Víkurfréttir - 03.04.1997, Page 19
s
-þegar UMFG tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir sigur á
KR í þriðju viðureigninni. Frækinn árangur Grindavíkurstúlkna!
Grindavík varð íslandsmeistari í
körfuknattleik kvcnna í fvrsta skipti
þegar liðið lagði KR í Hagaskóla í þriðja
úrslitaleik liðanna fvrir fullu húsi sl.
fimintudag, skírdag. Lokatölur urðu 55-
62 eftir framlengingu en staðan eftir
venjulegan leiktíma var 49-49.
Sigurganga Grindavíkur í úrslilakeppninni
er lyginni líkast.en þær vom í fjórða sæti í
deildarkeppninni Þær mættu Islandsmeist-
umm Keflavíkur í undanúrslitum og flestir
áttu von á öruggum sigri Keflavíkur en
stelpumar í Grindavík vom á öðm máli og
sigruðu 2:0. Því næst beið þeirra slagur
gegn KR um Islandsmeistaratitilinn. Þá
sýndu þær að sigur þeirra gegn Keflavík
var engin tilviljun með því að sigra 3:0 og
töpuðu þannig ekki leik í allri úrslitakeppn-
inni. Þetta er sérlega glæsilegur árangur og
ekki síst vegna þess að fyrir úrslitakeppnina
vom Keflavík og KR talinn vera langbestu
lið deildarinnar.
„Þetta var ólýsanlegt og frábært að ná að
snúa þessu svona okkur í hag eftir að hafa
verið lagnt undir. Það em búin að vera mik-
il hátíðahöld í bænum og fleiri hundruð
manns tóku á móti stelpunum þegar þær
komu heim með blysum og flautublæstri
alveg eins og gert var við karlana í fyrra.
Það er alveg óráðið með næsta tímabil.
Einhverjar stelpur fara sjálfsagt í skóla og
þá jafnvel eitthvað annað en í Fjölbrauta-
skóla Suðumesja. Hvað sjálfan mig varðar
hefur ekki verið tekin nein ákvörðun en ég
reikna frekar með að ég verði ekki þjálfari
næsta ár,“ sagði Ellert Sigurður Magnússon
siguireifur þjálfari Grindavíkurstúlkna.
„Þetta er alveg frábært og ennþá betra held-
ur en þegar ég varð Islandsmeistari með
Breiðablik. Þetta em svo ungar stelpur og
það gerir þetta enn skemmtilegra. Eg er al-
veg yfir mig hrifin af Grindavík og hef
kærastan minn hér hjá mér. Einnig hef ég
fína vinnu. Það er alveg óráðið tneð næsta
ár. Eg vil ekki einu sinni hugsa um þaö
núna. Þetta er ótrúlegt að hafa lagt þessi tvö
lið 5:0 samanlagt í úrslitakeppninni. Kefla-
vík og KR mynda saman um 70% af lands-
liðinu þannig að þetta em mjög góð Iið. Við
undirbjuggum okkur vel fyrir þessar viður-
eignir og skoðuðum andstæðingana vand-
lega á myndbandi áður þannig að við t.d.
kunnum öll þeirra kerfi. Þetta hafði mikið
að segja og þjálfarinn okkar hann EIli gerði
góða hluti með liðið en það vom þó leik-
mennimir sem framkvæmdu hlutina eins
og alltaf í íþróttum", sagði Penny Peppas
fyrirliði Grindavíkur.
„Þetla var eftirminnilegur og stór dagur í
lífi mínu. Dagurinn var tekinn snemma
með því að fara í hárgreiðslu kl. 08.00 um
morguninn síðan í myndatöku í Keflavík
svo var aftur farið til Grindavíkur og látið
ferma sig. Það gáfust síðan þrjár klukkus-
tundir til að vera með gestunum í veislunni
og þá þurfti að bruna í Reykjavík inn í
Hagaskóla og var þar mætt|20 mín. fyrir
leik. Foreldrar mínír gátu ekki fylgst með
leiknum en það gerðu afi, systir mín og
frændi" sagði Hekla Maídís Sigurðardóttir,
leikmaður Grindavíkur sem lét femia sig á
Skírdag.
líinnum el við spilum svona
-sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keílavíkur eftir
öruggan sigur í fyrsta úrslitaleiknum gegn Grindavík
Keflvíkingar sigruðu Grindvík-
inga í Keflavík á þriðjudaginn í
fyrsta leik liðanna um hvort liðið
hampar Islandsmeistaratitlinum í
körfuknattleik karla. Lokaölur
urðu 107-91 eftir að staðan í hálf-
1 leik hafði verið 61-42.
Liðin fóm varlega af stað og mik-
ið var um mistök á báða bóga,
virtist sem taugatitrings gætti á
meðal manna. Keflvíkingar hristu
þó slenið af sér og náðu strax
góðu forskoti sem þeir náðu upp í
19 stig fyrir leikhlé. í seinni hálf-
leik héldu heimamenn fengnum
hlut en náðu þó að auka muninn
mest í 21 stig. Um miðjan hálf-
leikinn náðu gestimir að minnka
muninn niður í átta stig og virtust
til alls líklegir en Keflvíkingar
reyndust sterkari á endasprettinum
sem og í öllum leiknum og sigur
þeirra var sanngjam.
„Við vorum að spila mjög vel í
dag og ef við spilum svona áfrarn
þá vinnum við. Við leyfðum jreiin
ekki að komast lengra og það er
mjög gott mál. A fimmtudaginn
munum við halda okkar striki
enda ástæðulaust að fara breyta
góðum hlut,“ sagði Sigurður Ingi-
mundarson þjálfari Keflavikur eft-
ir leikinn.
Hjá Keflavík var það liðsheildin
sem skóp sigurinn, hvergi var
veikan hlekk að finna og hittnin
var í lagi. Þetta var greinilega ekki
dagur Grindvíkinga og þeir áttu
mjög erfitt með að finna leið að
körfu Keflvíkinga, þó ber að hafa
í huga að lið spilar ekki betur en
andstæðingurinn leyfir. Sú varð
rauninn í þessum leik þótt þar á
ofan hafi bæst lánleysi Grindvík-
inga. Skyttur jreirra fóm aldrei í
gang nema Unndór og þótt Herm-
an Myers hafi gert 33 stig missti
hann marga bolta í góðum færam.
„Við voram að spila illa og langt
undir getu í þessum leik bæði í
vöm og sókn. Vamarlega var ekki
gert það sem áður hafði verið
ákveðið og Keflvíkingar réðu
hraðanum. Þeir fengu allt of mörg
fn' skot og það gengur ekki á móti
Keflavík og reyndar ekki á móti
neinu liði. Menn eiga að þurfa
hafa fyrir hlutunum. Þetta eru
rnjög lík lið og þetta var þeirra
dagur. Það sem við þurfum nú að
gera er að stöðva liðsheildina hjá
þeim og við komum vel tilbúnir
til þess í næsta leik, því get ég lof-
aðsagði Friðrik Ingi Rúnarsson
þjálfari Grindavíkur eftir leikinn.
Stigahæstu menn Keflavíkur:
Damon Johnson 24, Falur Harðar-
son 22, Albert Oskarsson 15.
Stigahæstu menn Grindavíkur:
Herman Myers 33, Unndór Sig-
urðsson 17, Helgi Jónas Guð-
fmnsson 13.
Keflvikingurinn
FalurHardarson
gefur merki um
stöðuna eftirfyrsta
leikinn, 1:0. Að ofan
má sjá Kristinn
Friðrikssoní bar-
áttu við tvo Grind-
víkinga.
Víkurfréttir