Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1998, Side 4

Víkurfréttir - 08.10.1998, Side 4
♦ Sandgerðisbær færdi Sigurvon þessa mynd eftir Þórunni Guðmundsdóttursem endurspeglar atburði úrsögu Sigurvonar. ♦ Gestir samankomnir utan við björgunarstöð Sigurvonar í Sandgerði í blíðskaparveðri sl. laugardag. ♦ Kristinn Lárusson gafnafna sínum „Kidda Lár" nafn. ■ Slysavarnadeildin Sigurvon í Sandgerði 70 ára: Strand Jóns Forseta hvati að stofnun Sigurvonar - Nýr björgunarhraðbátur tekin í notkun og gefið nafnið Kiddi Lár Harmleikurinn þegar Jón Forseti strandaði á slóðum Stafnesvita í febrúar 1928 varð hvatinn að þ\ í að slvsa- varnadeildin Sigurvon var stofnuð í Sandgerði. Fimm- tán menn fórust í þessu hörmulega sjóslysi en heimamönnum tókst að ná taug frá skipinu og bjarga tíu manns í land á báti sem var dreginn á milli. Fvrir utan lónuðu bátar, en áhafnir þeirra trevstu sér ekki í brimgarðinn til að bjarga mönnum sem börðust fvrir lífi sínu. Björgunin var mikið þrek- virki en Sandgerðingar voru sannfærðir um að ef björgunarfar hefði verið til staðar hefði mátt bjarga fleiri mannslífum. Um sum- arið var síðan Sigurvon stofnuð og er hún þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsta slysavarnadleidin innan Slysavarnafélags Islands sem var stofnað 1928 og er 70 ára á þessu ári, eins og Sigurvon. Heidursfélagar og vidurkenningar Hátíðardagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Sigurvonar var í safnaðarheimili Sandgerðis sl. laugardag. Þar var meðal gesta Sigurbjöm Medúsalem- son, en hann tók þátt í björg- unaraðgerðunr þegar Jón For- seti strandaði. Sigurbjöm var heiðraður sérstaklega af Slysavamafélagi íslands fytr í sumar þegar landsþing félags- ins var haldið í Sandgerði. Við hátíðardagskránna í safn- aðarheimilinu var Kristinn Lámsson, nrikil driffjöður í slysavamamálum í Sandgerði, sæmdur gullmerki Slysa- vamafélags Islands og Sig- urður H. Guðjónsson hlaut æðstu viðurkenningu félags- ins er hann var gerður að heiðursfélaga. Af ellefu for- mönnum slysavamadeildar- innar Sigurvonar frá upphafi em sex á lífi. Þeir vom allir gerðir af heiðursfélögum í Sigurvon. Sigurður H. Guð- jónsson var jafnframt gerður að heiðursfélaga deildarinnar, en hann var formaður bjöig- unarsveitar Sigurvonar í ald- arfjórðung. Núverandi for- nraður slysavamadeildarinnar er Jórunn Guðmundsdóttir, Hannesar Þ. Hafstein minnst Hannesar Þ. Hafstein var minnst á þessum tímamótum hjá Sigurvon, en Hannes á stóran þátt í uppbyggingu björgunarsveitar Sigurvonar. Það var m.a. fyrir tilstuðlan Hannesar Þ. Hafstein að sam- nefnt björgunarskip var fengið til Sandgerðis 1993. Skipið er stærsta bjötgunarskipið í flota Slysavamafélags íslands. Björgunarhradbáturinn Kiddi Lár Hannes Þ. Hafstein var Sigurvonar-mönnum innan handar í öðrum bátamálum. Fyrir nítján árum var Sigurvon að leita eftir hent- ugum björgunarbáti. Þá benti Hannes þeim á einn reyndasta björgunarbátinn á markaðn- um, Atlantic 21, sem er þróað- ur af RNLI, konunglega bres- ka björgunaifélaginu. Þá var sá bátur of dýr fjárfesting fyrir Sigurvon, en á laugardaginn tók Sigurvon loks þann bát í notkun. Um er að ræða mjög hraðskreiðan bát sem er hægt að sigla upp í bátarennuna á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein. Hugmyndin er að taka nýja bátinn með í útköll, t.d. þar sem þarf að flytja slasaða menn úr skipum á rúmsjó. Þá verður báturinn einfaldlega hífður um borð í skipið og hinum slasaða komið fyrir og síðan er báturinn sjósettur að nýju. Atlantic 21 bátnum var gefið nafn á laugardaginn. Séra Bjöm Seinn Bjömsson flutti blessunarorð og síðan afhjúp- aði Kristinn Lámsson nafna sinn - jú báturinn heitir Kiddi Lár. Þegar bátnum hafði verið gefið nafn þá var gestum boðið í afmæliskaffi og tertur í björgunarstöðinni. ♦ Slysavarnadeildin Sigurvon hefur verið undir formennsku ellefu einstaklinga frá upphafi. Sex ♦ Séra Björn Sveinn Björnsson flutti blessunarorð yfir nýjum fyrrverandi formenn eru á lífi. Þeir voru allir gerðir að heiðursfélögum í Sigurvon ásamt Sigurði björgunarhraðbát Sigurvonar. H. Guðjónsyni sem veitti björgunarsveit Sigurvonar formennsku í aldarfjórðung. FRETTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23 Mjarðvík, sími 421 4717 fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas.: 421 3707, GSM: 893 3717 Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, GSM: 898 2222 Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir og Aldis Jónsdóttir Útlit, litgreining og umbrot: Víkurfréttir ehf. Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., sími: 421 4388 Netfang: hbb@vf.is Stafræn útgáfa: www.vf.is HAUSTDAGAR Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.