Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 15
Ársmiðasöu Keflvíkinga verður framhaldið vegna eftir- spumar nk. sunnudag í K-video kl. 18-20. Sölustjórini er Einar Helgi í s. 421 4535. ,JÞetta var góður sigur sem hefði getað orðið stærri. Strákarnir léku vel. sérstaklega í síðari hálfleik“, sagði Sigurður Björgvinsson, þjálfari Keflvík- inga sem sigruðu Frarn 1:0 í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildinni í knattspyrnu sem hófst á annan í hvítasunnu. Fyrri hálfleikur var tíðindaminni en sá seinni og jafnræði var með liðunum. Keflvíkingar skoruðu eina mark leiksins á 29. mínútu. Jóhann Guðmundsson gaf inn á Hauk Inga Guðnason sem kom á ferðinni rétt inn í vítateiginn hægra megin og lyfti boltanum snyrtilega yfir Keflvíkinginn í Frammarkinu, Olaf Pétursson. Framarar sóttu aðeins í sig veðrið eftir markið án Jtess þó að skapa sér færi. I síðari hálfleik tóku heimamenn öll völd á vellinum og sóttu nær án afláts. Mörg færi litu dagsins ljós en það besta átti Haukur Ingi þegar hann var einn á móti Óla Pé í Frammarkinu en hitti ekki boltann og skaut framhjá. Með smá heppni hefðu Keflvíkingar átt að skora tvö til þrjú mörk. „Við lékum hreinlega illa í síðari hálfleik og vorum heppnir að tapa ekki stærra", sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Framara sem hefur verið spáð nokkurri velgengni í sumar. Allt Keflavíkurliðið lék vel. Vömin var mjög traust og fóru fáir boltar framhjá þeim Kristni Guðbrandssyni. Guðmundi Oddssyni og Karli Finnboga- syni. Fyrir aftan þá var Ólafur óottskálksson traustur í mark- inu þó ekki hafi reynt mikið á hann í þessum leik. Haukur Ingi Guðnason er landsliðsefni framtíðarinnar og með Jóhanni Guðmundssyni á hægri kantin- um em þeir stórhættulegur dúett fyrir hvaða vörn sem er, eld- fljótir og duglegir. Þá vakti Snorri Már Jónsson, nýliði í Keflavíkurliðinu athygli fyrir góða frammistöðu og var ekki að sjá að þar væri nýliði á ferð. Gunnar Oddsson annar þjálfari liðsins var öryggið uppmálað og hefur litlu tapað. Nokkuð ljóst er að tilkoma hans mun hafa góð áhrif á liðið inn á vellinum. „Við bíðum spenntir eftir næsta leik. Það er gott að byrja á sigri og byrjunin í mótinu mun auðvitað hafa verulega mikið að segja fyrir framhaldið", sagði Sigurður Björgvinsson og sagði alla leiki erfiða. Liðið mætir Stjömunni á útivelli í kvöld og svo verður nágrannaslagur í Keflavík á sunnudaginn þegar Keflavík og Grindavlk mætast. femmSS»ss**"' Stefán Jankovic var traustur í vörninni gegn Val. VF-mynd/pket. „Það er alltaf hrollur fyrsta leik sumarsins og ekki síst á útivelli. Þó ég sé ekki sáttur við leikinn sem slíkan unnum við vamar- vinnuna okkar vel. Annað stigið úr þessari viðureign er ásættan- legt“, sagði Guðmundur Torfa- son, þjálfari Grindvíkinga sem gerðu jafntefli við Valsmenn á Hlíðarenda í fyrstu umferð Sjóvá-AImennra deildinni í knattspymu. Leikurinn var ekki tíðindamikill og knattspyman ntun lakari en sást síðar um kvöldið í Keflavík. Jafnræði var með liðunum en Valsmenn áttu á heildina litið hættulegri tækifæri. „Það var svolítill spennustimpill yfir þessu hjá okkur enda höfum við lítið leikið að undanfömu. Eitt