Víkurfréttir - 12.12.1996, Qupperneq 22
Veitingastaður
til sölu
Rekstur veitingastadarins
Kaffi Keflavík er til sölu.
Góður tími framundan.
Allar nánari upplýsingar hjá
Bókhaldsþjónustu Sævars Reynissonar,
Hafnargötu 15.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
MJDD- OG SOLBAÐSTOFA
EYGLÓÆR
Gjafakort
frá okkur. Tilvalin jólagjöffyrir
mömmu og pabba eða ömmu og afa.
Jólagjöf sem kemur á óvart!
lu
Nuddfræðingur
Brekkubraut 11 Keflavík
sími 421 2639
NUDD - TRIMFORM - LJOS
Neyðarflutninganámskeið fyrir Brunavarnir Suðurnesja:
80% starfsmanna fá löggildingu
Sjúkraflutningamenn hjá
Brunavörnum Suðurnesja
útskrifuðust nýlega af
neyðarflutninganámskeiði sem
haldið var sérstaklega fyrir
sjúkrafluminga- og slökkviliðs-
menn hjá BS.
Námskeiðið sem er unnið
samkvæmt amerískum stöðlum
frá Pittsburg er sam-
starfsverkefni Brunavarna
Suðurnesja og Rauða kross
deildar á Suðurnesjum og er
fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Námskeiðið er viðbó-
tarnám við grunnnám Borgar-
spítalans og er um 270 klukku-
stunda langt, mun ítarlegra en
önnur námskeið sem haldin
hafa verið hér á landi. Fyrri
hluti þess er mesmegnis bóklegt
og lauk með prófi 22. nóv. sl.
og útskrifuðust tíu slökkviliðs-
og sjúkraflutningamenn. Seinni
hluti námskeiðis hefst eftir
áramót og er hann aðallega
verklegur. Þá munu þátttak-
endur fá að fylgjast með á
bráðamóttökum og slysadeild-
um Sjúkrahúsa Suðurnesja,
Sjúkrahúsa Reykjavíkur og
Neyðarbíls Slökkviliðs Reykja-
víkur. Námskeiðið er mikill
gæðastimpill á Brunavarnir
Suðurnesja þar sem 80% af
fastaliði BS hlýtur löggildingu
og mun það vera einsdæmi á
landsvísu.
Umdæmi BS í sjúkraflutn-
ingum eru öll Suðurnes að
Hvassahrauni utan Grindavíkur.
Þrír sjúkraflutningabílar eru
staðsettir í Reykjanesbæ. A
síðasta ári voru um 1100
sjúkraflutningar á svæðinu. Þar
af voru 113 tilfelli þar sem tveir
og þrír sjúkrabílar voru úti í
einu.
Jolasyning hjá Fimleikadeíld
Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur verður huldin n.k.
sunnudag 15. desember í íþróttahúsinu við Sunnubraut, og hefst kl.
17:00. Allir iðkendur hjá deildinni munu koma fram á sýningunni.
Kaffihlaðborð og jólaball er í boði fyrir áhorfendur að sýningu lok-
inni. Allur ágóði af sýningunni fer til áhaldakaupa.
Tónlistarskólinn í Keflavík
Jólatónleikar
fara fram í Keflavíkurkirkju sem hér segir:
Föstudaginn 13. des. Id.20.00
Forskóli 6-8 ára barna og Suzuki fiðlunemendur
Stjórnendur: Helle Alhol, Steinunn Karlsdóttir
og Kjartan Már Kjartansson
Mánudaginn 16. des. kl.20.00
Eldri deild lúðrasveitarinnar, léttsveit og djasssveit
Stjórnendur: Karen Sturlaugsson og Ólafur Jónsson
Þriðjudaginn 17. des. kl.20.00
Yngri deildir lúðrasveitarinnar, strenqjasveit og kórar
Stjórnendur: Sigrún Sævarsdóttir, Áki Ásgeirsson
og Óliver J.Kentish
Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis og
öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Skólastjóri
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Styöup tillögu um hugs-
anlegt veiðileyfagjald
Stjóm Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur tillögu um
hugsanlegt veiðileyfagjald athyglisverða og nauðsynlegt innlegg í
heildarendurskoðun á fiskiveiðistjórnarkerfinu. Var málið til
umræðu á fundi stjómarinnar sl. fimmtudag.
Stjómin tekur undir hugmynd um skipan nefndar til skoðunar þar
sem sæti eiga fulltrúar frá öllurn þingflokkum og helstu samtökum
útgerðar, sjómanna, fiskvinnslu ogannarra aðila atvinnulífsins.
„Okkur ofbýður það sem hefur verið að koma upp á yfirborðið og
teljum að þurfi að gera bragarbót á þvi sem fyrir er“, sagði Drífa
Sigfúsdóttir, formaður SSS í samtali við Víkurfréttir um þessa
ályktun stjórnarinnar um veiðileyfagjald. Leitað var álits
stjómarinnar vegna þingsályktunartillögu á Alþingi um þetta mál.
Tónlistarskólinn í Sandgerði:
Jólatónleikar
Tónlistarskóla Sandgerðis verða
laugardaginn 14. desember kl. 14:00
í sal Grunnskólans.
Allir velkomnir.
Skólastjóri.
V íkurfréttir