Víkurfréttir - 08.10.1998, Síða 16
Grindvíkingar
taplausír og efstir
Grindvíkingar eru einir toppliða
Suðurnesjamann taplausir að
loknum tveimur umferðum í
DHL-deildinni í körfuknattleik.
Fómalömb þeitja Borgnesingar
og Valsmenn. A útivelli í Borg-
amesi mátti ekki tæpara standa
er Warren Peeples tryggði sig-
urinn með 2 vítum á lokasek-
úndunum. „Borgnesingar eru
erfiðir heirn að sækja eins og
mörg önnur lið úti á landi eins
og KFÍ, Tindastóll og ÍA. Ef lið
mæta ekki rétt stemmd og eiga
ekki toppleik getur farið illa.
Þetta var mikill baráttuleikur,
Borgnesingar drógu úr hraðan-
um, léku grimma vöm og komu
í veg fyrir að við næðum okkur
á skrið þrátl fyrir að vera í for-
ystunni allan leikinn. Það valtar
enginn yfir Borgnesinga á
heimavelli. Við Warren(28) auk
Herberts(12) lékum best að
þessu sinni og Gulli Eyjólfs(ó)
skoraði dýrmætar körfur undir
lok leiksins en Tómas
Holton(20) var yfirburðamaður
hjá Borgnesingum" sagði Guð-
mundur Bragason(19) þjálfari
og leikmaður grindvískra. Vals-
menn mættu í heimsókn á
sunnudag og reyndust sýnd
veiði en ekki gefm. Eftir að hafa
verið undir í hálfleik og fram
eftir þeim seinni tóku grindvísk-
f
Islandsmótið í kórf'uknattleik
liófst í síðustu viku og enn á
ný cr Suðurnesjarisunum
okkar spáð öllum titlum.
Blm. fékk þá Jón Kr. Gíslason
landsliðsþjálfara, Eyjólf Guð-
laugsson liðsstjóra Grindvík-
inga, Eriðrik Rúnarsson þjálf-
ara Njarðvíkinga og Sigurð
Ingimundarson þjálfara Kell-
yíkinga til að tjá sig uin nýhafið
Islandsmót.
„Það er ljóst að Suðumesjaliðin 3
munu skipa 3 efstu sætin í deild-
inni.Sú spá byggist á því að þau
hafa á að skipa sterkum 7-8
manna kjarna. Byrjunarlið
UMFN er sterkast, en aftur á móti
gemr Friðrik Ingi ekki kafað mjög
djúpt á bekkinn. Keflvíkingar em
með jafnari hóp.
Bandanski leikmaður Njarðvík-
inga smellur einstaklega vel inní
liðið og tel ég að Friðrik Ragnars-
son eigi eftir að njóta sín betur en
sl.ár. Keflvíkingar eiga eftir að
stilla sína strengi, Damon John-
son á mikið inni. Spcnnandi verð-
ur að fylgjast með Fannari Ólafs-
son í vetur, hann er oröinn meira
en efnilegur.
Grindvíkingar eru með frábært
byrjunarlið, Peebles nýtur sín að
sjálfsögðu betur en með Val,
hlutverkaskipan er skýr og Pétur
ir sér tak, byrjunarliðið fór í
gang og skilaði stigunum í hús.
„Annaðhvort einbeitingarleysi
eða vanmat hrjáði okkur í fyrri
hálfleik en annars léku Vals-
menn af krafti og eiga hrós skil-
ið“, sagði þjálfarinn að leik
loknum.
Njarðvíkingar hófu mótið á því
að rótbursta nágrannana í
Keflavík og þótti það ekki leið-
inlegt. „Ég er mjög ánægður
með leikinn í gær og sérstak-
lega með það hvað menn léku
vel saman, frír maður undan-
tekningalaust fundinn.Rodney
(14, 12 stoðsend.) er að finna
taktinn betur og betur, og þá
sérstaklega vamarmegin. Teitur
(32, 8 stolnir) var að spila mjög
vel og Hermann(21) var einnig
mjög drjúgur og setti margar
góðar á góðum tíma. . Það var
allt annað að sjá til heima-
klettsins, Friðriks Stefánssonar,
hann var geysisterkur í miðj-
unni. Við höfum gott lið en þó
ekki þannig að við töpum ef við
beijumst ekki og leggjum okkur
ekki fram.
