Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 15
Grindavík er nú komið með aðra höndina á íslandsmeist- aratitilinn í I. deild kvenna í körfuknattleik eftir að hafa lagt KR að velli í fvrstu tveimur viðureignum liðanna í úrslitakeppninni. Fyrsti leikurinn í Hagaskóla á laugardaginn endaði 47:50 og önnur í Grindavík á mánudag 59:42. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum. Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn í Hagaskóla. „Stelpumar em famar að spila með hjartanu og sjálfstraustið er komið. Við emm með ungt lið og það tók tíma fyrir stelp- umar að fá trúna á sjálfan sig, nú þegar það er komið spilum við af eðlilegri getu. Það hafa einnig verið veikindi í vetur og það hefur haft sitt að segja. Þá em stelpur eins og Anna Dís að toppa núna en hún hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Það væri vissulega sætt að vinna KR þriðja sinni á fimmtudaginn en það væri lyg- inni líkast að vinna þær 3:0 og Keflavík 2:0 og því samanlagt 5:0. Ég lofa engu en það er að sjálfsögðu stefnt að sigri og allir ætla að gera sitt besta. Það virð- ist sem svo að heimavöllurinn skipti ekki svo miklu máli, frekar áhorfendur sem stóðu sig frábærlega á mánudaginn, troð- fullt hús og mikil stemming. Ég vona bara að sem flestir sjái sér fært að mæta á fimmtudaginn því með þeirra stuðningi gæti allt gerst. Ég er ekki hræddur um að sjálfstraustið bresti þó að einn leikur tapist. Það yrði aldrei nema nteð fáum stigum. Við höfum meiri breidd og eftir því sem þetta dregst nteira á langinn verður þetta erfiðara- fyrir KR-stelpumar," sagði Ell- ert Magnússon þjálfari Grinda- víkurstúlkna. eð aðra Fyrsti leikurinn var mjög skemmtilegur og þá réði leik- gleði Grindvíkinga miklu. Stelpumar léku stífa vöm og yf- irvegaðan sóknarleik. Penny Peppas átti stórleik og skoraði 31 stig. I öðmm leiknum fór Grindavík vel af stað og leiddi í leikhléi 32:17. Seinni hálfleikur var nokkuð sögulegur því það tók Grindavík 10 mínútur að skora fyrstu stigin. Á sama tíma gerðu KR-stúlkur 11 stig og minnkuðu muninn í 4 stig. „Ég var mjög rólegur á þessum tíma og hafði trú á að við mundum ná þessu aftur upp í svona 12 stig og þá yrði þetta búið,“ sagði Ellert. Það gekk eftir og Grindavík vann 59:42. Stiga- hæstar hjá Grindavík: Penny Peppas 18, Stefanía Ásmunds- dóttir 13. Stigahæstar hjá KR: Helga Þorvaldsdóttir 14, Kristín Magnúsdóttir 10. Körfuknattleikur DHL-deildin/ÚRSLIT: Keflavík og Grindavík í úrslit annað árið í pöð Það verða Keflavík og Grindavík sem mætast í úr- slitum DHL-deildarinnar í körfuknattleik karla annað árið í röð. Kellavík vann KR í undanúrslitum 3:1 og Grindavík vann Njarðvík 3:0. Fyrsti leikurinn verður í Kefla- vík þriðjudaginn 1. apríl. Það er mat margra að viðureignin verði mjög jöfn og skemmtileg enda eru þarna á ferðinni tvö bestu lið landsins. Keflvíkingar hafa verið iðnir við kolann í vetur og unnið alla titla sem í boði em. Þeir hafa einnig látið hafa eftir sér að þeir muni líka vinna þennan. Grindvíkingar hafa ekki verið eins sigursælir og yftrlýsingaglaðú- en Friðrik þjálfari sagðist vilja heldur láta verkin tala. Honum hefur tekist að vera með liðið á toppnum á réttum tíma. Liðin eru mjög svipuð og ekki síst vegna þess gætu viðureignirnar orðið skemmtilegar. Bæði lið Itafa mjög mikla breidd, góðar skytt- ur, sterka erlenda leikmenn og spila hraðan og skemmtilegan sóknarbolta. Hjá Grindavík gæti Herman Myers reynst Keflvíkingunum óþægur ljár f þúfu vegna stærð- ar sinnar og styrks. Keflvíking- ar