stig þarf ekki að vera slæmt í fyrstu umferð. Nú er bara að standa sig gegn KR-ingum heima og við erum ákveðnir í því“, sagði Ólafur Ingólfsson, leikmaður Grindvíkinga. Lið Grindavíkur er skipað heimamönnum að undanskild- um þremur Júgóslövum. Einn þeirra, Stefán Jankovic er reynd- ar orðinn íslenskur ríkisborgari og er jafnframt fyrirliði liðsins. Hann var gríðarlega sterkur í vörninni á Hlíðarenda og var besti maður liðsins og vallarins. Hans bíður erfitt verkefni í kvöld og á sunnudag. Framherjar KR-inga eru beinskeittir og munu reyna á þolrif hans í kvöld. Haukur Ingi, Jóhann og Co. í Keflavík munu sækja á Jankó og félaga á sun- nudaginn. Kirkja Keflavíkurkirkja: Þriðjudagur 27. maí: Starfshópur um kristniboð og hjálparstarf á vegum Kjalamesprófastsdæmis boðar til fundar í Kirkjulundi kl. 20:30. Fundarefni: Hvernig verður kristniboð og hjálparstarf gert að eðlilegum þætti í starfi safnaðanna? Allt áhugafólk velkomið. Fimmtudagur 29. maí: Vorferðir á vegum Keflavíkur- sóknar: Vorferð fermingarbama að Skógum verður farin frá Kirkjulundi kl. 8 árd. Komið til baka urn kvöldmatarleytið. Kirkjuferð eldri borgara verður farin frá SBK kl. 13 e.h. Skráning fer fram hjá SBK í síma 421 -5551. Allir velkomnir. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. Grindavíkurkirkja Fimmtudagur 22. maí: Spiladagur eldri borgara kl. 14- 17. Laugardagur 24. maí: Vortónleikar Tónlistarskólans í Grindavík kl. 16. Athugið kl. 16 en ekki kl. 14 eins og áður var auglýst. Þriðjudagur 27. maí: Foreldramorgunn kl. 10-12. Sóknarnefndin, sóknarprestur og samstarfsfólk í safnaðarstarfi. Kirkjuvogskirkja Höfnum: Sunnudagur 25. maí: Helgi- stund - Aðalsafnaðarfundur. Helgistund í kirkjunni kl. 20. Aðalsafnaðarfundur í safn- aðarheimilinu í framhaldinu. Söfnuðurinn er hvattur til að fjölmenna. Sóknarnefndin. Kálfatjarnarkirkja Sunnudagur 25. maí: Messa kl. 14. Prestur séra Öm Bárður Jónsson annar umsækjenda Garðaprestakalls. Kirkjukórinn syngur. Organisti Frank Herlufsen. Sóknarnefnd. Sundmiðstöð Keflavíkur: Sundgestir áugið! Sundmiðstöðin verður lokuð iaugardaginn 24. maí vegna sundmóts. Forstöðumaður. GROÐURMOLD Höfum til sölu: Harpada og blandaða gróðurmold, einnig fyllingarefni, toppefni, sand og steypuefni. LAVA hf. Sími 852-5078 Stapafelli, Súlum. 21 LAVA Sundnámskeið fyrir börn fædd 1992 og eldri Sundnámskeið verða haldin í Sundhöll Keflavíkur 2.-20. júní og 23. júní -11. júlí. Boðið verður upp á byrjenda og framhaldskennslu. Kennari verður Ragnheiður Runólfs- dóttir sundþjálfari. Skráning og greiðsla fer fram í Sundhöllinni dagana 28. og 29. maí milli kl. 16 og 18. Verð kr. 2.500.- Sunddeild Keflavíkur. Körfuknattleiksdeild UMFN Aðalfundur Körfuknattleiksdeild UMFN heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla. Hefðbundin aðalfundarstörf Félagar fjölmennið. Stjórn kkd. UMFN. Körfuknattleiksdeild UMFN langar að koma fram þakklæti til allra þeirra er gerðu okkur kleift að eiga saman frábært herrakvöld þann 30. apríl síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við Glóðinni fyrir þeirra frábæra ¥//fl(l/Z/. ) framlag. ' 121 Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.