Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.09.1996, Blaðsíða 7
Varð mainma og lítskrifaðist í sömu vikuiiiii Nú hefur þú nýlega eignast dreng, var það ekkert erfitt samhliða námi og atvinnuleit? „Sindri Þór kom í heiminn að- eins tveimur dögum eftir að ég fór í Iokapróf í maí í fyiTa. Þetta var vissulega ekki mjög hentug tímasetning að ætla sér að verða mamma og útskrifast í sömu vikunni en þetta bjatg- aðist nú allt saman. Svona eft- ir á að hyggja held ég að það hafi kennt mér að setja hlutina í forgangsröð. Eg áttaði mig á því hvað er mikilvægt í lífinu og ákvað að nýta tfmann bet- ur. Að eignast heilbrigt barn var besta útskriftargjöf sem hugsast gat. Hvað dró þig til Bandaríkj- anna? „Ég var svo heppin að fá námslán áður en allur niður- skurðurinn varð hjá LIN á sín- um tíma. Bandaríkjamenn em rosalega góðir í að sérhæfa sig í einu og öllu og taldi ég það vera kost í mínu tilfelli þar sem ég hafði engan sértakan áhuga á að fara að læra aug- lýsingahönnun. Heima er þetta allt undir sama hatti þ.e. auglýsingahönnun, grafísk hönnun, myndskreyting og jafnvel markaðsráðgjöf. Mig Iangaði til þess að kynnast grafískri hönnun einni og sér og sjá hvemig mér líkaði". Alma Dís vissi alltaf innst inni að hún þyrfti að vinna við eitt- hvað skapandi. Þegar hún var yngri tók hún sköpunargleð- ina út í saumaskap, „Þó að mamma hafi nú yfirleitt hjálp- að mér mikið". Þegar hún var við nám í Verslunarskólanum fór hún beint í listafélagið og leið henni best þar. Það átti ekki við hana að vera í hag- fræði og bókfærslu alla daga. Þegar hún dvaldi sem skiptinemi í Bandarfkjunum var óspart ýtt undir listahlið- ina hjá henni og eftir stúdents- próf ákvað hún að drífa sig til Bandaríkjanna. „Ég var nú aðallega að elta manninn ntinn í fyrstu en ákvað svo að skella mér í nám þar úti. Ég held að grafísk hönnun hafi átt svona vel við mig vegna þess að það var nógu praktískt. I grafískri hönnun gengur allt út á að vera með góðar hugmyndir í kollinum og að koma þeirri hugmynd til skila á áhrifamik- inn hátt. Megnið af hönnun í dag er unnin á tölvur en það er rosalega mikilvægt að átta sig á þvf að tölvan er bara tæki til þess að koma hug- myndum á framfæri. Þó að maður sé klár á tölvur er ekki sjálfgefið að maður sé góður hönnuður". Hsachusetts College ot Art, Boston, ♦ Verkefnid sem AlmaDís vann fyrir bladið PRINT og getið er um í viðtalinu. Hringur er dreginn utan um þann hluta sem Alma Dís vann. Að ofan eru höfuðstöðvar Quark Inc. ♦ Fjölskyldan eftir langan og strangan dag uppí fjöllum. Vanii verkefni í grafíska tímaritinu PRINT Er eitthvað sem kom þér á óvart við þetta fag? „Já, hversu skemmtilegt þetta er. Fyrsta árið eða svo fannst mér ég alltaf vera að svíkjast undan með því að vinna ein- hver verkefni því að ég hafði svo gaman af þessu. Það sem heillar mig mest er fjölbreyti- leikinn. Einn daginn getur þú verið beðinn um að hanna merki, matseðla og skilti fyrir kaffihús og eftir nokkra mán- uði er maður á kafi í einhven i árskýrslu fyrir tölvufyrirtæki", segir Alma Dís. Skóli Ölmu Dísar var valinn sem einn af 20 listaháskólum af grafíska tímaritinu