Víkurfréttir - 29.01.1998, Síða 16
R.H. innréttingar
byggja verkstæði
R.H. innréttingar ehf. hefur sótt um lóð við Njarð-
arbraut austan Byko til byggingar trésmíðaverstæð-
is. Byggingamefnd Reykjanesbæjar hefur tekið vel
í erindið og vísað því umsagnar skipulags- og
tækninefndar.
Bón og ryðvarnarstöð
auk bíla- og heildsölu
Eignarhaldsfélagið Afangar ehf. hefur fengið út-
hlutað lóðinni að Bolafæti 1 í Njarðvík til bygging-
ar bón og ryðvamarstöð ásamt bfla- og heildsölu.
Bílageymslur
í gömlum síldarþróm
Fyrirtækið Vatnsnes sf. hefur óskað eftir leyfi
Reykjanesbæjar til þess að breyta notkun hússins
að Brekkustíg 45 úr sfldarþróm í bifreiðageymslur.
Húsnæðið er tæpir 1000 fermetrar að stærð og gert
er ráð fyrir að þar rúmist um 50 bflar.
Eigendur fyrirtækisins eru bræðurnir Sverrir ,
Sævar og Eyjólfur Sverrissynir.
Nýtt fyrirtæki
í Grindavík
Nýtt fyrirtæki, Torfhóll ehf., hefur verið stofnað í
Grindavík og mun það sérhæfa sig í skipaútgerð og
fiskvinnslu. Framkvæmdastjóri er Helgi Einar
Harðarson.
Strúktúr
í Kefíavík
Jón Karlsson og Sigríður R. Kristjánsdóttir hafa
stofnað fyrirtækið Strúktúr,innréttingasprautun ehf.
í Keflavík.
Nýr skemmtistaður
fyrir Staðinn
Eigendur Sólsetursins og Café-IÐNÓ í Hótel
Keflavík hafa tekið húsnæði veitingahússins
Staðarins í Keflavík til leigu. Veitingamennimir
Ágúst Þór Bjamason og Ólafur Sólimann sögðu að
gerðar yrðu breytingar á skemmtistaðnum en auk
þess myndu þeir nota staðinn til útleigu fyrir stærri
veislu og mannfagnaði. Verður nýtt nafn fundið á
skemmtistaðinn. Stefnt er að formlegri opnun um
miðjan febrúar.
Grófin 8 s. 421-4299
897-3827 - 897-3829
BÓN
DJÚPHREINSUN
RYÐVÖRN
MÖSSUN
BLETTUN
Langbestm
12" PIZZA
mltveimur
áleggstegundum
kr. 650.-
Langbest pizzurnar
erubetri!
Sími 4214777
Samvmnuferðir
Landsýn
POTTÞÉTTAR PÁSKAFERÐIR!
SÖLUSKRIFSTOFA KEFLAVÍK • SÍMI4213400
Apótek Keflavíkur
Suðurgölu 2 • Kejlavík • sími 421 3200
Opið virka daga kl. 09-19
Laugardaga kl. 10-13 og 16:30 til 18:30
Sunnudaga kl. 10-12 og 16:30 til 18:30
Helgidaga og aðra frídaga kl. 10-12
FRÍAR HEIMSENDINGAR
Láttu
fagmanninn
um I
filmumar
ijnnarJS
Hafnargötu 52 ■ Keflavík ■ sími 4214290
VlffS
__________dtvímuilíf
ffl TOYQTA salurinn á Fitjum fær fljúgandi start:
Hafa selt 35 nýja
bíla á tæpum mánuði
-Mikil uppsveifla í sölu nýrra bíla segir Ævar Ingólfsson, bílasali
Toyota salurinn á Fitjum fær
fljúgandi start og frá því
bílasalan opnaði í nýju hús-
næði á Fitjum í byrjun janúar
þá hafa sölumenn afhent lykla
af 35 nýjum Toyota bílum.
„Það er mikil uppsveifla í sölu
nýrra bfla en sala notaðra bfla er
svipuð og áður“, sagði Ævar
Ingólfsson eigandi Toyota salar-
ins í samtali við Víkurfréttir. Það
sem af er árinu hefur Toyota á
Suðumesjum selt 50 notaða bfla.
Ævar sagði traffíkina á nýju
bflasölunni vera margfalda á við
það sem gerðist á gamla staðnum
við Vatnsnesveginn. „Við sjáum
ný andlit á hverjum degi.“
Ævar segist ánægður með
staðsetningu bflasölunnar á Fitj-
um. Bflasalan sé í alfaraleið og
t.a.m. komi fólk þama við á leið
til og frá flugstöðinni.
Af þessum 35 nýju Toyota bflum
eru átta Land Cruser jeppar.
Hann hefur átt vaxandi vinsæld-
um að fagna á Suðumesjum.
En hver er ástæðan fyrir þessari
miklu sölu á nýjum bflum nú í
upphafi árs. Ævar sagði að það
væri greinileg uppsveifla í
þjóðfélaginu og einnig ráði veð-
urfar miklu um. Það er gaman að
spóka sig á nýjum bfl í sumar-
blíðu um hávetur.
16
Víkuifréttir