Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 8
Sævar synir blada- manni fuglsliræ sem minnliuriþn var nýbuimYad' hauseta og sldlcli eftir i greninu sem Sævar og Dora s-tanda 'vid. bara þeir Lubbi og Tuðra í hans þjónustu. Lubbi er 11 ára, orð- inn gamall og heymarlaus. Svo vel hefur hann þjónað húsbónda sínum að vígtennumar eru nán- ast að verða búnar, bara stubbar eftir, segir Sævær. ,T>egar hann kemst að dýri nagar hann allt sem fyrir er alveg sama hvort það er grjót eða njáhrísla. Þess vegna em tennumar nánast bún- ar“. Sævar sýndi blaðamanni upp í Lubba og síðan upp í skoltinn á Tuðm sem er aðeins þriggja ára. Þar em vígtennum- ar beittar og í fullri stærð, - enn- þá. Hundarnir hlaupa á undan honum á staðinn og þefa mink- inn uppi sem felur sig og „heimili" sitt í holrúmi undir grjótinu sem getur verið allt að einn metri niður. Hann segir að hundamir geti alveg fylgst með ferðunt dýrsins á rnilli grjóta. Sævar fylgir á eftir þeim fjór- fættu með eina haglabyssu og aðra skammbyssu sem hann segir nauðsynlega ekki síst af styttra færi. „Maður gerði þetta ekki án hundanna. Þeir eru mjög liprir og léttir og geta synt heil ósköp. Þá eru þeir með þykkan feld þannig að þeir þola kuldann mjög vel“. Atta hvolpar í greni Þegar við hittum Sævar og dótt- ur hans Dóm Rebekku, 11 ára í fjörunni undir Stað, rétt við gamla kirkjugarðinn í Grinda- vík en þar rétt hjá er golfvöllur- inn og sumarbústaðahverfi, höfðu hundarnir þefað uppi stórt greni. Það var í grjóti við gamla tóft um tuttugu metra frá fjöruborðinu. I greninu voru átta hvolpar og læðan sjálf, mamman hafði fælst í burtu þegar hundamir komu að gren- inu og læddist um í stóigrýti rétt hjá. Sævar sagðist hafa greint augnaglampa hennar og skaut á hana en var ekki viss um að hann hefði hæft. „Yfirleitt þegar maður kentur svona að greni reynir maður að skjóta strax á hana og ná svo hvolpunum en það getur oft verið þrautinni þyngra því hún er oft búin að dreifa þeim, ýmist tveimur, mest sex saman í hóp á stærra svæði ef maður kemst ekki að þeim strax“, segir Sævar en að þessu sinni brá svo við að hann kom að hóp hvolpa sem voru átta saman, nýkomnir f heim- inn. Þeir „vældu“ heil ósköp en þau mæðgin geymdu þá í úlpu- vösunum. Hvolpamir em blind- ir fyrstu vikumar, um 10 sm. að stærð en stækka ört. Sævar seg- ist oft nota það ráð að láta hvolpana aftur í grenið og bíður eftir læðunni sem yfirleitt kem- ur aftur að skrækjandi hvolpun- um. I þessu tilviki sl. sunnu- dagskvöld sá Dóra dóttir hans mink á hlaupum rétt hjá og kall- aði til föður sína sem reiddi þegar af skoti úr haglabyssunni. Dýrið lá í valnum sekúndum síðar en þá kom í ljóst að það var karlinn eða steggurinn eins og hann er kallaður. „Það er mjög óvanalegt að steggurinn sé nálægt „móður og bömum". Hann hittir kerlinguna yfirleitt bara á fengitímanum, gerir það sem hann þarf að gera og fer svo. Þetta var sennilega tilviljun í þetta skipti. Hann var að koma neðan úr fjöri, sennilega í fæðisleit, þegar við rákumst á hann. Mér datt ekki í hug að þetta væri steggur“, sagði Sæv- ar minnkabani. Læðan lét ekki sjá sig Sævar ákvað eftir dágóða stund að setja upp bogana við