... iiiiiinai.ijirwn KEFLAVIK SÍMI421 4797 v__________________________________v MlWgfcM TAXI SENDIBÍLAR 4211515 ÓRVALI - MUItlD Hfig^ BILAKRINGLAN GRÓFiNNI 7-8 KEFLAVÍK SÍMI 421 4242 Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.