Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 10
Aðalskipulag Sandgerðisbæjar: Ahersla a umferöanmal Aðalskipulag Sandgerðis- bæjar var kynnt á opnum fundi í Sandgerði fyrir sköm- mu þar sem að Guðni Pálson arkitekt fór yfir skipu- lagshugnivndir ásamt bæjar- fulltrúum og íbúum. I aðalskipulaginu hefur höfuðáhersla verið lögð á umferð í bæjarfélaginu og þá sérstaklega á þungaflutninga frá höfninni í gegnum byggð eins og verið hefur. Aætlað er að þjóðvegurinn liggi eftir strandgötu og tengist inn á Garðveg til þess að skilja að athafiiasvæði og íbúasvæði sem liggur fyrir aftan. Ný gata verður lögð vestan við Strandgötu niður á hafnar- svæðið sem tekur alla þunga- umferð. Sandgerðisvegur klýfur nú í sundur íþróttasvæðið og skólasvæðið. Verður hann því lagður sunnan við íþróttasvæðið sem er áhættuminna og laust við umferð unglinga sem eiga erindi á þau svæði. Austan við bæinn er gert ráð fyrir svoköl- luðum ofanvegi og frá honum verður tenging í þau hverfi sem fyrir eru og byggð aukin frá honum. Tilgangurinn er að leiða umferð út úr íbúabyggð í bænum og minnka slysahættu. Sandgerðishöfn stækkar til suðurs þar sem smábátahöfnin er staðsett en áður voru uppi hugmyndir um að staðsetja hana í grynningunum. Frá þvf var horfið vegna ábendingar frá Fræðasetrinu þar sem kom í ljós að Sanderlan á sér það svæði en hún lifir á mjög sérhæfðu fæði í fjöruborðinu. Vonir eru um að fiskvinnsla aukist með stækkun haftiarinnar og reynt verður að fá meiri vinnslu í bæinn þ.á.m. að koma af stað fiskrækt meðfram ströndinni. Stofnanir Sandgerðisbæjar eru á víð og dreif og er lögð áhersla á það í skipulaginu að þær flytjist miðsvæðis. Áætlað er að þjónustukjarni rísi á næstu 20 árum þar sent yrðu staðsett ver- slanir, læknaþjónusta, apótek, bankar og fleira. Reynt verður að halda grænu yfirbragði í bænum með stí- gatengingum og útivistar- svæðum. Að auki er gert ráð fyrir gerð gróðurbeltis í Sandgerði sem nú er notað á nokkrum stöðum á landinu. Slík gróðurbelti eru skjólmyndandi og hækka smám saman hitastig í bænum og auðvelda þar með gróðurrækt fyrir aðra. Ferðaþjónusta hefur aukist gífurlega á Stór-Reykjavík- ursvæðinu og sá möguleiki skoðaður að nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöl! til þess draga ferðamenn til Sandgerðis. I því sambandi er litið til Fræðasetursins og veitinga- hússins Vitans sem eru fyrir hendi í bæjarfélaginu en ráðstefnuaðstöðu vantar og gistingu á svæðið. Gert er ráð fyrir því að þegar að skipulagstfma lýkur árið 2017 verði íbúafjöldi Sandgerðis- bæjarl840. Aðalskipulag Sandgerðisbæjar bíður eftir samþykki skipulags- deildar ríkisins og verður það tekið fyrir á fundi bæjarstjómar þann 28. maí n.k. Kigenclur Njarðar hf. sem reka loðnubrteðsluna í Sandgerði hafa ciskað eftir því að stækka húsnæði verksmiðjunnar. Fyrirtækið hefur keypt nýja verksmiðju í Danmörku og hyggst það taka liana niður og flytja til landsins. Byggingin er 900 fermetrar að stærð og á Inin að vera í sama gæðaflokki og loðnubræðslan sem fyrir er. Fngin lykt á að fylgja rekstri hennar en mikill styr hefur staðið unt bræðsluna í Sandgerði vegna lyktar sem leggur yfir bæinn i ákveðinni vindátt. Málið er til kynningar hjá byggingarnefnd og á eftir að afgreiða það í bæjarstjórn. Iþróttamiðstöðin í Sandgerði \y LAUST STARF Laust er til umsóknar