Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 4
m \ FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23 Njarövík SÍMl 4214717 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson heimasími: 421 3707 hundsími: 893 3717 bílasími: 8533717 Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson heimasími: 422 7064 símbobi: 845 2949 bílasími: 854 2917 BlaÓamaöur: Dagný Gísladóttir heimasími: 421 1404 Auglýsingadeild: Sigríöur Gunna rsdóttir sími: 421 4717 Afgreiöslu: Stefanía Jónsdóttir Aldís Jónsdóttir Utlit, litgreining og umbrot: Víkurfréttir ehf. Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf. sími: 421 4388 Fréttaþjónustu fyrir Stöö 2 og Bylgjuna á Suöurnesjum. Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annaö er óheimilt, nema heimildar sé getiö. Stafrœn útgáfa: http:// wwiv. ok. isl viku rfr Netfang og rafpóstur: vikurfr@ok.'is Auglýsingur í rafpósti til Víkurfrétta sendist til: hbb@ok.is Ritstjórnarskrifstofur Víkurfrétta eru opnur mánudugu til fimmtudagu kl. 09:00 til 17:00 fióstud.kl. 09:00 til 15:00 Póstfang Víkurfrétta: Víkurfréttir Spurisjóöshásinu 2. hæö Grundurvegi 23 260 Njurövík Spennum beltin Lögreglan í Keflavík stendur nú fyrir átaki vegna notkunar bíl- belta og stendur það ffá 19. rnars til 6. apríl nk. Tilefnið er m.a. aukin untferð unt páskana og hefur að sögn lögreglu slaknað á því að fólk noti bílbeltin. Einnig Itefur landlæknir vakið athygli á mikilvægi þess að menn noti belti þar sem slysatíðni hefur aukist. Mun lögreglan beita sektum sem eru kr. 3000 fyrir ökumann og farþega undir lögaldri. Farþegi sem ekki er í belti verður einnig sektaður. Lögreglan stóð fyrir svipuðu átaki fyrir ári síðan sent gaf góðan árangur og jókst notkun bílbelta töluvert í framhaldi af því. Vatnsholt mótmæla Ibúar við Vatnsholt eru ósáttir vegna untferðar á gatnamótum Vatnsholts og Aðalgötu og hafa sent byggingarnefnd Reykja- nesbæjar athugasemd vegna málsins. Oska íbúar eftir því að innkeyrslu að bílastæðum á lóðinni Vatnsholt 2 þar sem versl- unin KASKÓ er til húsa verði breytt og hefur bygginganefnd ítrekað við lóðarhafa að ganga frá innkeyrslu í samræmi við fyrri samþykktir sem gera ráð fyrir einni aðkontu frá miðju plani. í prófa? Yið erum ekki að leita að ofnrfyrirsætiim, lieldur bara venjulegu fólki sem hefiir áhuga á að prófa fvrirsætustörf. Sjáðu nánar í sináaiiglvsingum... -segir Sigmundur Eyþórsson slökkviliösstjóri Viðtalið við Signtund Eyþórsson slökkviliðs- stjóra Brunavama Suð- urnesja var unnið af tveimur nentendum við Fjölbrautaskóla Suður- nesja á starfsdögum skólans. Fleiri greinar og viðtöl í blaðinu í dag eru unnar af nemendum við Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Mikil umræða hefur átt sér stað um slökkvilið Brunavarna Suðurnesja í Reykjanesbæ vegna þriggja stórbruna á aðeins sjö mánuöum og milljöna tjón í hvert skipti. Það er óneitanlega tilviljun að allir þessir brunar áttu sér stað eftir að nýr slökkviliðsstjóri var ráðinn og þá vaknar upp spurning hvort hann sé vanltæfur eða er kannski slökkviliðið allt fúskarar upp til hópa? Sigmundur er menntaður í tæknifræði í bmnavömum og öryggismálum í Bandaríkjunum og ætti að vera fullfær um að stjórna slökkviliði en aðspurður um hver skýringin er á þessum stórbrunum segir hann að þetta sé tilviljun ein og saman því það geta verið tíu stórbrunar