Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Side 5

Víkurfréttir - 23.04.1997, Side 5
Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu æfði rústa- björgun á Keflavíkurflug- velli um síðustu helgi. Kanadískur sérfræðingur kom hingað til lands til að leiðbeina íslensku björgu- narfólki. Æfingin um síðus- tu helgi er liður í undir- búningi fyrir risastóra æf- ingu sem haldin verður hér á landi í sumar. Þar verða m.a. æfð viðbrögð við Suðurlandsskjálfta og fleiru. Þá verðurmikil æfing í Grindavík þarsem bæjarbúarmunu taka virkan þátt. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á æfingunni um síðustu helgi. -hafa kært yfirtöku á landskikum og krefjast opinberrar rannsóknar Lögð hefur verið frani kæra og krafist opinberrar rannsóknar ríkissaksóknara á meintri vfirtöku Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisinslands á lendum í og frá Helguvík en þar hefur m.a. risið fiskimjölsverksniiðja og tleira. Eigendur jarðanna Litla Hólms í Leiru, Gerðahreppi og meðeigendur að jörðunum Kötluhóli og Sólbakka í Gerðahreppi, að óskiptri sameign áðumefhdra jarða að land- ræmu meðfram ströndinni í Leirulandi, telja að ríkisvaldið hafi slegið eign sinni á umræddar lendur í óleyfi. Jón Oddsson, hæstaréttalögmaður fer með mál eins af landeigendunum sem eru Fisk- þurrkun efh. í Garði. Hann segir að fyrir bragðið sé hluti af svonefndum Helguvíkur- framkvæmdum nú á landi, sem ofangreindir bæir eiga í óskiptri sameign. Þá hafi ríkið afsalað landi Fiskþurrkunar ehf. til Keflavíkurbæjar. nú Reykjanesbæjar sem síðan hefur úthlutað lóðum og öðru til einkaaðila á því svæði. I greinargerð lögmannsins kemur fram að ráðist hafi verið í stórfelld eignaspjöll á umræddu landi, ma. með malar- og hafna- framkvæmdum og fleiru en í Helguvík er risinn fiskimjölsverksmiðja, malbikunarstöð sem og olíustöð á vegum varnarliðsins. Umræddu landssvæði a.m.k. að hluta til, s.s. í Helguvík, virðist ríkissjóður hafa ráðstafað án heimildar landeigenda, þ.á.m. til Hafhasamlags Suðumesja, sem síðan hefur gert lóðarleigusamninga varðandi umrætt land við t.d. Helguvíkurmjöl hf. og SR mjöl hf. Telur hann að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir miklu fjárhagstjóni og eigna- spjöllum sem hann telur varða við ákvæði 26. kafla almennra hegningarlaga. „Þetta varðandi er brýn nauðsyn á opinberri rannsókn enda hafa gagnaðilar vísað frá sér erindum umbjóðanda míns um upplýsingar vegna þessa og vinna þar áframhaldandi eignaspjöll og svipta umbjóðanda minn umráðum eigna hans“, segir Jón í greinarg- erð sinni. Krafist er bæði refsinga lögum samkvæmt gagnvart þeim er sekir kunna að vera í þessu máli sem og fébóta, sem ekki er ólíklegt að verði háar tölur. Seint á fimmta áratugnum og á þeim sjötta afsöluðu ýrnsir landeigendur í Gerðahreppi landskikum meðfram ströndinni til ríkissjóðs og fengu fyrir það verulegar upphæðir. Lögmaðurinn hefur lagt fram uppdrætti af landinu frá þeim tíma sem Agúst Böðvarsson heitinn. forstjóri Landmælinga Islands á þeim tínia gerði og telur að þar komi greinilega fram að land- ræman meðfram ströndinni þar sem m.a. Helguvíkurhöfn sem og grjót- og malarnám er í dag, sé utan þess svæðis sem tekið var eignamámi. A þessari landræmu er einnig golfvöllur Golfklúbbs Suðurnesja en um það land var gerður samningur á sínum tíma. Eins og fyrr greinir hefur Reykjanesbær úthlutað lóðum í umræddu landi til annana aðila. Forráðamenn bæjarins telja sig i full- um rétti til [ress og benda á afsal frá 1. maí 1971 þar sem þá Keflavíkurbær kaupir af ríkissjóði land það er um er fjallað á Hólms- bergi. I bréfi bæjarins segir að það hafi verið skilningur aðila og fyrir honum séu mörg skjalfest rök að eignamám og síðan sala lands á Hólmsbergi nái allsstaðar til sjávar og þess sé hvergi getið í gögnum að strandlengjan sé að hluta eða öllu leiti undanskilin og eignarréttur bæjaifélagsins sé ótvíræður. V íkiirfréttír

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.