Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 15
Að markaðsetja Dónaskap Nú er komið að síðasta boðorðinu: Þú skalt ekki gimast hús, konu ....eða nokkuð sem náungi þinn á . Þungamiðjan í þessu boðorði er girndin, við erum vöruð við því sem biblían kallar girnd, af hverju, jú girndin fæðir af sér synd og syndin dauða. Þeir sem ánetjast girndinni í einhverri mynd komast að því að hún er óseð- jandi. I stað þess að njóta lifsins verða þeir þrælar þess sem þeir hugðust njóta. Hversu mörg hjónabönd hefur gimdin ekki rústað, hversu mörg líf hefur gimdin ekki tekið, einhver gim- tist eigur náunga síns og tók fyrst líf hans og síðan eigur. Gimdin á ekkert sameiginlegt með kærleika heldur nærist hún á eigingimi. Margir mgla samt saman ást og gimd og ekki að ástæðulausu, flestar spen- nubækur , kvikmyndir og tíðarandinn almennt segir gim- dina góða og eftirsóknarverða. Samt er það svo að girndin sækist eftir lífi þínu. Orðs- kviðimir 23.31 :„Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikamum og rennur Ijúflega niður . Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mæla fláræði...... þeir hafa barið mig ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna ? Eg vil meira vrn." Hér sést vel að ákveðinn lífs- máti sem virðist aðlaðandi og spennandi, endar í þrældómi. Girndin byggist á lygi og blekkingu, þess vegna varar biblían okkur við henni. Nú nýlega hefur bætst við enn ein aðferðin til að fæða gimd- ina, eða: „Að markaðsetja dónaskap.“. „Fæst í öllum sfmtólum“. „Hún er þín í nótt“. k.r. 66.50 mfnútan .Ja ,héma, þeir hljóta að bjóða Visa rað- greiðslur brátt. Þetta kallast Daðursögur, Nætursögur, o.s.frv.en flestir vita þó að þetta em í raun lygasögur og dónaskapur. Ég heyrði nýlega viðtal við konu í útvarpi sem vann á dagheimili fýrir böm, sem rekið var á kristilegum gmnni. Hún var spurð? Heilaþvoið þið bömin? Er þetta ekkert ofstæki að kenna bömunum um Jesú? Eru þetta ekki merkilegar spumingar hjá þjóð sem á að teljast kristin? En það er eins og mjög fáir hafi áhyggjur af því að alls konar skemmtikraftar og fjölmiðlar hreinlega nauðga bömum okkar með dónaskap og ósæmilegu hugarfari. Svo spyrjum við ? Af hverju leiðast þau út í eiturlyf og annan ólifnað.Svarið er: „Það læra bömin sem fyrir þeim er haft.“ Að lokum langar mig vinsam- legast að fara þess á leit við Víkurfréttir að blaðið hlífi okkur við umræddri markað- setningu, þó það væri ekki nema fyrir bömin. Guð blessi ykkur. Kristrinn Asgrímsson. Efni biður birtingar Mikið af efni bíður nú birtingar á ritstjóm blaðsins. í þessari viku kom mikið af auglýsingum á síðustu stundu og vegna miðvikudagsútgáfu var ekki hægt að stækka blaðið til að koma fyrir meira lesefni. Það verður að bíða til næstu viku. Auglýsendur eru hvattir til að vera tímanlega með auglýsingar í næsta blað sem er á miðvikudegi. I___________________________________I Kvenfálag Keflavíkur: Hattafundur, Vorferð og kaffisala Kvenfélag Keflavíkur lýkur hefðbundnu vetrarstarfi með hattafundi 5. maf n.k. á Glóðinni kl. 20.00. Ýmis- legt skemmtilegt verður á fundinum og verður m.a. Karen Jónsdóttir með tískusýningu og fleira skemmti- legt verður í boði. Þátttaka tilkynnist til Guðrúnar 421- 2393, Mummu 421-1625 eða Röggu 421-3131 fyrir4. maí. Farið verður í hina árlegu vorferð félagsins þann 19. júní n.k. og verður það auglýst nánar síðar. Kvenfélagskonur hafa hug á að hafa kaffisölu 17. júní að þessu sinni í Hvammi við Suðurgötu 15 -17. A aðalfundi félagsins var stjóm félagsins endurkjörin og er formaður ína Dóra Jónsdóttir. dff Siálfstæðteféletg Gerðahrepps: >5fr Er skólastarf á réttri leið ? Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps boðar til fundar um skólamál, þriðjudaginn 6. maí kl. 20:30 í Sæborgu. Framsögumenn verða: Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður, Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, Jónína Bjartmarz, formaður Heimili og skóli. Eftir stutt framsöguerindi svara þau fyrirspurnum. Er árangur á samræmdum prófum viðunandi? Er heimavinna nemenda of mikil eða of lítil? Hver er ábyrgð foreldra? Er einsetning skóla nauðsynleg? Verður skólinn betri í umsjá sveitarfélaga? Eru bætt kjör kennara forsenda fyrir betri skóla? Það skiptir miklu máli hvernig til tekst í skólastarfinu. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. Kaffi og meðlæti verður selt á fundinum. Verð kr. 300. Stjórn Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps. VOR-TILBOÐ! Skol í stutt hár kr. 1.300,- Skol í millisítt hár kr. 1.500.- Skolísítthár kr.1.800,- Gildir 2. ■ 8. maí ■ Verið velkomin! HÁRSNYRTISTOFAN ee, £/L/LQ/ HÖLStMAff1-S677 0 Lúðrasveitar- tóhusjakskóii toiileikar NJARÐVÍKUR Lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur, eldri deild, heldur sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 1. maí kl. 16:00 í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Mjög fjölbreytt efnisskrá. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 12 ára og eldri. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Ágóðinn rennur í ferðasjóð sveitarinnar. Allir velkomnir. Skólastjóri. Smáauglýsingar í Víkurfréttum birtast á Internetinu - ekkert aukagjald! Varnarliðið Símsmiður Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða símsmið til starfa hjá Fjarskiptastofnun Varnarliðsins. Umsækjandi sé lærður símsmiður með reynslu. Mjög góðrar enskukunnáttu krafist. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, sími 421-1973, eigi síðar en 5. maí 1997. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.