Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 8
Fyrsti mjölfarmurinn frá verksmiðju SR-mjöls hf. í Helgu- vík fór í skip um þar síðustu helgi. I*að voru um 800 tonn af mjöli sem var skipað út í gegnum Njarö\ íkurhofn. Það hefur gengið vel að bræða Ioðnuna í Helguvík og unnið dag og nótt. Loðna hefur einnig verið að veiðast í töluverðu magni síðustu daga. Meðfvlgjandi invnd var tekin í Njarð- víkurhöfn þegar megnið af mjölinu var komið um borð í tlutningaskip. VF-mvnd: Hilmar Bragi íslenskt amerískt í Stapanum! Guðmundur Ingvar Jónsson skoðaði kvikmyndalífið í FS og ræddi við forkólfa kvikmyndafélagsins HAMAGU. Stórbruninn senr átti sér stað aðfararnótt laugardagsins 1. mars í frystihúsinu Maris átti ekki aðeins eftir að hafa áhrif á starf fyrirtækisins. Kvikmyndafélagið HAMAGU, sem samanstendur af þremur ungum mönnum, þeim Halldóri Jóni Björg- vinssyni, Marteini Ibsen og Guðmundi Ingvari Jónssyni, lenti einnig í vandræðum vegna þess að tökur á næstu stórmynd þeirra „Þorskur á þurru landi" töfðust útaf brutianum. HAMAGU hafði fengið leyfi til að taka upp hluta af myndinni þann 2.mars í Marís en nú verður ekkert af því. Víkurfréttir fór á stúf- anna og náði tali af strákunum. Strákar, þetta hlvtur að vera mikið áfall? . Jú, auðvitað er þetta mikið áfall og þetta atvik á eftir að tefja tökur á myndinni um tvær vikur þar sem það tekur tíma að fínna annað húsnæði". Hvert ætlið þið að snúa ykkur nú þegar Ijóst er að þið getið ekki tekið atriðið í Marís? „Við emnr þegar búnir að tala við aðilann sem útvegaði okkur Marís og hefur hann útvegað okkur húsnæði sem við getunr notað daganna 13-15. mars næstkomandi.“ Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvar þetta húsnæði er? „Við vitum ekki nákvæmlega hvar það er en það er einhvers staðar í nágrenni við Marís.“ Ef við snúum okkur að myndinni, hvað niun hún fjalla um? „Þetta er hált'gerð steypa en hún hefur samt sinn boðskap sem er græðgi mannsins og aðrir gallar í hans fari.“ Hvenær áætlið þið að mvndin verði fullgerð? „Hún verður líklega tilbúin fyrir 20. mars en við lofum engu.“ Hefur ykkur dottið í hug að senda þessa mynd í stuttmyndakeppni? „Já, við ætlum að senda myndina í stuttmyndakeppni á vegum Stöðvar tvö.“ Hafið þið tekið þátt í Stuttmvndakeppni áður? „Já, við tókunr þátt í stuttmyndamara- jxini á vegum Hins Hússins og fyrirkomulagið var þannig að við áttum að búa til mynd á einunr degi og skila henni inn um kvöldið og það mátti ekki klippa hana og hún mátti ekki vera yfir 5 mínútur og þemað átti að vera „Ferðalag”. Við náðum því miður ekki verðlaunasæti en það | var mjög gaman að taka þátt í keppn- i inni.“ Strákar, hvað ætlið þið svo að gera þegar þið eruð búnir að gera „Þorskur á þurru landi"? „Við ætlum að gera stómiynd sem mun heita „Attundi maðurinn" og á | m.a. að gerast á Vatnajökli en meira ætlum við ekki að segja frá henni." Einhver lokaorð? Já, ef fólk vill sjá myndimar okkar þá ! er það ekken mál. Það getur haft samband við einhvem af okkur." Þakka vkkur fvrir spjallið strákar. | „Takk sömuleiðis." Viðlal: Guðmundur lngvar Jónsson _____________________________________I 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.