Sauðkræklingar lögðu Njarð-
víkinga á „Króknum" á sunnu-
dag 76-71 og var það Valur
Ingimundarson (20) sem setti
síðasta naglann í kistuna með
eitraðri þriggja stiga körfu á
lokamínútunni. John Woods
(28,20 fráköst) Bandaríkjamað-
urinn í liði Stólanna, var að öðr-
um ólöstuðum maðurinn á bak
___ Harðarson og
félagárWrfé í Keflavík
unnn KFÍ en voru
i masskelltir í fyrsta
leiknum í Njardvík.
VF-mynd: Hilmar Bragi
við sigur norðanmanna. Rodney
Odrick (25) var bestur njarð-
vískra sem hljóta að hafa skoll-
ið harkalega niður á jörðina eftir
stórsigurinn gegn Keflvíkingum
á dögunum.
Keflvíkingar tæpir
Keflvíkingar, sem guldu afhroð
gegn grönnum sínum í fyrstu
umferðinni eins og tíundað er
hér að ofan, voru því sem næst
búnir að glutra niður unnum
leik gegn Isfirðingum síðastlið-
inn sunnudag. ,,Við vorum
lengi í gang, pressuðum þó vel í
fyrri hálfleik og höfÖum örugga
forystu í hálfleik 57-48. í seinni
hálfleik lentum við í villuvand-
ræðum með lykilmenn og á síð-
ustu mínútunum slökuðum við
á og það kostaði okkur næstum
því sigurinn" sagði þjálfarinn
Sigurður Ingimundarson.
,,Damon(31) og Fannar(15)
léku best minna manna, sérstak-
lega Damon í fyrri hálfleik"
sagði Sigurður ennfremur.
Bandarfkjamaðurinn James
Cason(24) í liði Isfirðinga er
tröll að burðum og minnir í
ýmsu á Rondey nokkurn
Robinson fyrrum leikmann
Njarðvíkinga.
Úttekt á DHL-deildinni í körfubolta:
li';i
bær í aukahlutverkinu!
Bekkurinn hjá UMFG er veikasti
hlekkurinn, meiðsli hrjá þar lykil-
menn. Þau lið sem velgja þessum
undir uggum, verða Borgames og
Tindastóll. Erfitt er að meta hin
liðin, t.d. KFI, KR og Hauka. Þó
held ég að róðurinn verði erfiður
hjá Haukum, sérstaklega ef Sigfús
verður lítið með. Spennandi verð-
ur að fylgjast með ungu stóru
mönnunum, héma fyrir sunnan,
þeim Fannari, Friðrik Stefáns,
Páli Kristins og Páli Axel. A
1 a n d s -
liðsvettvangnum em framundan
leikir í EM í nóvember og desem-
ber á móti Hollendingum, Eist-
lendingum og Króötum", sagði
Jón Kr.
Eyjólfur Guðlaugsson hafði þetta
um veturinn að segja. „Suður-
nesjaliðin berjast um titlana en
Haukar, Skallagrímur, KFÍ,
UMFT og Valsmenn gætu sett
strik í reikninginn og blandað sér í
baráttuna. Ég hef trú á að Vals-
menn komi mest á óvart í vetur
og nái góðum árangri. A hinum
enda deildarinnar munu Snæfell
og Þór bítast en KR-ingar og
Skagamenn sigla líklegast lygnan
sjó".
„Suðumesjaliðin em augljóslega
sterkust, t.a.m hafa 11 leikmenn
liðanna þriggja leikið landsleik á
þessu ári eða því síðasta. Byrjun-
arliðin bera þetta með sér, það
sterkasta er hér í Grindavík,
Njarðvíkingar næstir og Keflvík-
ingar með þriðja besta byrjunar-
liðið. Leiki Sigfús Gizzurar með
Haukum hafa þeir á að skipa
fjórða besta byrjunarliðinu. Þessi
sömu lið eiga jafn-
framt breiðustu
hópana." sagði
Eyjólfur ennfremur.
