Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1998, Page 14

Víkurfréttir - 08.10.1998, Page 14
Suðumesjamenn! Á haustdögum er hægt að gera góð kaup! Kiwanismenn í Keflavík voru á fullu að undirbúa sölu á K-lyklinum í húsakynnum klúbbsins við Iðavelli í síðustu viku. Þeir vonast eftir góðum viðbrögðum bæjarbúa. Vetrarstarf Guðspekifelagsins að hefjast Vetrarstarf Guðspekifélags Suðumesja hefst fimm- tudaginn 8. október kl. 20. Halldór Haraldsson ræðir unt heimsftekileg viðhorf Krishnamurtis. Krishnamurti lést árið 1986 en hann var þekktur um allan heim sent mikill andlegur fræðari. Hann vildi enga áhangan- gendur, en helgaði lífsitt andlegri fræðslu. Aðalinntakið í fræðslu hans var að gera áheyrendum ljóst mikilvægi þess að skoða sjálfan sig, hugsanir, til- finningar og hvatir og leysa þannig upp það sent stendur í veginum fyrir andlegleika og kærleika hið innra. Hann segir m.a. að við leysum vandantál okkar ekki nteð því að reyna að leysa þau, heldur segir hann að einmitt Itegar við gerum ekkert annað en að skoða þau með huga sem er ekki truflaður af hugsunum unt lausn eða flótta, þá leysast þau upp af sjálfu sér. Fræðsla hans beindist mikið að því að skoða liinn reikula huga sem liann sagði vera stærstu hin- dmnina á hinni andlegu veg- ferð og gerði manninum erfiðara fyrir en nokkuð annað í lífinu. Fræðslufundurinn verðr haldinn í sal Iðnsveinafélags Suðumesja við Tjamargötu og er öllunt opinn. 1 Garðbúar Vinsamlegast athugid ad ganga þarf frá ógreiddum fasteigna- gjöldum ársins 1998 fyrir 30. október n.k. Eftir þann tíma verða ógreidd fasteignagjöid send til frekari innheimtu. Ogreidd fasteignagjöld vegna ársins 1997 verða send í lögfræðilega innheimtu hafi þau ekki verið greidd fyrir 20. október n.k. Sveitarstjóri. K- dagur 10. október Kiwanis - hreyfingin á tslandi stendur fyrir sölu á K- lyk- linum um allt land dagana 8,- 10. október n.k. Þetta er í níunda sinn sem Kiwanis selur K-lykilinn en K- dagurinn hefur verið haldinn þriðja hvert ár allar götur síðan 1974. Á núvirði hafa safnast um 150 milljónir króna á síðustu átta K-dögum. Sú fjárhæð hefur öll runnið til hjálpar geðsjúkum. Helstu verkefni sem styrkt hafa verið em: Bygging og síðar stækkun Bergiðjunnar-vemdaðs vinnu- staðar við Kleppsspítala. Byggður áfangabústaður við Álfaland í Reykjavík Uppbygging unglingageð- deildar við Dalbraut í Reykjavík. Fest kaup á sambýlum í Reykjavík og á Akureyri fyrir einstaklinga sem dvalið hafa á geðdeildum eða endurhæfing- arheimilum. Keypt ibúð fyrir aðstandend- ur geðsjúkra bama og ungl- inga sem em til meðferðar á Unglingadeildinni við Dalbraut Styrkir til Bjargs á Akureyri og Geðdeildarinnar á Sogni í Ölfusi. Að þessu sinni hefur Kiwanishreyftngin ákveðið að félagasamtökin Geðhjálp njóti góðs af K-lyklasölunni, en samtökin hafa allt frá stofnun 1979 verið á hrakhólum og orðið að leigja húsnæði undir starfsemi sína. Nú í haust varð breyting á, er heilbrigðisyfirvöld gáfu samtökunum húseignina að Túngötu 7 í Reykjavík til eignar. Áður en samtökin geta hafið starfsemi í húsinu þarf hinsvegar að gera miklar endurbætur innanhúss. Þær framkvæmdir eru kostn- aðarsamar og því var óskað eftir því að Kiwanis kæmi samtökunum til hjálpar og verður ágóði K-lyklasölunnar í þetta skipti til að treysta framtíð Geðhjálpar. Kiwanisklúbbamir Keilir í Keflavík, Hof í Garði og Brú á Keflavíkurflugvelli munu sjá um sölu á K-lyklinum á Suðumesjum. Gengið verður í hús n.k. fímmtudags og föstu- dagskvöld og biðjum við Suðumesjabúa um að taka vel á móti Kiwanismönnum og styrkja gott málefni með kaupum á K-lyklinum. Verð lykilsins er 500 krónur. Gleymum ekki geðsjúkum - K-lykillinn, lykill að framtíð Geðhjálpar Ragnar Örn Pétursson fjölmiðlafulltriii keilis. 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.