Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 15
Breytingar á umferðarrétti Eftirfarandi breytingar á umferðarrétti í Reykjanesbæ taka gildi þann 10. september 1997. 1. Stöðvunarskylda verður á umferð á Efstaleiti gagnvart umferð á Flugvallarvegi. 2. Biðskylda verður á umferð á Smiðjuvöllum gagnvart umferð á Flugvallarvegi. 3. Innakstur að norðanverðu verði bannaður á lóð SBK, Hafnargötu 12. 4. Allur akstur öðrum en almenn- ingsvögnum verði bannaður á bráðabirgðagötu milli Sjafnarvalla og Heiðarholts. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Sýslumaðurinn í Keflavík. Munið forsölu Keflvíkinga í Samkaup. Þar eru einnig seldar K-húfur og bolir! Skólasetning Skólastarf hófst með kennarafundi þriðjudaginn 26. ágúst. Nemendur mæti í skólann mánudaginn 1. september sem hér segir: 8. til 10. bekkur 5. til 7. bekkur 2. til 4. bekkur kl. 10:00 kl. 11:00 kl. 13:00 Kennsla þessara hópa hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. september. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í skólann 1. og 2. september með bréfi, kennsla hefst skv. stundaskrá 3. september. Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum daglega kl. 08:00-16:00. Skólastjóri. Síðsumarstónleikar Hjónin Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson halda söngtónleika við undirleik Guðlaugar Hestnes í Grindar- víkurkirkju sunnudagskvöldið 31. ágúst kl. 20.30 og í Ytri- Njarðvíkurkirkju mánudags- kvöldið 1. september á sama tíma. Efnisskráin er í léttum dúr, ís- lensk og erlend sönglög og dúettar í sannkallaðri síðsum- arsstemmningu. Styðjum Halldóru! Tékkareikn. í Sparísjódnum í Keflavík nr. 11000 Smófréttir úr bæjarstjórn Bæjarráð samþykkir erindi Heilbrigðisnefndar Suður- nesja þar sem farið er fram á að bæjarsjóður láti rffa og fjarlægja húsið Sléttu, Bergi og lóð verði hreinsuð vegna fok- og slysahættu. Bæjarráð samþykkir erindi Heilbrigðisnefndar Suður- nesja þar sem farið er fram á að bæjarsjóður láti ri'fa og fjralægja húsið Sléttu, Bergi og hreinsa lóð vegna fok- og slysahættu. Bæjarráð samþykkti að taka tilboði frá Hauki Guðmunds- syni í Aðalgötu 14 til flutn- ings að Vallargötu 13 að upp- hæð kr. 1.300 staðgreitt. iaus staéa hjá Reykjmbæ Forstöðumaður íþróttamiðstöð- var Njarðvíkur og Sundhaílar Keflavíkur. Starfið felur m.a. í sér umsjón með ofangreindum mannvirkjum, starfs- mannahaldi, fjárhagsáætlanagerð og eftirlit með tilheyrandi tækjabúnaði. Leitað er eftir starfskrafti sem hefur góða þjónustulund, reynslu af stjórnun og á gott með að umgangast fólk. Umsækjendur þurfa að hafa góða sundkunnáttu. Athygli er vakin á því að starf þetta hentar jafnt konum sem körlum. Laun samkvæmt kjarasamningi STFtB og Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfs- mannastjóri í síma 421-6700. Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík. Hermirinn verður við íþróttahúsið í Grindavík fimmtudaginn 28. ágúst og við Samkaup í llljarðvík föstudaginn 29. ágúst laugardaginn 30. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst Eitt skemmtilegasta útileiktæki sem komið hefur fram í seinni tíð, er svokallaður farandhermir eða Mobile Simulator. Hægt er að velja um þrjú mismunandi umhvefi í farandherminum: Æsispennandi ferð með geimrússibana, ótrúlega ævintýraferð um heimskauta- svæði og á skíðum niður hina heimsfrægu Ólympíu- brunbraut í Lillehammer. Hermirinn er fyrir unga sem aldna enda tala allir um sem hafa farið í hann í Reykjavik að hér sé um frábæra skemmtun að ræða. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.