starf bad- og sundlaugarvardar í íþróttamidstöðinni í Sandgerði. Um er ad ræða 80% stöðu. Starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar þurfa ad standast þær kröfur sem eru gerðar til sundvarða í reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar. Kvenmenn eru hvattir til að sækja um þar sem einstakling vantar í baðvörslu í kvennaklefa. Viðkomandi verður að geta hafið störf 7. september n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sandgerðisbæjar og er umsóknarfrestur til 10. júní n.k. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 423-7966 á skrifstofutíma. íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerdisbæjar. /ullir iiUj/j/-/•'/;<á\ iii r - -- ÉSý: Tgto&MSffiaté sffimp Vinnur loðdýrafóðun úr íslensku hráefni Fyrirtækið Danske Pels hyg- gst hefja vinnslu á loðdýra- fóðri í Árnablokkinni í Sandgerði í santvinnu við eigendur hússins og áttu for- ráðamenn fyrirtækisins viðræður við bæjaryfirvöld í Sandgerði í síðustu viku. Árnablokkin eins og hús- næðið er kallað hefur staðið tóm um langt skeið en nýverið festi Sigurður Ingimundarson kaup á eigninni en hann rekur fyrirtæki á austfjörðum. Danska fyrirtækið mun leigja húsnæðið til vinnslunnar og verður að öllunt líkindum stofnað nýtt fyrirtæki utan um reksturinn. I húsinu ereinn stærsti frystik- legi landsins alls 700 ferme- trar en húsið sjálft er um 5000 fermetrar. Hráefni til vinnsl- unnar verður fengið af Suður- nesjum og er búist við því að ársframleiðsla nemi tugi þúsunda tonna. Að sögn Sig- urðar Vals Ásbjarnarsonar bæjarstjóra Sandgerðisbæjar mun vinnslan skapa störf fyrir 30 manns. Sandgerðis-smælki Atvinnulífið risið uppúr öskustónni Atvinnulífið blómstrar í Sandgerði um þessar ntundir og er stöðugleiki á atvinnumarkaðinum meiri eftir að fyrirtækið Ný Fiskur hóf vinnslu á fullum krafti í nýju húsi. Fiskmarkaðshúsið er nú að komast í notkun og verður það opnað nteð pompi og prakt laugardaginn 24. maí. í húsinu verður fiskntarkaður Suðumesja með alla sína starfsemi og til viðbótar fiytur öll hafnaraðstaðan þar inn sem þykir bylting og verður ný vigt sett niður í mánaðarmótin maí, júní. Hreint hjá fiskvinnsluhúsum I sumar verður gert stórátak í umhverfismálum í kringum fiskvinnslufyrirtæki við höfnina og ætla Ný Fiskur og Fiskmarkaður Suðumesja að ganga alveg frá sínum lóðum. Auk jtess mun Haraldur Böðvarsson ganga frá sinni baklóð. Átak þetta kemur í kjólfar vinnu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar þar sem rík áhersla er lögð á umhverfismál. Sandgerði styrkir fegurð Sandgerðisbær styrkir hin ýntsu málefni og ákvað bæjarstjóm Sandgerðisbæjar á fundi sínum þann 7. maí sl. að styrkja Sigurbjörgu Jónsdóttur, Sandgerðismær, sem varð í öðru sæti í fegurðarsamkeppni Suðumesja unt kr. 50 þúsund til þátttöku í fegurðarsamkeppni Islands sem fram fer á motgun. Það er því ekki í kot vísað á þeim bænum en þess má geta að bæjarstjóm Reykjanesbæjar samþykkti nýverið að styrkja íslandsdrottn- inguna úr Njarðvíkunum, Sólveigu Lilju Guðmundsdóttur, um kr. 40.000 vegna þátttöku í keppninni Ungfrú Alheimur. Þórður Árelíusson hefur verið ráðinn nýr hafnarstjóri t' Sandgerði en hann starfaði áður hjá Fiskistofu. Hann mun taka við stöðunni af Sigurði Bjamasyni sem lést á síðasta ári. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.