Víkurfréttir - 12.12.1996, Page 20
Fiskmarkaður Suðurnesja gengur vel:
í
fypstu 9 mánuði arsins
Samkvæmt bráðabirgða-
uppgjöri Fiskmarkaðs Suður-
nesja fyrstu níu ntánuði ársins
voru tekjur 113 milljónir
króna. Hagnaður frá rekstri
var 30 milljónir króna en eftir
fjármagnsliði og skatta var
hagnaðurinn 22 milljónir
króna.
í bráðabirgðauppgjörinu er
ekki tekið tilit til reksturs hlut-
deildarfélaga. Allt árið í fyiTa
skilaði reksturinn 24ra milljón
króna hagnaði. Reksturinn er
lítið eitt betri en gert hafði
verið ráð fyrir í áætlun.
Eiginfjárhlutfall er 73% og
veltufjárhlutfall 1.76 skv.
uppgjörinu.
Salan fyrstu ellefu mánuðina
var 32 þúsund tonn fyrir 2,2
milljarða. Allt árið í fyrra
seldust tæp 28 þúsund tonn
fyrir 2,1 milljarð.
Horfur fyrir næsta ár eru
góðar. Er þá einkum litið til
aukins þorskkvóta sem skilar
sér væntanlega í aukinni sölu,
en á árunum !993-'95 hefur
sala á FMS ntinnkað úr 48% í
27%. Það sem af er þessu ári
er þorskur 30% af sölu
bolfisks. Þrátt fyrir þessa
minnkun á þorski hefur heild-
arsala aukist lítið sem kemur
til vegna aukningu í sölu
tegunda sem lítið eða ekki
voru nýttar áður.
Sumarhúsabyggð
víkur fyrir magnesíum
Þegar unnið var að niati á umhverfísáhrifum fyrir byggingu
magnesíumverksmiðju við norðanvert Hafnarbeig á Reykjanesi
kom í ljós að gert er ráð fyrir orlofs- og sumarhúsabyggð á því
svæði samvæmt aðal- og svæðisskipulagi.
Skipulags- og tækninefnd samþykkti því nýverið að breyta að-
alskipulagi þannig að landnotkun á þessu svæði verði iðnaður í
stað sumarhúsabyggðar.
Gróf líkams-
árás kærð
Stakk af eftir árekstur
-fórnarlambið lenti á ljósastaur
Bifreiðin snérist og lenti með afturhlutann á einum afnýjum
Ijósastaurum sem nýlega voru settir upp við Reykjanesbrautina.
Ráðist var á karlmann við skemmtistaðinn Strikið við Hafnar-
götu aðfartuiótt sunnudagsins.
Arásarmaðurinn veittist að manninum og sparkaði síðan í höfuð
hans þar sem hann lá. Maðurinn hlaut talsverða áverka á andliti
og var fluttur á sjúkrahús. Að sögn Lögreglunnar í Keflavík er
ekki ljóst með hvaða liætti atvikið bar að en þó virðist árásin
hafa verið af tilefnislausu og hefur hún verið kærð til rannsókn-
ardeildar lögreglunnar í Kellavík.
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta
föstudagskvöldið 29. nóvember sl.
Slysið varð rétt innan við Vogaafleggjara og voru tildrög þess
að ekið var utan í bíl í framúrakstri í áttina til Keflavíkur. Ung
stúlka var í bílnum sem ekið var á og lenti hann á einum af
nýjum ljósastaurum á brautinni. Ekkert sást á staumum en sagt j
hefur verið að þeir brotni lendi bílar á jreim. Konan sem ók
bílnum kvaitaði undan eymslum í hálsi.
Sá sem olli slysinu flúði af vettvangi. Þeir sem einhverjar upp-
lýsingar geta veitt um málið eru því beðnir um að hafa samband
við Lögregluna í Keflavík.
Víðismenn bjóöa upp á skötu
Unglingaráð Knattspymudeildar Víðis ætlar
að bjóða upp á skötu og meðlæti (saltfisk) í
liúsi Verkalýðsfélagsins (Sæborgu) föstu-
daginn 20.12.1996 frá kl. 11:00 til 14:00 og
frá kl. 18:00 6121:00. Máltíðin kostar 800,-
krónur.
Þeir sem hafa áhuga á að koma og boröa hjá
okkur, vinsantlega hafið samband við
undirritaða fyrir 15. des. 1996 og láti skrá
sig.
Hrönn Edvinsdóttir s. 422-7269
Sigurjón Kristinsson s. 422-7152
Sóley Kristinsdóttir s. 422-7031
Walter Borgar s. 422-7222
Með íþróttakveðju: Unglingaráð Víðis.
Víkurfréttir