Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 7
Þokkalega góður samningur -segir Jóhann Geirdal fomiabur Verslunarmannafélags Suburnesja um nýgerðan kjarasamning Verslunarmannafélag Suðurnesja er aðili að nýju kjarasamningunum sem undirritaðir voru sl. mánudag. Félagið semur með Landssambandi versl- unarmanna og aðspurður sagði Jóhann Geirdal fonnaður Verslunarmanna- félagsins samningana þýða svipað fyrir verslunarmenn og aðra. .Jvleginhækkanimar eru þessar 4,7, 4 og 3.65 % hækkanir auk breytinga á taxtakerfinu sem þýðir viðbótar- hækkanir fyrir þá sem eru á lægstu laununum. Það var nú eitt af því sem lagt var upp með. Vissulega hefðum við viljað sjá hærri upphæðir í því en þetta er sarnt sem áður skref í áttina“. Er þetta góður samningur? „Þokkalegur, já“. Allsherjaratkvæðagreiðsla um heimild til verkfallsboðunar Verslunarmanna- félags Suðumesja fór fram dagana 20 - 22. mars sl. og var hún samþykkt með 68% atkvæðum. 32% voru á móti og tóku 26,5% prósent félags- manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Þrátt fyrir frestun verkfalls sem átti að hefj- ast 2. apríl nk. hafa óánægjuraddir heyrst hjá verkfallsvörðum í Reykja- vík sem telja ekki nógu langt gengið en Jóhann sagðist ekki þekkja það nógu vel til þess að meta það. „Hinsvegar kernur slík óánægja gjam- an upp hjá þeim sem eru í verkfalli. Menn vilja gjarnan fá meira sem eðlilegt er. Verkfallsverðir eru mjög virkur hópur en maður veit ekki hvað þetta er mikill tjöldi í raun sem er óánægður". Verður þetta santþykkt? „Eg reikna frekar með því“. ■ Kristján Gunnarsson formaður VSFK: Samið fypin alla nema bæjapstapfsmenn Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er aðili að nýgerðum kjarasamn- ingum og semja með Verka- mannasambandinu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar for- manns Verkalýðsfélagsins er félagið að semja fyrir þorra félagsmanna en þó eru starfs- menn Reykjanesbæjar undan- skildir. „Þar stendur verkfallsboðun enn 2. apríl nk. hafi ekki samist fyrir þann tíma. Við erum með samninga við fleiri en vinnuveitendur og kjara- samningur Verkalýðsfélagsins við Reykjanesbæ er laus. Hefur verið boðað verkfall á hann eins og á aðra samninga. Hins vegar hefur ekki samist um það og það verkfall stend- ur áfrant. Samningafundir eru fyrirhugaðir hjá sáttasemjara á næstu dögum og ég á ekki von á öðru en að menn nái langt í þeim eins og öðrum samningum". Að sögn Kristjáns liefur Verkalýðsfélagið unnið að gerð ýmissa sérkjarasamninga við fyrirtæki og em þeir nú á þriðja tug. „Það er verið að vinna í þeim þessa dagana samhliða þeim samningi sem var undirritaður á mánudaginn og vorum við I---------------------------- búnir að loka fjórum sérkjara- samningum fyrir undirskrift- ina“. Er þetta góður samningur? „Hann er svona skftsæmileg- ur. Við höfum gert verri samn- inga en þennan. Það em í hon- um verulega miklar leiðrétt- ingar sérstaklega fyrir þá sem hafa lægstu launin. Þetta er sárabót fyrir þá en ég er kannski svekktur yfir því að sjá ekki krónutöluaðferðina notaða því að prósentuleiðin er alltaf óhagstæð fyrir þá sem eru á lægstu laununum. En í meginatriðum er ég sáttur við samninginn og vil mæla með samþykkt hans“. Hefur þú orðið var við óánægju við samninginn hér eins og í RevkjaM'k? „Þaö er of snemmt að segja til um viðbrögð manna við þess- um samningi þar sem hann hefur ekki verið kynntur en ég hef ekki orðið var við almenna óánægju. Nú erum við að senda samninginn út til kynningar og yfirlestrar fyrir fólk og munum við síðan halda fund um hann. Samn- ingurinn fer svo í atkvæða- greiðslu sem á að vera lokiðl4. apríl nk. Talið verður þann!5. apríl". ---------------------------1 i Gjaldskrá | | hafna hækkar i | Stjóm Hafnasamlags Suðumesja hefur ákveðið að hækka I | þjónustugjaldskrá hafnasamlagsins um 4,5% frá I. mars nk. | ■ Hækkunin er til samræmis við hækkun stjórnar ■ ■ Hafnasambands Sveitaifélaga en þar er gert ráð fyrir 4,5% ■ ! hækkun á skipagjöldum og 4% á vörugjöldum frá 14. ‘ febrúar sl. I_____________________________________I OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA FRÁBÆR TILBOÐ ALLA DAGA! ♦ Skírdagur kl. lOKAÐ . Föstudogunnn ^ .U.ugardagurkl^ ♦WskaÍS*un.kl.12-» + Annar i Pc MIÐBÆL HRINGBRAUT 92 - KEFLAVIK - SIMI 421 3600 ESMEROLDU JOGGING GALLAR -/ rauðu, bláu og ferskjulituðu á 2ja til 8 ára. Verð kr. 3.900. - Tihralin páskagjöf! $ÖKN\ hl Hólmgarði 2 - sími 421-4799 Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.