Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 26.03.1997, Blaðsíða 12
Bjöm Árni og Gunnhildur Theódórsdóttir eru nem- endur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Björn og Gunnhildur unnu með- fylgjandi grein og viðtal á starfsdögum skólans á dögunum. Þar var Ijöl- miðlahópur undir leiðsögn Víkurfrétta. Þau ræddu bæði við skóla- hjúkrunarfræðing í Holta- skóla og stúlku sem er nemandi við Fjölbrauta- skóla Suðumesja og þjáð- ist af átröskun. Viðtalið er birt með nafn- leynd að ósk viðmælanda. Myndskreytingar eru blaðsins. Myndirnar voru fengnar úr erlendum tísku- blöðum. Umræðan um átröskun hefur verið ofar- lega á baugi að undanförnu vegna umfjöll- unar Víkurfrétta og fleiri fjölmiðla um þetta “feimnis”mál. Okkur fannst þetta vera nijög áhugavert málefni og ák\ áðum |)\ í að forvitnast um það nánar. Við byrjuðum á því að fara upp í Holtaskóla og hitta þar skólahjúkrunarfræðinginn og ætluðum að spyrja hann spjömnum úr og fá að vita um hvað jressi sjúkdómur snerist og hvað jietta væri í raun og vem. Vegna trún- aðar og ótta vegna uppblásturs á málinu gat hún ekki sagt okkur mikið, en benti okkur þó á grein um lystarstol og lotugræðgi í tímarit- inu Heilbrigðismál. Við reyndum þá að ræða við nemendur skólans. Þeir vissu jú um nokkur dæmi en vildu þó ekki tjá sig um það hverjir þeir nemendur væm sem vitað er um. Það var alveg sama hvað við reyndum við komum allsslaðar að lokuðum dyrum. við vissum ekki að þetta væri svona mikið feimnismál því við vildum aðeins fræða fólk um það hvað jx:tta er í raun. Þeir sem greinast með lystarstol eða lotu- græðgi eiga það sameiginlegt að vera gagn- tekin af hugsun um mat og er líkamsmyndin brengluð þannig að þeim finnst ummál líkamans vera stærra en það í rauninni er. I.ystarstol: Einkenni lystarstols koma oftast framrn l'yrir 25 ára aldur, og koma þá flest jjessara einkenna þar við sögu. 1. Tímabundin ofvirkni, koniirnar/snilkurnar lireyfa sif; gjarnan mikið. 2. Brengluð líkamsímynd, dómgreind á eðlilegu útliti raskast. 3. Forsaga wn offitu er oft til staðar. 4. Tíðarblœðingar stöðvast. 5. Truflun á innri áreitum svo sem að fuma ekki til þreytu eftir áreynslu eða fmna ekki til hungurs. 6. Kreddur varðandi mat. 7. Oeðlileg hrœðsla við offitu. 8. Lítill eða lélegur svefn. Lystarstol er algengara meðal kvenna en karla og einkennist af verulegu þyngdartapi og næringarskorti. Uppsölur og tilraunir til að hreinsa líkaman á einn eða annan hátt eru áberandi. Ef fólk vill fræðast betur um þessa kvilla bendum við því á að lesa nýasta tölublað um Heilbrigðismál, einnig viljum við benda foreldrum ungra stúlkna á að vera á varðbergi því jjetta getur leitt til dauða þó svo að ekki sé vitað til |)ess tilfellis á Islandi. Gunnhildur og Björn Arni Brengluð líkamsmynd ■ Stúlka í Fjölbrautaskóla Suöurnesja segir reynslusögus sína af átröskun: Þetta í effflr að lafa áhrtf alt Þar sem þessi sjúkdómur er mikið feimnismál ennþá og þær stúlkur sem eiga við hann að etja í grunnskólum svæðisins eru ekki búnar að vinna sig upp úr honurn var erfitt að fá viðmælendur. Iín eftir mikla leit tókst okkur að hafa upp á stúlku úr Fjölhrautaskóla Suöurnesja seni var reiðubúin að tjá sig um sína revnslu af átröskun. Hún hefur náð sér |)okkalega á strik eftir veikindi sín sem urðu alvar- legust sumarið 1995. Þá var hún á leið í 10. bekk eins grunnskólans á svæðinu. „Þetta er eitthvað sem á eftir að liafa áhrif allt mitt líf“, segir stúlkan og ítrekar að hún vill ekki láta nafn síns getið. Blaðamaður hitti stúlkuna og tók