Víkurfréttir - 29.01.1998, Qupperneq 2
Leidari
AUKIN FLUGÞJONUSTA
Ljóst er að einn mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi landsmanna er í
flugþjónustu á Suðumesjum sem mun þýða aukna atvinnu á svæð-
inu. Suðurflug hefur nú fengið starfsleyfi til afgreiðslu flugvéla á
Keflavíkurflugvelli og lýkur þar með langri einokun Flugleiða.
Vafalaust mun það eiga sinn þátt í að auka umferð minni flugvéla
um Keflavíkurflugvöll og styrkja enn frekar þá skoðun að slíkt flug
eigi að færa alfarið frá Reykjavtkurflugvelli. Stækkun Leifstöðvar
er fyrirhuguð og mun hún þá geta þjónustað 23 flugvélum samtímis
sem er þreföldun á núverandi þjónustu. Jafnframt hafa Flugleiðir
bætt einni nýrri vél í flotann, Bryndísi, en henni fylgja 100 ný störf.
Það virðist því bjart framundan í flugsamgöngum og Suðumesja-
menn njóta góðs af.
DÓNALEGIR VARNARLIÐSMENN
Sveitarstjómir á Suðumesjum og þá sérstaklega bæjarstjóm Reykja-
nesbæjar eru orðin langþreytt á seinagangi og virðingarleysi Vamar-
liðssins í samningaviðræðum að undanfömu og hefúr jafnvel Drífa
Sigfúsdóttir gengið svo langt að kalla framkomu þeirra hreinan
dónaskap. Erfitt er að fá upplýsingar um það hverjir viðsemjendur
þeiita séu og lengi hefur verið beðið eftir svörum varðandi hin ýmsu
mál sem eru mikilvæg fyrir svæðið eins og nýja sorpbrennslulínu
S.S., frárennslismál og afhendingu Nikkelsvæðisins. Grunur leikur
á að Vamarliðið sé ósátt við hækkun gjaldskrár Hitaveitu Suðumesja
og hyggist þeir þess vegna draga málin á langinn en þolinmæði bæj-
aryfirvalda er nú á þrotum og verður dónaskapurinn ekki liðinn
lengur.
Dagný Gísladóttir
LÖGREGLUBILL FOR UTAF
OG VALT Á LEIÐ Á SLYSSTAÐ
Tveir lögreglumenn slös-
uðust þegar bíll þeirra fór
útaf á Garðvegi sl. niánu-
dag þegar þeir voru á leið
á slysstað.
Lögreglumennirnir voru á
leið á slysstað við Berghóla-
beygju á Garðvegi. Þegar
þeir voru komnir að beygj-
unni vildi ekki betur til en að
þeir misstu stjóm á lögreglu-
bílnum í hálku og fór hann
útaf veginum og valt.
Skömmu áður í aðeins um
200-300 metra fjarlægð
hafði lítill fólksbfll af Mitsu-
bishi gerð ekið á stóran fisk-
flutningabíl. Fór fólksbif-
reiðin yfir á öfugan vegar-
helming og lenti utan í hlið
flutningabílsins. Bílstjóri
hans sagði að hann hefði
verið kominn eins utarlega á
sínum vegarhelmingi og
hægt var og að litlu hefði
mátt muna að hann ylti.
Launhált var á Garðvegi og
hálkan talin vera orsök
slysanna beggja.
Þótt ótrúlegt sé urðu meiðsli
á ökumönnum ekki mikil.
Annar lögreglumannanna
viðbeinsbrotnaði en rifbein í
hinunr brákaðist. Ökumaður
tolksbflsins meiddist líttilega
á hné og fékk vægt höfuð-
högg. Flutningabíllinn
skemmdist nokkuð en hinir
tveir em ónýtir.
Heiðarlivammur 8, Kcflavík
3ja herb. 78 ferm. íbúð á 3.
hæð. Ibúð í góðu ástandi,
skipti á stærri eign koma til
greina.
5.500.000.-
Hciðarbraut 13, Kcflavík
141 ferm. einbýli með 34
ferm. bflskúr. 3-4 svefnh.
Fallegur garður. Skipti á minni
eign og ódýrari.
13.000.000.-
Mávabraut 7b, Keflavík
70 ferm. fbúð á 1. hæð nteð
sérinngangi. 2 svefnherb. og
öll ný tekin í gegn að innan.
Hagstæð lán áhvílandi.
4.300.000.-
Birkitcigur 11, Keflavík
120 ferm. einbýli á tveimur
hæðum. Bílskúr40 ferni.
Húsið er í góðu ástandi. Skipti
á niinni fasteign kemur til
greina. “ 9.000.000,-
Hrckkustígur 8, Njarðvík
118 ferm. einbýli ásamt 32
femt. bílskúr. Nýir gluggar og
nýleg skolplögn. Skipti á
minni fasteign koma til geina
og ódýrari. Tilboð.
Fífumói lb. Njarðvík
2ja herb. stúdíóíbúð á annari
hæð. Ibúðin er í góðu ástandi.
Hagstæð lán áhvílandi. Ýmsir
greiðslumöguleikar.
3.650.000,-
Heiðartún 4, Garði
252 ferm. verslunar- og
iðnaðarhúsnæði á neðri hæð á
besta stað í Garðinum. Hægt
er að selja í einu eða tvennu
lagi. Eign sem gefur niikla
möguleika. Upplýsingar um
verð og greiðsluskilmála
gefnar á skrifstofunni.
Fitjabraut 4, Njarðvík
393 ferm. iðnaðarhúsnæði
með skrifstofu og kaffistofu á
millilofti sem er í hluta
hússins. Mjög mikil lofthæð
og tvær stórar iðnaðarhurðir á
húsinu. Lóðin 2900 ferm. og
afgirt. Húsnæðið gefur mikla
möguleika. 12.000.000.-
Faxabraut 36a, Keflavík
79 ferm. 3ja herb. íbúð á efri
hæð. Búið að skipta unt allar
lagnir og nýlegir gluggar.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
Útborgun aðeins 200 þús.
Tilboð.
Skoðid myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum,
sem eru á söluskrá hjá okkur.
'Sd Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
LAUSAR STÖÐUR
Stöður aðaldeildarstjóra og
deildarstjóra í tollgæslu embætt-
isins eru lausar til umsóknar.
Umsóknum er greini menntun og
fyrri störf, skal skilað til skrifstofu
minnar fyrir 28. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir
undirritaður.
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli,
27. janúar 1998.
Þorgeir Þorsteinsson.
ATVINNA
Starfskraft vantar í Blómabúðina
Kósý, ekki yngri en 25 ára.
Vinnutími: Önnur hver helgi
og afleysingar.
Upplýsingar í versluninni fimmtu-
dag, föstudag og laugardag.
BLÓMABÚÐIN
K(P
Hafnargötu 6 - Keflavík
2
V íkurfréttir