Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 2
Golfklúbbur Sandgerðis: Gánægja með starfs styrk til íbróttamála Bæjarstjóm Sandgerðisbæjar samþykkti nýverið tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um starfsstyrki til íþróttafélag- anna og verða þeir gerðir til þriggja ára. Mun Golfklúbbur Sandgerðis fá kr. 240.000 og Reynisfélagið kr. 1.760.000. Golfklúbbur Sandgerðis hefur gagnrýnt afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs í málinu og í bréfi sem þeir sendu ráðinu 23. febrúar bendir GSG m.a. á að skiptaprósenta hafi ekki verið kynnt fulltrúum íþróttafélaganna og að gögn GSG hafi ekki verið lögð til grundvallar. Segir jafnframt í bréfínu að svo virtist sem að annað íþróttafélagið ætti greiðari aðgang að fjármunum Sandgerðisbæjar. Oskaði GSG eftir því að íþrótta- og tómstundaráð endurskoðaði ákvörðun sína. fþrótta- og tómstundaráð taldi gagnrýni GSG ekki eiga við rök að styðjast og tók það fram að verið væri að gera nýjan samning við íþróttafélögin í Sandgerði út frá nýjum fors- endum sem miðast við bama- og unglingastarf og þvf væri ekki hægt að líta á tillögur ráðsins sem lækkun á styrk til GSG heldur sé hann nokkuð ríflegur. Telur ráðið sig hafa staðið faglega að gerð samn- ingsins og sá því ekki ástæðu til þess að breyta fyrri ákvörðun sinni. Ráðið var þó klofið í afstöðu sinni og sátu tveir fulltrúar hjá með vísan til ófaglegra vinnubragða meiri- hlutans. HUNDALÍF Skírdagkl.3-5-9 ■m&V ^n| [|a||i llpáskmkl.3-5-9 NVJA E|£) KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 Aðalfiindur Hitaveitu Suðurnesja: Hagnaður tólfta árið í röð Rekstfarafgangur Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári var434 milljónir króna og er þetta tólfta árið í röð sem rekstrarafkoma er jákvæð. Þetta kom fram í skýrslu Júlíusar Jónssonar framkvæmdastjóra á aðalfundi Hitaveitunnar sl. föstudag. Rekstrartekjur Hitaveitu Suðurnesja námu alls 1826 milljónum króna sent er 3,2% hækkun í krónutölu frá árinu áður og 0.6% að raungildi. Af þeim voru 1.086 milljónir króna af vatnssölu, 693 milljónir af raforkusölu, tengigjöld vom 26 milljónir og aðrar tekjur 21 milljónir króna. Fjárfestingar vom ívið meiri en árið áður og voru alls 247 milljónir króna í orkuveri og veitukerfúm og 297 milljónir í heild sem er 13% meira en árið áður. Rekstrargjöld vom 1.392 milljónir króna og voru þar af afskriftir 532 milljónir en tjár- magnsliðir voru aðallega vegna gengis- þróunar jákvæðir um 77,5 milljónir króna. Heildareign fyrirtækisins var 6.699 milljónir króna þar af eru fastafjármunir 4.878 milljónir. Eigið fé var 5.862 milljónir eða 87,5% heildarfjármagns. Raforkunotkunin í heild jókst unt 10% samkvæmt heimilistaxta sem er umtalsvert og jókst raforkusalan í heild um 4,2% á árinu. Sala á heitu vatni urn hentla minnkaði um 0,4% og sala unt mæla var rúmlega 0,9 milljón tonn seni er 8% minnkun. Hitaveita Suðumesja hefur á síðustu árum látið til sín taka í atvinnumálum á svæðinu. A síðasta ári ber þar hæst undirbúningur vegna könnunar á byggingu magnesíum- verksmiðju á Reykjanesi. HS er stærsti hluthafinn í undirbúningsfélagi sem stofnað hefur verið vcgna hagkvæmniskönnunar um byggingu verksmiðjunnar en hún er á lokastigi. .q;vRSA4^_ Lokaundirbúningur fyrir Fegurðarsamkeppni Suð- umesja er hafinn. Keppnin fer ffam í veitingahúsinu Stapa laugardaginn 5. apríl nk. Stúlkumar hafa æft að kappi síðustu vikur. M.a. hafa verið gönguæfingar í Stapa þar sem æfðar hafa verið innkomur og stúlkumar hafa æft göngu á háum hælum. Við kynnumst undirbúningi keppninnar betur í næsta blaði í máli og myndum. 5S ADAL■ FUNDUR £C3 Ungmennafélags Njarðvíkur verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl kl. 20:30 í sal Njarðvíkurskóla. Dagskrá: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf. •• 2. Onnur mál. Stjórnin. Ráttur matseðill! Fyrir mistök var rangur mut.seðill settur inn í auglýsingu um Fegurðarsainkeppni Suðurnesja 1997 sem er á blaðsíðu 5 í Víkurfréttum í dag. Réttur matseðill er eftirfarandi: Forréttur: Reyktur lambavöðvi á salatbeði m/ rósinpiparvínedikolíu. Fiskiréttur: Ameriskt risanekjutríó. Miliiréttur: Lime sorbet. Aðalréttur: Innbakaðar nautalundir „Wellington" Eftirréttur: Itölsk sælkeraterta. < 97k* T!L SOLU íii mmm i5l íiö Rekstur líkamsræktarstöðvar ásamt tækjum. Frábært tækifæri fvrir áhugafólk um líkamsrækt að skapa sér sjálfstæða vinnu. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Fasteigiwþjónusta Suóurnesja hf. Fasteigna- og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.