Víkurfréttir - 12.02.1998, Side 4
B 1 0
FRÉTTIR
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.
kt. 710183-0319
Aígreidsla, ritstjórn
og augiýsingar:
Grundarvegi23
Njarðvik
sími 4214717
fax 4212111
fíitstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson
heimas.: 4213707,
GSM: 893 3717
Fréttastjóri:
Hilmar Bárðarson
GSM: 898 2222
Blaðamaður:
Dagný Gísladóttir
heimas.:421 1404
Auglýsingastjóri:
Sigríður
Gunnarsdóttir
Útlit, litgreining
og umbrot:
1/íkurfréttir ehf.
Filmuvinna
og prentun:
Stapaprenthf.
sími: 4214388
Netfang:
hbb@ok.is
Stafræn útgáfa:
www.ok.is/vikurfr
MUNDI
Þá er ekkert annad
fyrir maddömuna
en ad drifa sig...!
BILAKRINGLAN
GFtÓFIN 8 - SÍMI 421 1200
KEFLVISKU
ALPARNIR
Það var heldur betur fjör í keflvísku
ölpunum um síðustu helgi. Alparnir eru
brekkan í skrúðgarðinum þar sem snjó-
þotufólkið safnast saman til að renna sér
niður. Unga fólkið spvr bæjaryfirvöld:
Hvenær verður útbúin almennileg
sleðabrekka í Reykjanesbæ. Svar óskast
sent til Víkurfrétta...
Suzuki Baleno Station
Suzuki árgerð 1998
í sýningarsal
ISkúli Skúlason vill fá tækifæri til að leiða framsóknarmenn
í Reykjanesbæ í komandi bæjarstjómarkosningum:
Drífa taki sér frí
frá bæjarmálu
VIÐTAL OG MYND: HILMAR BRAGIBÁRDARSON
Umræðan um fram-
sóknarflokkinn í
Reykjanesbæ hefur
verið lífleg síðustu
vikurnar og heyrast
raddir úr röðum fram-
sóknarmanna að tími sé
koniinn að hlevpa nýju
fólki að forystu flokksins.
Skúli Skúlason hefur
tekið af skarið og segist
tilbúinn að leiða fram-
sóknarmenn í næstu
bæjarstjórnarkosningum
í Reykjanesbæ.
Víkurfréttir hittu Skúla
að máti og ræddu við
hann um fyrirætlanir
hans. Skúli segir í samtali
við blaðiö að liann sé
dæmigerður framsóknar-
maður. „Eg er félags-
hyggjumaður að eðlisfari,
miðjumaður sem er opinn
í báða enda og er stoltur
af því ,en ég er líka mjög
markaðslega meðvitaður.
Eg hef alltaf haft mikinn
áhuga á félagsmálum og
notið þess að kynnast og
vinna með metnaðarfullu
fólki .“
- Þú vilt Drífu burt úr
bæjarpólitík?
„Nei, það voru ekki mín
orð. Drífa Sigfúsdóttir
hefur unnið fyrir bæjar-
félagið á annan áratug og
sem bæjarfulltrúi síðustu
12 árin. Hún hefur verið
áberandi bæjarfulltrúi og
hvatning fyrir aðrar
konur . Það er samt mitt
mat að nú sé rétti tíminn
fyrir hana að taka sér frí
frá bæjarstjórn.
Hennar hæfileikar geta
án efa nýst víða í þjóð-
félaginu".
-Hvað kemur til að þú
tekur nú af skarið að
bjóða þig frain til for-
ystu fvrir flokkinn í
Reykjanesbæ?
„Það er svo sem ekkert
leyndarmál að fjöldi
flokksmanna hefur skor-
að á mig að gefa kost á
mér fyrir flokkinn. Eg
hef hins vegar dregið
þessa ákvörðun í þeirri
von að það þyrfti ekki að
koma til einhvers konar
uppgjörs.
Framsóknarmenn bera
virðingu fyrir leiðtogum
sínum og vilja komast hjá
uppgjöri ef þess er
nokkur kostur. Það er
hins vegar mjög slæmt ef
það er ekki einhugur
meðal samstarfsmanna
og flokkurinn getur ekki
verið trúverðugur val-
kostur í vor ef við fram-
sóknarmenn vinnum ekki
saman sem einn maður“.
-Ertu búinn að gera þér
hugmynd um hvernig
framboðslisti ykkar
verður fvrir næstu
bæjarstjórnarkosn-
ingar?
„Það er nú ekki mitt að
ákveða það, nema það að
ég hef atkvæðisrétt sjálf-
ur. Það er þó mjög mikil-
vægt eins og alltaf að
stilla upp samhentum
hópi fólks sem mun síðan
geta unnið þétt saman,
skipulega og af framsýni
og þannig unnið bæjar-
félagi okkar gagn. Sjálfur
myndi ég vilja sjá ungt
kraftmikið fólk sem
víðast í forystu flokksins.
Nái ég þeim áfanga að
leiða flokkinn í næstu
kosningum mun ég
leggja áherslu á það. Eg
hvet bæjarbúa til að hafa
auga með framsókn. Við
eigum eftir að koma á
óvart“.
- Hvað með málefnin?
„Málefnavinna fer nátt-
úrulega af stað fljótlega.
Sjálfur er ég kennari að
mennt og því skólamálin
ofarlega í huga. Iþrótta-
og æskulýðsmál sömu-
leiðis. Rekstraröryggi og
þjónustuhlutverk
heilsugæslunnar og
sjúkrahússins eru mikið
hagsmunamál okkar
allra. Eg vil skoða nýja
möguleika til hagræðis í
rekstri bæjarsjóðs, en
atvinnumálin verða þó
alltaf númer eitt enda eru
þau undirstaða velsældar
í hverju samfélagi."
Skúli Skúlason hefur tekið af skarið og
segist tilbúinn að leiða framsóknarmenn í
næstu bæjarstjórnarkosningum í
Reykjanesbæ.
4
Víkurfréttir