Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 16
♦ Itölsku nemendurnir frá Taranto voru hrifnir af útisundlaugum istendinga og varSundmiðstödin í Keflavík vinsæll áningastadur. Fannst skrítið að fara í útisundlaug um „miðjan vetur" Um 30 nemendur frá Aristosseno Lyceum í Taranto á Ítalíu hafa heimsótt nemendur og sótt tíma í Fjölbrautaskóla Suðurnesja undanfarnar tvær vikur. Heimsókn þeirra er liður í evrópskum nemendaskiptum er nefnast „Socrates program „Language E“ og að sögn Eileen Masterson enskukennara skólans í Taranto varð Island fyrir valinu þar sem nemendum var ætlað að læra um hreyf- ingu jarðskorpunnar og jarðsaga Islands enn í mótun. Einn liður í verkefninu var að öll samskipti færu fram á ensku. Nemendumir hafa farið í ýmsar ferðir um landið og skoðað Vatnajökul og ummerkin eftir nýafstaðið gos. Einnig hafa þeir heimsótt Gullfoss og Geysi og Bláa lónið vakti mikla lukku. Með þeim í för eru auk Eileen; Antonia Torcello, Mirella Memmola og Francesca Curci sem kenna við skólann í Taranto. Vildu þær koma á framfæri þakklæti til Olafs Jóns Ambjömssonar skólameistara FS og þeina kennara sem þar starfa og þá sérstaklega til Önnu Leu Björnsdóttur fyrir skipulagningu nemendaskiptanna hér á íslandi. Nenidurnir gistu hjá fjölskyldum á Suðumesjum á meðan á dvölinni stóð og að sögn kennara þeirra þótti þeim Island um margt ólíkt Italíu. Veðrið vakti mikla athygli nemendanna sem hefur verið mjög fjölbreytt að undanfömu og einnig voru þeir hrifnir af norðurljósunum. Þeim þótti umhverfið mjög ólíkt því sem þeir eiga að venjast og fannst sumum sem þeir væru að lenda á tunglinu þegar þeir komu til Keflavíkur. Sundmiðstöðin í Keflavík var vinsæl hjá ítölsku nemend- unum og hitti ljósmyndari VF þau þar fyrir sl. föstudag. Þótti þeim það mjög sérstakt að fara í útisundlaug um „miðjan vetur“. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðumesja munu síðan sækja nemendurna í Aristosseno Lyceum í Taranto heim í september eða í mars á næsta ári. þau munu gista hjá fjölskyldum á Ítalíu og taka þátt í skólastarfi þar í tvær vikur. Svart oq sykurlaust Ragnar Örn ráðinn Samkvæmt heimildum blaðsins ákvað bæjarráð Reykjanesbæjar á nýlegum fundi sínum að ráða Ragnar Öm Pétursson í stöðu skóla- stjóra vinnuskólans í sumar. Tómstundaráð hafði áður mælt með Ragnari Marinós- yni í stöðuna og klofnaði meirihlutinn í ráðinu við af- greiðsluna. Jafnframt var hart deilt á bókun íþrótta- og tómstundafulltrúa um málið sem tveir nefndarmenn tóm- stundaráðs tóku undir. Bæjarstjóm Reykjanesbæjar mun taka málið til afgreiðslu á fundi sínum þann 6. maí n.k. Hefði verið hœgt að bjarga Þorsteini GK frá strandi? Björgunarsveitin Þorbjörn hélt aðalfund sinn á dög- unum og kom þar fram að sveitin hefur haft augastað á öflugutn björgunarbát frá Bretlandi í stað þess báts sem sveitin hefur nú. Er það mat björgunarsveitarmanna í Grindavík að ef slíkur bátur hefði verið til staðar þegar Þorsteinn GK rak upp í Krýsuvíkurberg í mars sl. hefði verið hægt að bjarga honurn frá strandi. Súpa datfsim m/ nýbökuðu brauöi allan daginn Q.vfí kr.350.- Fri fflma eða stækktmT með hverri framköUttii i MVfKlLÐVMJGCíDQlX I________________I Hafnargötu 52 - Keflavík - sími 4214290 NÆTUR SÖGUR 9052828 Samvinnuferðir Landsýn mm m sm VESTURBRAUT17 MATARLYST BQQS KEFLAVIK Itll'llM SIMI421 4797 Simcistcji mmhtiM I Viltu varanlegt samhand l^áttn dagch'anmana eða kitlandi ævintýri? m rætast og hringdit v í síma... 1770 GULLHUÐ cri-ríís Rafgull Grófin 8 Keflavík símar421 5020,8968255 16 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.