Ekki var komið að
tómum kofunum
þegar Friðrik Rún-
arsson var spurður
um nýhafið Is-
landsmót.
„Það verða
nokkur lið sem
gera atlögu að titlun-
um í ár. Suðumesjaliðin em mjög
sterk og hallast flestir að því að
þau einoki þetta allt saman. Ég er
á því að fleiri lið blandi sér í bar-
áttuna. Lið eins og KFI, UMFT,
Borgarnes, Haukar og KR eru
ekki auðunnin að mínu mati.
Hvað varðar hinn hlutann á deild-
inni þá held ég að veturinn eigi
eftir að verða erfiður fyrir Snæfell
þó enginn skyldi afskrifa Birgi
Mikaelsson. Þór Akureyri og
Akranes em spumingamerki.
Ég á því að þetta verði hörkubar-
átta á öllum vígstöðvum. Þau lið
sem koma á óvart í vetur verða td.
Harpa Keflvíkurmær í kröpp-
um „ dansi" undir körfu IR.
Einn sigur í
kvennaboltanum
Aðeins einn Suðurnesjasigur
vannst í fyrstu umferð Islands-
móts kvenna. Keflvíkingar sigr-
uðu ÍR-stúlkur á heimavelli 71-
66 en Njarðvíkingar töpuðu úti
fyrir KR 96-48 og Grindvíking-
ar fyrir ÍS 64-44.
Eggjabikarleikir annað kvöld
Grindvíkingar fá Þórsara í
heimsókn, Njarðvíkingar heim-
sækja Stúdenta og Keflvíkingar
IR-inga.
Seinni leikirnir verða á
sunnudag.
I kvennaboltanum fá Grindvík-
ingar KR-inga í heimsókn kl.
14:00 á laugardag en Njarðvík-
ingar heimsækja Stúdínur kl.
16:00.
Snæfell ég held að þeir verði betri
en menn halda. Borgarnes og
UMFT eiga líka eftir að gera bet-
ur en í fyrra. Byrjunarlið Njarð-
víkur, Keflavíkur og Grindavíkur
em sterkust og má þar ekki á milli
sjá en byrjunarlið Hauka, Borgar-
ness, Tindastóls og KFI eru svo
þar fyrir neðan með mjög svo
áþekk lið. Ég myndi segja að
Keflavík hafi breiðasta 10 manna
liðið, Njarðvíkingar næstir og
Grindavíkingar þriðju en Haukar,
Tindastóll, KFI og Borgarnes
kæmu þar á eftir en samt er svolít-
ið erfitt að átta sig á þessu þar
sem sum liðin em ekki fullmönn-
uð enn. Mér skilst að einhver lið
séu að sverma fyrir „Bosman"
leikmönnum þannig að þetta gæti
breyst" sagði þjálfari íslands-
meistaranna.
„Mér líst þannig á að Keflavík,
Grindavík og Njarðvík muni
verða í efstu sætunum, en lið eins
og Haukar, Tindastóll, K.F.Í og
Skallagrímur muni ekki gefa það
eftir möglunarlaust. Suður-
nesjaliðin hafa ásamt þessum 4
liðum á sterkastu byrjunarliðun-
um á að skipa og KFI og Tinda-
stóll þar fyrir aftan.Við Keflvík-
ingar emm með mestu breiddina
og þar á eftir nágrannamir Njarð-
víkingar. Ekki get ég sagt mikið
um breidd hjá öðrum liðum því
að ég þekki ekki nóg til þeirra.
Langflestir landsliðsmennimir em
á Suðumesjunum sem er ósköð
eðlilegt því liðin hér hafa skarað
fram úr síðasta áratuginn" sagði
Sigurður Ingimundarson þjálfari
Keflvíkinga.
16
Víkuifréttir