einn mánuðinn svo enginn í tíu ár á eftir. „I þessum þremur tilfellum hefur eldurinn náð að krauma í þó nokkum tíma áður en slökkviliðið er kallað til, t.d. þegarTrésmiðjan Víkurás brann fannst fyrst bmnafnykur urn 21.00 en slökkvilið fékk ekki til- kynningu fyrr en um 23.00 en þá hefur eldurinn fengið gott forskot, og var orðinn illviðráðanlegur. Þegar Fiskverkunin Marís brann þá mættu tveir slökkviliðsmenn auk slökkvi 1 iðsstjóra fyrstir á staðinn og gátu nú ekki gert kraftaverk en allt tiltækt lið var kallað út og var 80% mæting en hjá varalið- inu urðu einhver mis- tök í útkalli sem á ekki að geta gerst aftur", segir Sig- mundur. Sigmundur segir að slökkviliðið sé mjög hæft og miðað við landsbyggðina t.d. Akureyri er það ntjög sterkt. Hann þvertekur fyrir það að um van- hæfni eða þjálfunarleysi sé að ræða. „Til að vel til takist þurfa eldvamir og slökkvilið að fylgj- ast að en í þessum þremur stórbmnum hafa eldvamimar í þessum fyrirtækjum verið ábóta- vant“. Signtundur tekur þessu ekki persónulega þó svo að allir bmnar séu slæmir en hans markmið er að koma liði sínu heilu heim því það er hægt að endurreisa hús en ekkj er alltaf hægt að bæta heilsu fólks. Þegar Trésmiðjan Víkurás brann var leitað til slökkviliðsins í Sandgetði en þá var spmngið dekk á einum bflnum og hinn varð rafntagnslaus! Það er ekki mjög áreiðan- legt fyrir almenning að heyra slíkt en Sigmundur sagði að liðið í Sandgerði vera útkallslið og áhugalið þar að auki. Það líða dagar þar sem slökkvistöðin er mannlaus svo tilfelli þessu lík geta gerst. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hefur verið kallað til oftar en einu sinni og þá vaknar upp sú spuming hvort að slökkvilið Brunavama Suðumesja hér í Reykjanesbæ geti eitthvað án þess? „Þörfin er beggja vegna því við hjálpum þeim á flugvellinum ef þess er þörf og öfugt, en samt getur slökkviliðið hér starfað sterkt áfram án flugvallarliðsins". Það er ekkert launungarmál að valdabarátta hefur átt sér stað innan liðsins |regar ráðið var í stöðu slökkviliðsstjóra og starfsandinn gæti verið betri. Getur þetta haft áhrif á að liðið standi saman sem ein órúfanleg heild þegar á reynir? ..Liðið er mjög samhent |tegar á reynir og við könnumst ekki við lélegan starfdanda á stöð- inni þó svo að öllum breytingum fylgi einhver áriæg- ja og óánægja", segir Signtundur. Tækjabúnaður liðsins gæti alltaf verið betri en hann er alveg ágæ- tur þó svo að elsti bflinn sé kominn á þrítugsaldurinn og sá yngsti átta ára. Sigmundur segir að viðhald sé mjög gott og á tólf tíma fresti sé allt yfirfarið. „Útbúnaður ætti helst ekki að verða eldri en átta til tíu ára“, segir Sigmundur. Hann telur að almenningsálitið á slökkviliðinu séekki slæntt. slökkviliðið slökkti nteð ágætum f sextíu og tveimur tilfellum á síðasta ári og telur Sigmundur að fólk beri fullt traust til þeirra og að ekki sé þörf á að reyna bæta álitið. Sigmundur þvertekur tyrir að slökkviliðið í Reykjanesbæ sé allt fúskarar upp til hópa. „Allir hafa einhverja iðnmenntun og hafa sótt mörg námskeið og eiga miklar þjálf- anir að baki og eru mjög vel að sér og ábyrgir slökkviliðsmenn", segir Sigmundur Eyþórsson um slökkviliðið sitt sem heldur betur hefur staðið í ströngu upp á síðkastið bæði í vinnu og í urntali almennings. Á.Á./E.J. 4 M Víkuríréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.