Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 13
Afmælishátíð Jóns Þorkelssonar Thorkillii: 300 ára ártíð Jóns Þorkelssonar Reykjanesbær fagnaði um 17. ágúst 300 ára ár- tíð Jóns Þorkelssonar Thorkillii rektors í Skál- holti. Afmælishátíðin hófst við styttu Jóns í Innri- Njarðvík sem afhjúpuð var árið 1965 og er eftir Ríkarð Jónsson. Þar flutti Drífa Sigfús- dóttir forseti bæjar- stjómar ávarp og sr. Olaf- ur Oddur Jónsson flutti hugvekju. Nemendur úr Njarðvíkurskóla, Harpa Gunnarsdóttir og Hjörtur Magnús Guðbjartsson, lögðu blómsveig við min- nisvarða Jóns og lúðra- sveit Tónlistarskólans í Njarðvík lék á hátíðar- svæðinu. Að því loknu var hátíðinni áfram haldið í Stapa þar senr lúðrasveit Tónlistarskóla Keflavíkur lék við innganginn. Þar flutti Sigurður Pét- ursson lektor erindi um Gullbringuljóð Jóns Tliorkillii og Guðmundur Sigurðsson og Gróa Hreinsdóttir fluttu sálm Jóns. Að lokum flutti Helga Óskarsdóttir ávatp. Einnig ávörpuðu Odd- bergur Eiríksson og sr. Bjöm Jónsson samkom- una. Nemendur grunnskól- anna fóm í skoðunarferð að minnisvarða Jóns þar sem Helga Óskarsdóttir sagði þeirn sögu hans og sýndi þeinr ýmislegt áhugavert á svæðinu um- hverfis styttuna. Að lok- inni skoðunarferðinni teiknuðu þau það sem þeim þótti áhugaverðast. Elstu bömin skrifuðu rit- gerðir um Jón og hlutu Harpa Gunnarsdóttir 8. bekk Njarðvíkurskóla, Hjörtur Magnús Guð- bjartsson 8. bekk Njarð- víkurskóla og Anna Val- borg Guðmundsdóttir 10. bekk Njarðvíkurskóla viðurkenningu fyrir rit- gerðir sínar. Sýning á verkum skólabarna tengdum hátíðinni verður opin í Bókasaíhi Reykja- nesbæjar frá 16. ágúst á afgreiðslutíma safnsins. Jón Þorkelsson eða Johannes Thorkillius eins og hann skrifaði nafn sitt á latínu fæddist í Innri- Njarðvík árið 1697. Jón mælti svo fyrir að eftir andlát sitt skyldu eignir hans renna til fátækra bama í Kjalarnesþingi þar sem skyldi stofna skóla og veita þar börnunum bóklegt og verklegl uppeldi. Þetta er stærsta gjöf sem gefin hefur verið til bamauppeldis á Islandi og hefur sjóðurinn verið nefndur Thorkillisjóð- urinn. A kostnað sjóðsins var stofnaður skóli að Hausastöðum á Alftanesi árið 1792 og veittir voru styrkir úr sjóðnum til skólahalds víða í Gullbringusýslu. Síðasti styrkurinn úr sjóðnum var veittur sl. sunnudag og verður hann notaður til bókakaupa fyrir „Bóka- stofu Jóns Tltorkilli1' senr vistað verður í Njarð- víkurskóla fyrst um sinn eða þar til skóli rís í Innri- Njarðvíkurhverft. LOGGAIM MEÐ GALAIMT V6 í GERVIHIMATTASAMBAIMDI Lögreglan í Keflavík hefur tekið í notkun nýja lögreglu- bifreið. Það er Mitsubishi Galant V6. 24 ventla og 163 hestöfl. Þetta er ein öflugasta lögreglubifreið á landinu. Meðal nýjunga má nefna gervihnattatengingu með GPS sem auðveldar að staðsetja slys við skýrslugerð. Harpa Gunnarsdóttir og Hjörtur Magnús Guðbjartsson, lögðu blómsveig við minnisvarða Jóns. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar er líka á myndinni ásamt Rebekku Guðfinnsdóttur. VF-mynd: Hilmar Bragi Anna Eva María Nína Kolla Margrét Dísa* Svala* Þasr eru djarfar hispurslausar ófeimnar... ég mín...í einrúmi.'' andi hljóðritanir rir kpjjui" oatkarlmenn. m ÖSJ Tcjrzjíc) september L j zsa SÖFNUNARREIKNINGUR TIL STUÐNINGS Æ * HALLDORU SIGFUSDOTTUR TEKKAREIKNINGUR NR. 11000 í SPA RISJÓÐNUM í KEFLAVÍK tSPRRISJÓOURIHN í KEFLAVÍK Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.