PRINT í umljöllun um framtíð mennt- unar í grafískri hönnun. „Við vorum níu sem fengum að taka þátt í að setja saman þessa blaðsíðu. Ég fékk orðið sambönd eða „relationships" og fannst viðeigandi að nota hluta af lokaverkefninu mínu um minni þar sem ég gerði könnun á því hvernig minni virkar frá taugafræðilegu sjónarhorni og svo aftur hvernig minningar og teng- ingar við fortíðina hafa áhrif á einstaklinginn sem persónu. Þetta hljómar mun flóknara en það var", bætir Alma Dís við. Flöskuskeyti í pela Eftir að námi lauk tók við móðurhlutverkið. Alma Dís var heima með Sindra Þór í 10 mánuði en fór þá að leita sér að vinnu. „Mér leið eiginlega eins og ég væri föst á eyðieyju þar sem við þekktum ekki nokkurn ntann hér f Denver fyrst þegar við fluttumst hingað og tók það nokkum tíma fyrir mig að kanna hvernig landið lá. Það er venja að senda út svokallað „resumé" sem er yfirlit yfir menntun og reynslu. Með þessu þykir við hæfi að senda bréf og hreinleg grátbiðja við- komandi hönnunarstofu um að kíkja á möppuna hjá manni. Ég var orðin svo pirr- uð á að reyna að klambra saman þessum formlegu bréf- um að ég ákvað að senda út flöskuskeyti í pela. Þetta átti nokkuð vel við um mína að- ♦ Útskrift frá Massachusetts College of Art í Boston. Myndin er tekin í maí 1995 og þá er Sindri Þór rúmlega vikugamall. stöðu þar sem ég var heima- vinnandi húsmóðir og sonur minn kóngur f ríki sínu. Ég sendi út eina átta pela og fékk mjög góðar undirtektir hjá flestum. Auðvitað var viss áhætta að senda út svona vit- leysu en ég hugsaði með mér að ef fólk hefði ekki kímni- gáfu til þess að taka þessu gríni þá myndi ég örugglega ekki vilja vinna fyrir það hvort eð er“. Núna starfar Alma Dís hjá Quark, Inc. sem er forritunar- fyrirtæki með höfuðstöðvar í Denver. Fyrirtækið er þekkt- ast fyrir uppsetningarforrit sem heitir QuarkXPress auk þess sem ýmis önnur forrit eru á þein'a snærum. „ Quark er með eigin hönnun- arstofu fyrir allar þeina um- búðir, bæklinga, veggspjöld og fleira. Það þarf að þýða ttest yfir á ein 15 tungumál og allt þetta er gert innanhúss og síðan sent til þess lands sem við á. Ég held að heildartjöldi starfsmanna hjá Quark sé eitt- hvað um 550 manns. I haust eru þeir að gefa út nýtt forrit sem kallast Quarklmmedia og á að auðvelda fólki að setja upp heimasíður á veraldar- vefnum og lleira". Að lokum, eitu ekkeit á leið- inni heim til Islands? „Við Gummi höfunt lengi sagt að við myndum koma heim eftir svona 2-3 ár og alltaf er árið liðið áður en maður veit af. Við emm búin að vera hérna úti í tæp sex ár þannig að maður er orðinn hálfgerður útlendingur í sínu eigin landi. Við erum því ekki alltaf með á nótunum hvað varðar það sem er að gerast á Islandi. Maður fmnur það best þegar maður fær ára- mótaskaupið sent í janúar og skilur ekki nema brot af bröndurunum. Þá held ég nú að það sé tímabært að fara að dn'fa sig heim“ segir Alma Dís. „Annars er stefni ég á að fara í framhaldsnám áður en við flytjum heim. Það tekur 2 ár þannig að ég segi bara enn og aftur að við flytjum heim eftir svona 2-3 ár...“ Víkuifréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.