stutt viðtal við hana. Það var erfitt fyrir hana að tala um þetta en greinilegt að nú sér hún |)etta í nýju ljósi og getur betur áttað sig á hvenær og hvemig þetta byrjaði. „Þetta byrjaði ósköp sakleysislega. Eg ákvað að grenna mig þannig að ég passaði í gallabuxur númer 27, en notaði þá 28. Þetta var ekki mikil breyting og ekki mikil hætta á ferð. Allt í einu var ég farin að nota númer 26 og vom þær of víðar á mig. Eg áttaði mig ekkert á þessu og ég sá allsstaðar fellingar á mér. þetta er sálrænt. Það er alveg sama hversu mjó ég hefði orðið, ég hefði alltaf séð fellingar." I dag er jjessi stúlka grönn og lftur vel út. Hún er um 164 sm. og um 45 kg. Það sem vekur athygli er hversu langan tíma það tók hana að ná sér upp úr fiessu. En hvað varð hún léttust? „Eg var mun minni þá eða um 159 sm. Eg varð léttust um 31 kg. held ég. Eg hef verið eitt ár að vinna mig út úr þessu. Það var náinn ættingi sem fyrst gerði eitthvað í þessu. Hún fór með mig til læknis og sá sendi mig beint til næringarsérfræð- ings í Reykjavík. Eg fékk þar nær- ingartöflur sem innihéldu öll nær- ingarefnin sem ég þurfti yfir daginn. Þar af leiðandi vom þetta stórar töflur sem þuifti að brjóta í 5-6 bita. Þær voru brúnleitar og frekar ólystugar. Læknirinn sagði að ég væri á vegasalti og kom mér í skilning að það væri ég sem réði hvora leiðina ég færi. En ef ég myndi léttast meira yrði ég í lífshættu”. Þetta er því eitthvað ákveðið ferli sem hún og aðrar stúlkur fara í gegnum eftir að missa stjóm á megmn. Þar sem þetta var ættingi sem gerði fyrst eitthvað í jrcssu, hvað með foreldra? “Þetta var alltaf feluleikur. þegai' ég vaknaði á morgnana óhreinkaði ég diska og lét allt líta út eins og ég hetði borðað. Þau sáu mig oft borða en ég fór alltaf inn á klósett og ældi. Fyrst vegna þess að ég setti puttan ofan í kok, en það tók ekki nema eina viku þar til þetta gerðist algerlega sjálfkrafa þ.e. fólk sá mig borða en ég kastaði öllum mat upp á eftir. Sérstaklega ef um fituríka fæðu var um að ræða. Þetta var þó ekki alltaf svona. Stundum borðaði ég kannski ekkeit í nokkra daga. Það kom t.d. fyrir að í tvo daga borðaði ég hálfa agúrku og epli. Þá leið líka yfir mig, en það var ekki fyrsta skiptið og ekki |)að síðasta.” Þetta hefur því verið vel falið hjá |)ér og allt gert til jtess að leyna þessu fyrir fjölskyldu og vinum. Telja næringaifræðingar að þú hafir skaðast á |)essu varan- lega t.d. með kalkskorti? “Það á eftir að koma f ljós. Eg fór þama fyrst í bein- mergsmælingu og var nánast allt tjékkað. En |)etta á eftir að hafa afleiðingar allt mitt líf. Það er alveg Ijóst en hversu ntiklar er ekki alveg vitað”. En er jx'tta prógrantm búið eða enu enn undir eftirliti? “Læknamir vilja helst að ég þyngist unt 10-15 kg í viðbót. Ekki af fitu heldur vöðvum. Mér fmnst ég fín eins og ég er núna, ég er alla vega ekkert að flýta mér.” Það sem er sjálfsagt merkilegast við svona sjúkdóma er hversu vitlaust sjálfmat kemur upp,. Eins og þú sagðir áðan að ímyndaðar fellingar koma í Ijós. En einnig vekur það furðu hvemig hægt sé að fela svona fyrir foreldmm og vinum. Hyggstu segja þeirn frá þessu? „Nei, það held ég ekki. Vinir míitir vita heldur ekki af j)essu og ég hyggst ekkert breyta því. Þetta er alfarið mitt mál, þetta er ekki eitthvað sem maður er að tlagga. Fólk tekur mér eins og ég er. Eg er sátt við það, alla vega núna!“. Björn Arni Guniiliildur Theódórsdóttir u >2- Jöfurs-bílar I sýningarsal ivCHRYSLER SKODA BG BILAKRINGLAN GROFINNI8 12 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.