eiga þó mjög góða varnar- menn sem þeir gætu sent hon- um til höfuðs eins og Albert Óskarsson sem eftirminnilega fékk að kljást við Roney Eford. Einnig gætu þeir sent Birgir Örn Birgisson á hann. Þó er hætt við því að Keflvíkingar þurft alltaf að hafa annan mann- inn tilbúinn til að hjálpa og þá gæti losnað um skyttumar. Ekki má gleyma Jóni Kr. landsliðs- þjálfara og lynnm félaga Kefl- víkinga sem er í mjög góðu formi þessa dagana, sumir segja hann aldrei hafa verið betri. Þá eru ónefndir menn eins og Pétur Guðmundsson sem getur drifið liðið áfram með sinni alkunnu baráttu og Páll Axel Vilbergs- son. Keflvíkingar hafa einnig ntjög sterkt lið og þar er valinn maður í hverju rúmi. Hvergi er að finna jafn mikið úrval þriggja stiga skyttna í einu liði. Þar eru einnig sterkir menn í fráköstum eins og Albert, Damon og Birg- ir. Damon gæti reynst Grindvík- ingum erfiður og nánast von- laust fyrir einn mann að dekka hann, það verður að koma til hjálp. Ekki má gleyma þjálfur- unum tveimur sem em tveir af þeim bestu hér á landi og ættu að geta ná úr liðunum eins mik- ið og mögulegt er. Mistök með Eford Keflavík lagði KR á sunnudag- inn 95:100 á Seltjamamesinu. Leikurinn var nokkuð sveiflu- kenndur en þó virtist Keflavík alltaf hafa þetta í hendi sér. Þeg- ar KR tókst að minnka muninn eða jafna gáfu Keflvíkingar bara meira í. Hjá Keflavík áttu flestir ágætan dag en Kristinn var þó oft á tíðum frábær og var sem þriggja stiga línan hans væri metra utar en gerist og gengur en það hafði ekkert að segja. Hjá KR voru þeir Her- mann og Jónatan bestir. Eford var mistækur en gerði stundum góða hluti. Þó getur hann vart talist góður fyrir liðsheildina. Aganefnd KKI dæmdi hann í tveggja leikja bann á laugardag- inn fyrir að lemja Albert Ósk- arsson með krepptum hnefa í þriðja leik liðanna. Það tekur þó ekki gildi fyir en á morgun og kom því að litlu gagni. Ástæðan var sú að árið 1994 voru gerðar breytingar á lögum KKÍ og þá gleymdist að setja inn ákvæði sent segir að bann leikmanns í úrslitakeppni tekur gildi strax. Það má með furðu sæta að eng- inn skildi taka eftir þessu fyrr og hlýtur pottur að vera brotinn einhversstaðar. Grindavík ekki í erfiðleikum með Njarðvík Á fimmtudaginn var sigruðu Grindvíkingar Njarðvíkinga 121:88 á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna. Heimamenn byrjuðu strax t' upphafi að leggja grunninn að sigrinum og fór þá mikið púður Njarðvíkinga í að stöðva Myers, þá losnaði um skyttum- ar og þeir þökkuðu fyrir það með stórskotahríð. Jafnt og jrétt jókst bilið milli liðanna og jteg- ar yfir lauk var munurinn 33 stig en mestur var hann 41 stig jtegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka. Allir léku vel hjá Grindavík og var Jón Kr. í miklu stuði, skoraði 10 stig og átti 12 stoðsendingar. Hjá Njarðvfk var fátt um fína drætti að undanskildum bakvörðunum Friðriki Ragnarssyni og Sverri Þór Sverrissyni sem léku vel en það var ekki nóg sterku liði Grindavíkur. Næstu leikir l.deildkxenm Fimmtudagur 27. mars kl. 20. •Komi lil fleiri leikja verða þeir 29. mars kl. 16og 2. april kl. 20. DHL-deildin ■ Mfl karla: Þriðjudagur 1. apríl kl. 20 fimmtudagur 3. april kl. 20 sunnudagur 6. april kl. 16 Komi til 4. og 5. leiks verða þeir þriðjudaginn 8. april kl. 20 og á fimmtudag 10. apríl kl. 20. ÚRSLITAKEPPNI DHL-DEILDARINNAR í ÍÞRÓTTAHÚSI KEFLAVÍKUR: KEFLAUÍK - GRiNDAUÍK B»ri&ju€Ma€ginn f. apr/l Irl. 20:00 JmM Islands vvr adidas Samvinnuferðir Landsýn Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.