Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 4
FRETTIR Við emm til húsa á efri hæð Sparisjóðsins í Njarðvík Gmndarvegi 23 Auglvsingar 4214717 Faxnúmer 4212777 Fréttavakt 8982222 Þóranna Kristín Jónsdóttir heldur tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju nk. mið- vikudagskvöld en hún stundar söngleiklistarnám við Mountview theatre School í Lundúnuni þar sem starfrækt er ein virtasta söngleikjadeildin í lieim- inum í dag. Hún sagði Dagnýju Gísladóttur frá náminu, vinsældum Is- lendinga í Lundúnum, og draumahlutverkinu. Þóranna aldist upp við söng- leikinn Jesus Christ Superstar enda eru foreldrar hennar Magdalena Sirrý Þórisdóttir og Jón Björn Sigtryggsson miklir söngleikjaaðdáendur. „Eg tók það síðan lengra", segir Þóranna með bros á vör en hún er nú á öðru ári í sön- gleikjanámi við Mountview Theatre School í Lundúnum. Þaðan mun hún ljúka BA prófi í söng, leiklist og dansi (performing arts) vorið 1999. Söngurinn hefur lengi verið áhugamál Þórönnu en eins og Suðumesjamenn muna eflaust sigraði hún söngvakeppni franthaldsskólanna árið 1993 með gamla smellinum „dimmar rósir“. Svo skemmtilega vildi til að eftir keppnina voru kirtlamir teknir úr Þórönnu og var það Stefán Eggerts sem framkvæmdi aðgerðina en hann söng lagið upprunalega. Söngurinn er Þórönnu rnikils virði og kom það í ljós við kirtlatökuna.. „Söngurinn er mér allt og ég hélt ég yrði bijáluð þegar ég gat ekki sungið“, segir Þór- anna. Hún byrjaði í tónlistarskóla aðeins fjögurra ára gömul. Fyrst í forskóla og síðan tók píanónám við. Hún hóf söngnám f Tónlistarskólanum í Keflavík og lærði þar í tvo vetur þar til hún flutti sig yfir í FIH og var hún þar í tímum hjá Jóhönnu Linnet í 3 ár. þaðan lauk hún 5. stigi í söng. „Við í FHI bjuggum til okkar eigin braut“, segir Þóranna og hlær. „Það hafði aldrei verið söngnemandi á rokkbraut áður og því voru engar reglur til um hana. Við tókum því einfaldlega rokkbrautina og breyttum henni í söngleik- jabraut'*. Hvaðan kemur þessi söng- leikjaáhugi? Eg aldist upp við söngleiki enda eru foreldrar mínir ntikl- ir söngleikjaaðdáendur. Þeir sáu Starlight Express og Cats í London þegar ég var 8 ára gömul og komu með þá heim á plötu. Foreldrar mínir fóru af og til til London á söngleiki og komu heim með það sem var að gerast. Ég kunni þetta allt utanað og var eiginlega ekki viöbjargandi". í upphafi sótti Þóranna unt skóla í Englandi og Banda- rikjunum. Hútt fékk inngöngu í þá alla en England varð fyrir valinu þar sem söngleikja- hefðin er rík þar. Hún býr í London ásamt unnusta sínum Karli Marteinssyni sem er úr Grindavík. Hann stundaði nám í Sound engeneering við Alchemea og vinnur nú í stúdíó í London. Mountview Theatre School starfrækir að sögn Þórönnu eina virtustu söngleikjadeildina í heiminum í dag og kann hún vel við sig þar. „Það er ógeðslega garnan", segir hún og hlær. Hún vekur nokkra undrun samnemenda sinna þegar í ljós kemur að hún er frá Islandi og segist hún finna fyrir því að landið sé í tísku. „Þriðja ár skólans er eingöngu byggt upp á sýningum og fá nemendur oft samninga í kjöl- farið. I lok skólaársins er staðið fyrir Show Case þar sent fjöldi aðila innan söng- leikjabransans niæta og skoða frammistöðu nemenda. Nem- endur Mountview fengu ein- mitt metaðsókn á síðasta ári. Einn stærsti framleiðandinn í bransanum sem heitir Mac- hintosh er óobinber velunnari skólans og hefur hann lýst því yfir að að þetta sé besta söng- leikjadeildin í heiminum í dag. Hann lieldur einkaprufu fyrir nemendur skólans sem er gífurlega mikilvægt því ef þú kemst inn undir hjá honum þá ert þú búinn að „nteika" það í þessunt bransa". Þóranna hyggst reyna fyrir sér í London eftir námið enda séu möguleikarriir ekki miklir heima á frónni. „Ég ætla ekki að hoppa í næstu vél heim“, segir hún með áherslu. „Það er eriitt að komast inn í leikhúslíftð hér heima úr erlendum leiklist- arskólum. Það ætti þó ekki að þurfa vera þannig þar sem það hlýtur að vera af hinu góða að fá hingað fólk með fjölbreytta menntun. En þetta er lítill markaður og ég gæti aldrei verið í söngleikjum eingöngu. Ég get nefnt sem dæmi að þótt þú „meikir" það ekki og ert bara í kórnum þá er það alveg eins gott og að vera í sæmilegri vinnu hér og ansi mikið skemmtilegra". Þóranna hyggst kynna fólki söngleikjatónlist á tón- leikunum á miðvikudaginn og er undirleikari hennar Agnar Már Magnússon en hann er menntaður djasspíanisti úr FIH og er við nám í Hollandi. ISKIPTIBÓHA ; MARKAÐIíR j 4 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.