Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.08.1997, Blaðsíða 10
ATVINNA Starfsmaður óskast við breytingar á plastbátum. Upplýsingar gefur Ómar á staðnum. IfcntUL- þínj, Hafnarbraut 12c - Njarðvík Símar 421-5800 og 897-6995 Heilsugæslustöð Suðurnesja: Hjúkrunarforstjórí Laus er til umsóknar staða hjúkrun- arforstjóra við Heilsugæslustöð Suðurnesja Grindavík. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í stjórnun- arstörfum og geti hafið störfsem fyrst. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 10. september n.k. Allar nánari upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 426-7000 og undirritaður í síma 422-0580. Keflavík 22. ágúst 1997 Framkvæmdastjóri. Sjúkrahús Suðurnesja: YFIRLÆKNIR Staða yfirlæknis við Sjúkrahús Suðurnesja er laus til umsóknar, um 100% starfshlutfall er að ræða og áskilið er að umsækjendur hafi sér- fræðiréttindi í lyflækningum. Laun eru skv. kjarasamningum Læknafélags Islands og fjármála- ráðherra. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. september n.k., sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar í síma 422-0580. Umsóknum sé skilað á eyðublöðum, sem látin eru í té á skrifstofu Sjúkrahússins, Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu Landlæknis. Keflavík 22. ágúst 1997 Framkvæmdastjóri. Vitni óskast Farið var inn í bláa Lödu fyrir framan Sjúkrahús Suðumesja sem starfsmaður var á sl. þriðjudag. Ur bifreiðinni var tekin svört taska með per- sónulegum munum. Fundar- launum heitið. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar vinsamlegast hafi sam- band í síma 899 0560 eða 423 7598. Bjönk samþykkti Ranglega var farið með af- greiðslu fundargerðar skatta- nefndar sem fram fór á fundi bæjarstjómar Reykjanesbæjar þann 19. ágúst sl. og sagt var frá f síðsta tölublaði Víkur- frétta. Sagt var að bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hefðu allir setið hjá við af- greiðslu fundargerðanna. Hið rétta er að Björk Guðjónsdótt- ir var eini bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna sem samþykkti fundargerðimar. Þrír fulltrúar sjálfstæðisflokks sátu hjá. rrGömul æfing" Þau skondnu mistök urðu í umljöllun Víkurfrétta um æf- inguna Samvörður 97 að birt var orðrétt bókun Almanna- vamanefndar Suðumesja um „skrifborðsæfinguna" Sam- vörður 97 sem er ekki hin raunverulega almannavarna- æfing sem fram fór í lok júlí. Skrifborðsæftngin fór fram 7. júní sem er nokkuð fyrir hina raunverulegu æfingu. Er beiðist velvirðingar á þessum mistökum. Vetrarstarfið að hefjast hjá Kvenna- kór Suðurnesja Kvennakór Suðumesja mun á næstunni hefja vetrarstarfsemi sína. Framundan er mikið og áhugavert starf en þann 22. febrúar verður kórinn 30 ára. Verður joess minnst með stór- tónleikum og afmælishófi. 24 - 26. október tekur kórinn þátt í þriðja landsmóti kvenn- kóra sem haldið verður í Reyk- holti í Borgarfirði og hafa nú þegar 14 kórar skráð sig til þátttöku. Þess má geta að á fyrstu árum kórsins var hann eini starfandi kvennakórinn á landinu. Allt starf kórsins er mjög fjárfrekt og hafa konumar ýmislegt á prjónunum til tjár- öflunar. I byrjun október efna j^ær til basars þar sem margt eigulegra muna verða til sölu og bakk- elsi. Æfingar verða tvisvar í viku í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast 8. september. Stjómandi verður Agota Joe en hún byrjaði með kórinn á síð- asta ári. Undirleikari verður Ragnheiður Skúladóttir. For- maður er Málfríður Waage.- Alltaf er þörf fyrir nýjar söngraddir og em konur hvattar til að drífa sig í að hafa sam- band við stjómendur eða bara mæta á næstu æfingu. Grunnskólinn í Sandgerði Skólasetning fer fram þriðjudaginn 2. september. Nemendur mæti á sal skólans sem hér segir: 8. til 10. bekkur kl. 09:00 5. til 7. bekkurkl. 11:00 1. til 4. bekkur kl. 13:00 Skólastjóri. Grunnskólar Reykjanesbæjar Upphaf skólastarfs 1997-1998 Skólastarf hefst með starfsmanna- fundum í skólunum þridjudaginn 26. ágúst kl. 09:00. Nemendur eiga að koma í skólana mánudaginn 1. september sem hér segir: Njarð víkurskóli kl. 09:00 5. bekkur, 6. bekkur, 7. bekkur kl. 10:00 3. bekkur, 8. bekkur, 9. bekkur kl. 11:00 2. bekkur, 4. bekkur, 10. bekkur kl. 13:00 1. bekkur. Holtaskóli kl. 09:00 10. bekkur kl. 11:009. bekkur kl. 13:008. bekkur kl. 15:00 7. bekkur Myllubakkaskóli (íþróttahús) kl. 08:30 6. bekkur kl. 09:30 5. bekkur kl. 10:30 4. bekkur kl. 11:30 3. bekkur kl. 13:00 2. bekkur kl. 14:00 1. bekkur Innritun nýrra nemenda fer fram í skólunum daglega kl. 10-12 og 13-15. Forráðamenn yngri barna eru hvatt- ir til að koma með börnum sínum til skólasetningar. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. september. __________Skólamálastjóri.________ 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.