Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 11
Afmæliskveðja Guðrún Hannesdóttir ára Guðrún Hannesdóttir, Suður- götu 15-17 varð 90 ára 14. mars s.l. Foreldrar Guðrúnar voru Hannes Einarsson, verkamaður og Ambjörg Sig- urðardóttir seni lengst af bjuggu við Melgötu hér í Keflavík. Mamma var næst elst af 13 systkinum. Hún giftist manni sínum Olafi Sólintann Láms- syni 21. nóvember 1925. Þau eignuðust 12 böm, tvö þeirra dóu í æsku og tveir bræður fullorðnir. Elsku mamma, þetta er gert meira af vilja en mætti. Þú ólst okkur að mestu upp ein, vegna vinnu og veikinda pabba. Þú kenndir okkur að vera heiðarleg og ég vona að við höfum verið það. Já, þú kenndir okkur svo margt. Það er ábyggilegt að það sem þú kenndir mér hefur dugað hingað til. Enda erum við bömin þín stolt af þér. Elsku mamma, líf þitt er ekki bara dans á rósum. Það er að- dáunarvert, hversu vel þú hugsaðir um hann pabba í veikindum hans og erfiðleik- um. Já, mamma mín þú ert AFMÆLI 50 ára afmæli María Kristinsdóttir Nipper er komin heim frá Dallas til að halda upp á 50 ára afmæli sitt 28. maí n.k. í safnaðarheimil- inu í Innri-Njarðvík kl. 20-23. Vonast hún til að sjá sem fles- ta ættingja, vini og skóla- systkin. Gjafir vinsamlega af- þakkaðar. Þessi síungi maður er 50 ára í dag 22. maí. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 23. maí í Verkalýðshúsinu Sæ- borgu kl. 20. Elsku Steini minn, til ham- ingju meðdaginn! Lóa. sérstök perla í mínum augum, þú ert besti vinur sem ég hefi átt, þú ert ekki bara vinur, þú er besti leiðbeinandi og besta foreldri, sem hægt er að hugsa sér. Á laugardögum, þegar þú ert hjá mér, finnst mér ég vera betri manneskja. Þú ert alltaf svo jákvæð og glöð. Okkur hefur alltaf komið vel saman og ég minnist margra stunda, er við vorum tvær saman og pabbi svaf. Elsku mamma þið pabbi vor- uð sérstök hjón og ég hugsa að fólk hér geri sér ekki grein fyrir hvað þið gerðuð fyrir annað fólk. Það var sjúkt fólk og fátækt og þeir sem höfðu orðið undir í lífinu. Þið voruð alltaf að hlúa að og gefa. Þið voruð merkis hjón. Elsku mamma mín, ég óska þér innilega til hamingju með nfræðis afmælið, Ásgeir send- ir þér kveðju og ég veit að guð gefur þér fagurt ævi- kvöld. Gunna Jóna. s Gerðahreppur: Ganga varsla ræsting Gerdahreppur óskar eftir ad ráða í starf gangavarsla/ræsting við Gerðaskóla frá og með næsta skólaári. Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1997. Sveitarstjóri. ® ÚTB0D Stækkun Stóru- Vogaskóla Um er að ræða u.þ.b. 700 ferm. viðbyggingu á einni hæð, stein- steypt, ásamt breytingum á eldri hluta. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps frá mánudeginum 26. maí n.k. Vettvangsskoðun verður fimmtu- daginn 29. maí n.k kl. 14:00. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps. PL0NTUSALAN Drangavöllum 6 - Keflavík - s. 421-2794 Opntim laugardagínn 24. maí! Sumarblóm og góð gróðurmold í potta og ker Alltí garðínn mynd af ein- hverju blómi takk fyrir!! Opið virka daga 18-22 Helgarkl. 10-18. Munið fréttasímann 898-2222 og 893-33717 Tónlistarskóli Sandgerðis: VORTOIilLEIKAR 00 SLIT Vortónleikar og skólaslit verða föstudaginn 23. maí kl. 17:00 í sal Grunnskólans. Allir velkomnir. Skólastjóri. Harmonikku tónleikar Harmonikku tónleikar verða haldnir föstudaginn 23. maí kl. 20:30 í Ytri-Njarð víkurkirkju. Allir velkomnir. jjk LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR: AÐALFUNDUR Aðalfundur Leikfélags Keflavíkur verður haldinn í kvöld fimmtu- daginn 22. maí kl. 20:30 að Vesturbraut 17 (Þotan). Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka með sér áhugasama gesti. Kveðja, Stjórnin Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.