Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 30.04.1997, Blaðsíða 19
Friðrik til UMFN Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeild- arliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Friðrik gerði UMFN að fslandsmeisturum 1991 en hefur undanfarin þrjú ár þjálfað Grindavík en liðið varð sem kunnugt er íslandsmeistari 1996. Aðstoðarmótið í snóker Aðstoðarmótið í snóker hefst í kvöld, miðvikudaginn 30. apríl. Spilað verður í riðlum miðviku- dag og fimmtudag. Sextán og átta manna úrslit verða á föstu- dag og undanúrslit og úrslit á laugardag. Spilað verður með forgjöf og er ætlast til að keppendur mæti snyrtilega klæddir í þetta síðasta mót vetrarins. Skráning er hafm á stofunni eða í síma 421 3822. Kirkja Keflavíkurkirkja Sunnudagur 4. maí: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Aldursmis- rétti og aldursfordómar. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti: EinarÖm Einarsson. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. NjarðM'kurprestakall Njarðvíkurkirkja: Sunnudagur 4. maí: Aðalsafnað- arfundur Innri-Njarðvíkursafnaðar verður haldinn kl. 14:00. Uppstigningardagur 8. maí: Kirkjudagur aldraðra. Guðsþjón- usta kl. 11:00. Kirkjukór Njarð- víkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar. Kleinur og kaffísopi í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Miövikudagur 7. maí: For- eldramorgunn kl. 10:30. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Fimmtudagur 1. maí: Spila- kvöld aldraðra kl. 20:00. Síðasta skiptið að þessu sinni. Sunnudagur 4. maí: Guðsþjón- usta kl. 11:00 Kirkjukór Njarðvík- ur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Áðalsafnaðar- fundur Ytri-Njarðvíkursafnaðar verður haldinn að henni lokinni. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavikurkirkja: Föstudagur 2. maí: Spiladagur eldri borgara kl. 14-17. Mánudagur 5. maí: Opið fræðslu- kvöld í kirkjunni kl. 20:30. .JJug- leiðingar um sjálfsvíg með hlið- sjón af áhættuþáttum í lífshátt- um". Fyrirlesari Wilhelm Norð- tjörð, sálfræðingur. Þriðjudagur 6. maí: For- eldramorgunn kl. 10-12. Miðvikudagur 7. maí: „Útvarps- messa" hljóðupptaka kl. 20:30. Guðsþjónustu frá Grindavíkur- kirkju verður útvarpað þann 11. maí nk. Upptakan fer fram að kvöldi 7. maí. Það skiptir miklu máli að fjölmenni sé í kirkjunni og almenn þátttaka í guðsþjónust- unni. Söfnuðurinn er því hvattur til að mæta vel og taka þátt í at- höfninni. Kirkjan verður opnuð kl. 19:30 og upptaka hefst kl. 20:30. Aðalsafnaðarfundur er strax að lokinni útvarpsmessunni. Sá fundur er öllu safnaðarfólki opinn. Þar eru bæði hin ytri og innri mál safhaðarins til umræðu, starfsemi og rekstur kirkjunnar. Sóknamefndin, sóknarprestur og samstarfsfólk í safnaðarstarfi. Lið 8. flokks kvenna hjá Keflavík varð Islandsmeistari í körfu- bolta nýlega.Liðið sigraði í öllum viðureignum sínum í úrslita- turneringu sem fram fór í Keflavík. REYKJANESBÆR Úti vistartími barna og ungmenna Félagsmálastofnun Reykjanesbæjar vill vekja athygli á að frá 1. maí til 1. september er útivistartími barna sem hér segir: Börn á aldrinum 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almanna- færi eftir kl. 24. Foreldrar eru beðnir að sjá til þess að börn þeirra virði útivistartímann. Félagsmálastjóri. UTBOÐ Eftirtalin útboðsgögn verða til sölu á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Keflavík, frá og með föstudeginum 2. maí 1997. „Melavegur, ný rnalargata." Um er að ræða 370 m malargötu með öllum lögnum. Helstu magntölur eru: Gröftur: 1870 m3. Fylling: 3300 m3. Sprengingar í skurði: 450 Im. Verkinu skal lokið fyrir 20. ágúst 1997. Verð útboðsgagna er kr. 2.000.- Tilboð verða opnuð að Tjarnargötu 12, mánudaginn 12. maí kl. 11:00. REYKJA NESBÆR Auglýsing um breyt- ingu á aðalskipulagi Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulags- laga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu af breytin- gu aðalskipulags fyrir Reykjanesbæ 1995-2015. Breyting fellst í að reitur fyrir orlofs- og sumarbústaði á Hafn- arbergi er felldur burt og í stað hans kemur stóriðjusvæði með haf- naraðstöðu. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifsto- funum Tjarnargötu 12, 2. hæð frá 30. apríltil 11. júní 1997 á skrifstofutíma. Athugasemdum við tillöguna skal skila til bæjarstjóra, sama stað fyrir 26. júní 1997 og skulu þær vera skri- flegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Skipulagsstjóri ríkisins. Húsnæðisnefnd auglýsir eftir umsóknum í tvær íbúðir fyrir aldraða. Kirkjuvegur 11 2ja herbergja íbúð á 3. hæð, stærð 67 fermetrar. íbúðin er félagsleg kaupleiguíbúð með 15% hlutdeildareign. Adalgata 5 2ja herbergja íbúð á 1. hæð, stærð 64,14 fermetrar. íbúðin er almenn kaupleiguíbúð með 30%o hlutdeildareign. íbúðirnar eru til afhendingar í maí 1997. Umsóknir skulu berast Húsnæðisnefnd fyrir 10. maí 1997. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, sími 421-6700. Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar. Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.