Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 13
ESB nefnd í Helguvík og á sjóstöng Nefnd á vegum Sendiherra ESB á íslandi og Sendiherra ESB gagnvart íslandi sem staðsett- ur er í Noregi dvaldi á íslandi á dögunum og notaði m.a. tækifærið til þess að sækja Suðurnesin heim þann 16. apríl sl. Nefndin fór í kynningarferð um nýju loðnuverksmiðjuna í Helguvík. Einnig var farið í sjóstangaveiði með Eldingu frá Sandgerði en að sögn Axels Nikulássonar sendiráðsritara Utanríkisráðuneytisins sem skipulagði ferðinna beit þorskurinn ekki á þar sem sjórinn var fullur af loðnu. Hópurinn endaði ferðina á veitinga- staðnum Glóðinni og var hann að sögn Axels mjög ánægður með ferðina. Fegurðardísír gerðu sér glaðan dag á Glóðinni: Alfreð Möller eigandi Sólhússins og Stefán Viðarsson á Glóóinni buðu þátttakendum I Fegurðarsam- keppni íslands í mat sl. föstu- dagskvöld. Þær litu einnig við í Sólhúsinu og skoðuðu framkvæmdir við nýja líkamsrækt- arstöð sem fær nafnið Lífsstíll. Almannavarnarnefnd Sudurnesja og björgunarsveitirnar á Suður- nesjum utan Grindavíkur undir- rituðu á dögnum í björgunar- stöðinni í Garði samstarfssamn- ing um hlutverk björgunarsveita i skipulagi almannavarna. Á myndinni má sjá fulltrúa björgun- arsveitanna takast í hendur við almannavarnarnefndarmenn. Jón Eysteinsson formaður nefnd- arinnar er greinilega ánægður með nýgerðan samning. VF-mynd/hbb. FRÉTTIR SÍMI 898 2222 • Sigrún Ósk Ingadóttir, söngnemandi i Tónlistarskólanum í Keflavík er ad Ijúka burt- fararprófi frá skólanum og hélt tónleika af því tilefni í Ytri-Njardvíkurkirkju á hvítasunnudag. Margir komu og hlýddu á Sigrúnu sem þótti standa sig með mikilli prýdi. VF-mynd/EE. Suzuki fidlunemendur á Sudurnesjum eru all margir bæði í Keflavík og Njarðvík en þá læra krakkar allt frá 3ja ára aldri undir handleiðslu einkakennara réttu handtökin og eru fljót að því! Nemendur í Tónlistarskóla Keflavíkur léku af fin- grum fram í Keflavíkurkirkju sl. fimmtudag undir stjórn Kjartans Más Kjartanssonar og Helle Alhof. Tónlistarskóli Njarðvíkur hélt síðustu vortónleika sína á dögunum í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem nemendur sýndu árangur sinn yfir veturinn. Á tónleikunum komu m.a. fram nemendur úr forskóladeild og Suzukideild ásamt nemendum úr hljóðfæradeildum og höfðu bæði nemendur og áheyrendur gaman af. VF-mynd: Dagný. Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.