grenið í þeirri von að sú lágfótta myndi líta við á sama stað. Þrátt fyrir að hafa reynt að „heilla" hana með hvolpaskrækjum var hún treg til. Sævar fór heim á leið með karlinn og ungana. Þeirra biðu sömu örlög og „pabba" gamla sem lá fyrir haglaranum. „Við verðum að lóga þeim“, sagði Sævar. Vera getur að sum- um þyki þetta hörð örlög en Sævar segir að það verði að halda minnkastofninum niðri með þessum hætti vilji menn að fuglalíf þrífist. fann það. Hræið var nýlegt og það eina sem vantaði á það var hausinn! Þannig hafði fuglinn verið drepinn. Fyrstu ár Sævars í þessum veiðiskap fargaði hann 5-600 dýrum á ári á Suðumesjunum en nú eru þetta á milli 100 og 150 dýr á ári og þakkar hann það fyrst og fremst aðhaldi. Fyrir hvert dýr eru greiddar 1200 krónur á bæjarskrifstof- unni. Hundarnir nauðsynlegir Sævar er með tvo hunda sér til aðstoðar af Terrier gerð en var um tíma með fjóra. Þá hvíldu tveir á meðan hinir tveir voru „við leitarstörf'. Þegar þeir þreyttust skipti hann hinum „inná“. Ekki fyrir allt löngu síð- an dóu tveir þannig að nú eru „Æðanarp hefur aukist mjög mikið á nýjan leik og það er einungis vegna þess að minkn- um hefur verið haldið niðri“, segir Sœvar Sigurðsson, minkabani og trillukarl í Grindavik. „Það var ífyrsta sinni imörg ár að það komti hér á milli 50 og 60 œðarkollur og fóru að verpa liérna íeinum hnapp. Þœr hafa alltaf verið mjög dreifðar hér um allt og mun fœrri encla liefurfjöldi niinka farið niður um helming á síð- ustu tuttugu árum. Það er vegna þess að það er leitað reglulega allt árið, ekki bara á vorin“, segir Sœvar sem fer í fleirifjörur á Suðumesjum en í Grindavík. Hann fer í líka reglulega á Vatnsleysuströnd- ina þar sent á fimmta tug dýra hafa að jafitaði verið drepin árlega en fer nií snarminnk- andi. Hannfer íLeiruna og át á Reykjanes ogþá er hann pantaður vestur á Jirði - til að kljást við þennan litla en skœða fjóifœtling. Skelfileg aðkoma Sævar kom til Grindavíkur árið 1977 og byrjaði þá að farga minknum. Þá var mikið af dýr- inu um allar fjörur en hann leit- ar mikið í æti í tjöruborðinu, étur reiðinnar ósköp af þara- þyrsklingi, marhnút og svoköll- uðum sprettfisk og ef hann þef- ar uppi hagamús þá endar líf hennar við það sama hjá þessari j grimmu skepnu sem minkurinn er. Síðast en ekki síst gerir minkurinn rnikinn usla í æðar- varpi. „Karlinn á það til að fara með eggin úr hreiðrunum og koma þeim fyrir í gjótum. Geymir þau þannig. Kerlingin fer ekki í varpið fyrr en hvolp- arnir eru farnir sem jafnframt ráðast þangað um leið og þeir em famir að geta stigið í lapp- irnar. Það er oft skelfileg að- koma í kringum æðarvörp því hvolparnir ráðast á kolluung- ana, sérstaklega þegar þeir eru í fjöruborðinu í ætisleit og bíta oft í þá miðja og leika sér svo með þá eins og kettir. Þegar maður kemur að þessu er dúnn- inn tættur upp úr hreiðrunum og út unt allt og eggin hortin auð- vitað. Þetta styggir fuglinn sem þorir ekki að setjast upp aftur og þannig eyðileggur minkur- inn mikið af varpi á hverju ári ef það er ekki varið “. Sævar sýndi blaðamanni Iítið fuglshræ sem var í greninu þegar hann 8 Y íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.