Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 3
Fjölbrautaskói Suburnesja: Nemendur vinna að nóDu málefni Nú stendur yfir sameiginlegt átak framhaldsskóla á Norðurlöndum til að afla fjár til byggingar skóla fyrir stétt- leysingja á Indlandi. Átakið hefur fengið nafnið íslenskt dagsverk, á íslandi og gengur þannig fyrir sig að nemendur heimsækja fyrirtæki í einn dag og vinna þar í einn dag ásamt því að fræðast um starfsem- ina. Síðan leggja fyrirtækin fram fé sem fer í sjóð til bygg- ingar á skólanum á Indlandi. Nú á dögunum heimsóttu þau Tryggvi Þór Reynisson, Guðmundur Freyr Vigfússon, Eygló Pétursdóttir og Erla Guðnrundsdóttir Fs-ingar, Brunavarnir Suðurnesja og dvöldu á Slökkvistöðinni í Reykjanesbæ í heilan dag. Þar voru hendur látnar standa framúr ermum því þau bón- uðu helming bílaflotans á staðnunr eða tvo sjúkraflutn- ingabíla og vatnstankbílinn sem er engin smá smíði. Að þessu verki loknu fengu þau að vita nánast allt um sjúkra- flutninga og brunavamir. Gárungamir höfðu það á orði að nú væri búið að gera allt sem gera þyrfti á vinnus- taðnum sem eftir lifði vikun- nar. Svo er nú því miður ekki þótt það væri óneitanlega ntikil guðslukka ef daglegar ræstingar og þrif væru það eina sem okkar ágætu sjúkraflutninga- og slökkvi- liðsmenn gerðu en á síðasta ári fóru þeir í um 1200 sjúkra- flutninga og 160 brunaútköll. Þar af voru tveir stórbrunar eins og allir vita. Kaupfélag Suðurnesja: Uppstokkun í búsáhalda- deildinni í Samkaup Mikil uppstokkun hefur átt sér stað í raftækjadeild Samkaupa sem er aðalumboðsmaður Heimilistækja hf. Úrval raftækja hefur verið aukið og þjónustan bætt. Raftækin hafa fengið meira pláss og eru á allan hátt sýnilegri. Deildin verslar með Philips raftæki og Philco og Whirlpool kæli- skápa, frystikistur, þvottavélar og þurrkara. Einnig hefur hún myndir og upplýingar um eldunartæki. Þá selur deildin raftæki frá Rafha, Kitchen Aid, Severin, Hadden og Moulinex. Öll tæki eru seld á sama verði og í Reykjavík og sömu tilboð gilda yfirleitt líka á Suður- nesjum. Ókeypis heimkeyrsla er á Suðurnesjum og leggur deildin áherslu á viðurkennd merki og góða þjónustu. Suðumesjadeildin hefur sam- ið við Rafbrú Holtsgötu 4, Sæmund Einarsson og félaga um að þjónusta viðskiptavini. ----------------------------1 NÆSTA BLAÐ 3. APRIL Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út fimmtudaginn 5. apríl. I Skrifstofan opnar aftur I I þriðjudaginn 1. apríl kl. 09:00 I Það er margt auóveldara en að bóna tankbíl afstærstu gerð, eda allt ad því. Þad gerðu þó nemendur í FS fyrir slökkviliðið. VF-mynd: væf ★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ SAMKAUP AFGREIÐSLUTIMI UM PÁSKANA 27. mars Skírdagur Kl 12-18 28. mars Föstudagurimi laugi Lokaá 29. utars Laugardagur Kl. 10-16 30. mars Páskadagur Lokaá 31. mars Auuar ípáskum Kl. 12-18 Starfsfólk Samkaupa smdir viðskiptmnum sínum bestu oskir um gkáilega páska. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★ —- HAFNASAMLAG SUÐURNESJA Starf hafnsögumanns / hafnarvarðar Hafnasamlag Sudurnesja óskar eftir ad ráda í eitt stödugildi hafnsögumanns / hafnarvarðar. Starfid felst aðallega f hafnarvörslu og hafsögu á hafnar- svæðum Hafnasamlags Suðurnesja sem eru í dag: Keflavík - Gróf - Njarðvík - Helguvík - Garður - Hafnir og Vogar. Krafist er 2. stigs skipstjórnarréttinda og reynslu í skipstjórn særri skipa, auk þess eru vélarvarðarréttindi æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf íjúní n.k. Umsóknir berist til hafnarstjóra á skrifstofu Hafnasamlags Suðurnesja, Víkurbraut 7 7, 230 Keflavík, eigi síðar en 9. apríl n.k. Upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 421-4099. Hafnarstjórn Hafnasamlags Suðurnesja. Víkuffréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.