Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 5
I ‘Sgggr W'2!“ /„ ..... www.ok.is/visir ER FÉLAGIÐ ÞITT MEÐ 1 * ^ HEIMASÍÐU? samskipt. VEFSIÐULAUSNIR 421-6333 Ilí»| |D Eina vikulega fréttablaðið VllYUK á Suðurnesjum á Internetinu FRÉTTIR http://www.ok.is/vIkurf]© Getum andað léttar! Margir bæjarbúar höfðu samband við skrifstofur SR mjöls sl. nránudag og kvörtuðu yfir stækum löðnufnyk sem lagðist yfir bæinn frá loðnubræðslunni í Helguvík. Þær upplýsingar fengust hjá SR mjöl að lyktina mætti rekja til þess að verið væri að hreinsa verksmiðjuna eftir vertíðarlok. Ekki hefur verið brætt í verksmiðjunni um nokkurt skeið og var vindrásin opnuð og farið yfir alla hluti. Hreinsun er nú lokið. I__________________________________________________I Leikfálag Keflavíkur: Vinnuátaks- helgi hjá LK Félagar í Leikfélagi Kefla- víkur Itafa unnið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að breyta Veslurbraut 17. í leikhús sem jafnframt mun nýtast annarri menn- ingarstarfsemi i bæjarfél- aginu. Húsnæðið hefur tekið miklum breytingum og má þar nefna sal sem tekur 130 manns í sæti og þegar hefur verið fjárfest í stólum og pöllum fyrir áhorf- endur sem og fullkomnum Ijósabúnaði. Að auki er verið að koma fyrir búningsaðstöðu fyrir leikara sem og geymsluplássi fyrir bæði leikmuni og búninga. Til garnans má geta að þegar hafa um 15.000 þúsund vinnu- stundir verið lagðar í verkið. Sér nú loksins fyrir endann á breytingunum þótt enn sé nokkur vinna eftir og ætla félag- ar úr LK að efna til vinnu- | átakshelgi nk. laugardag og J sunnudag. LK hvetur alla félagsmem og aðra áhugasama bæjarbúa til þess að rnæta og leggja verkinu lið. Leikfélag Keflavíkur fagnar 30 ára afmæli sínu á árinu og af því tilefni er fyrirhuguð afmælis- dagskrá fyrir áramót ef allt gengur að óskum. Stefnt var að því að Ijúka breytingunum fyrir 1. september og ef svo á að vera og hægt verði að hefja félags- lífið að nýju verða félagmenn og sjálfboðaliðar að taka hön- dum saman og leggjast á eitt. Fólk er einnig boðið velkomið til þess að skoða húsa- kynnin.Átakið hefst kl. 13.00 báða dagana. Síðsumanstónleikar Hjónin Elín Ósk Óskarsdót- tir og Kjartan Ólafsson halda söngtónleika við undirleik Guðlaugar Hest- nes í Grindarvíkurkirkju sunnudagskvöldið 31. ágúst kl. 20.30 og í Ytri-Njarðvík- urkirkju mánudagskvöldið 1. september á sama tíma. Efnisskráin er í léttum dúr, íslensk og erlend sönglög og dúettar í sannkallaðri síð- sumarsstemmningu. Elínu Ósk þekkja flestir lands- menn en hún hefur sungið fyrir Islendinga á óperu- sviðinu í nokkur ár með hinum ýmsu kórum auk ein- söngstónleika hér á landi og erlendis og í ár hélt Elín tvis- var til Noregs vegna sýninga á óperunni Fredkulla eftir M.A. Udby þar sem hún hlaut góða dóma fyrir frammistöðu sína. Elín Ósk er einnig söngken- nari við söngskólann í Reykjavík og stjórnandi Rangæingakórsins í Reyk- javfk. Kjartan Ólafsson hefur komið vfða fram sem söngvari eða undirleikari við ýmis tækifæri á tónleikum með konu sinni Elínu Ósk ásamt því að syngja einsöng með hinum ýmsu kórum hérlendis og erlendis. Guðlaug Hestnes er staifandi undirleikari hjá Karlakómum Jökli á Höfn í Hornafirði og píanókennari við Tónlistar- skólann þar í bæ. Samstarf þeirra hefur staðið yfir í nokkur ár og í sumar liéldu þau tónleika víða um austur- og norðauslurland við góðar undirtektir. Ljúka þau þessari tónleikaferð með tón- leikunum í Grindarvíkurkirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju. Við viljum bjóda ykkur hjartanlega velkomnar á námskeid í fatastíl og förðun, laugardaginn 6. september. Námskeiðið verður frá kl. 10:00 til 17:00 í Kiwanishúsinu við Iðavelli Boðið verður upp á hádegisverð. Förðun: Kennsla, dag- ogkvöldförðun. Hverog einn fær persónulegar ráðleggingar. Fatastíll: Hentugasta snið fyrirþína líkamsbyggingu og hvaða snið þú átt að forðast. Perónuleg ráðgjöf. innifalið í námskeiði er fatastílsbók og ráðgjöf um val á undirfatnaði. Einnig verða námskeið laugardagana 13., 20. og 27. september. Innritun í símum: 4213035 (Helga) - 4215415 (Smart) - 421 1148 (Stebba) Dekraðu við þig, þú átt það innilega skilið. Helga Sigurðardóttir fatastílisti Stefanía Björnsdóttír förðunarfræðingur sraaRt HÓLMGARDI 2 • KEFLAVÍK SÍMI 432 5415 Uið erum búin að fá nokkra innkaupalista grunnskólanna. Forðist ösina á mánudaginn. Sóhabúi Hejfafíkur Sólvallagötu 2 • Keflavík • sími 421 1102 ir/| r

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.