Víkurfréttir - 08.10.1998, Qupperneq 27
Skólastefnu Reykjanesbæjar fylgt úr hlaði:
1 1 0 rfl : ti 1 fnamtíðap
Skólastefna Reykjanesbæjar
hefur nú litið Ijós. Hún var
kynnt formlega fyrir fjöl-
miðlafólki nú á dögunum og
vakti þegar töluverða athygli.
Vinnan við Skólastefnuna
stóð yfir á annað ár og komu
margir að verkinu með einum
eða öðrum hætti. Fræðsluráð
leiddi verkið og var fjallað
reglulega um málið í skóla-
nefnd þar sem skólastjórar.
kennarar og foreldrar eiga
áheyrnarfulltrúa með mál-
frelsi og tillögurétt. Afanga-
niðurstöður voru kynntar á
stórum og smáum fundum
m.a. á borgarafundi í Stapa og
athugasemdir bárust frá skól-
um og einstaklingum áður en
málið fór til bæjarstjórnar í
maí síðastliðnum. Ahrifa af
mótun skólastefnu tók fljót-
lega að gæta í bænum, því í
stefnuyfirlýsingum stjórn-
málaflokkana við síðustu bæj-
arstjómarkosningar mátti víða
sjá umfjöllun eða jafnvel
beinar tilvitnanir í fyrirliggj-
andi Drög að Skólastefnu
Reykjanesbæjar.
Skólastefnan var að lokum
tekin til umfjöllunar á þremur
fundum bæjarstjómar og stað-
fest nú 15. september sl. með
11 atkvæðum gegn engu.
En hvað er skólastefna?
Segja má að hún sé annars
vegar tilraun til að svara ýms-
um áleitnum spurningum
skólamál og uppeldisaðstæður
barna. Spurningum eins og:
Hvernig skólastarf viljum
við? Hvaða aðstæður viljum
við búa börnum okkar?
Hvernig verður skólinn á
nýrri öld? Hvaða uppeldis-
stefnu viljum við fylgja í
Reykjanesbæ? Og hins vegar
varðar hún leiðina að settum
markmiðum og tekur þá til
þátta eins og símenntunar
kennara, skólaþróunar og
mats á skólastarfi, uppbygg-
ingu skóla o.s.frv.
Upphafsorð skólastefnu er
sjálf stefnuyfirlýsingin sem
hljóðar svo:
Stefna Reykjanesbæjar í
skóla- og uppeldismálum er
að tiyggja öllum bömum að-
gang að góðri og tjölbreyttri
menntun í ömggu starfsum-
hverfi. Starfshættir skóla
mótist af umburðarlyndi,
kristilegu siðgæði, umhyggju
og virðingu fyrir einstaklingn-
um. Bóknámi og verknámi sé
gert álíka hátt undir höfði í
grunnskólum og stuðlað skal
að góðu tómstunda- og list-
uppeldi þannig að hvert barn
eigi kost á menntun við sitt
hæfi.
Yfirlýsingin gefur fógur fyr-
irheit og er verðug metnaðar-
fullu bæjarfélagi en skóla-
stefna snýst ekki aðeins um
fögur fyrirheit og háleit mark-
mið. Hún er einnig samantekt
á öllum stefnumarkandi
ákvörðunum sem teknar hafa
verið um skólamál hér í bæj-
arfélaginu. Þannig má segja
að bygging Heiðarskóla og
þær forsendur sent lagðar
voru við undirbúning og
hönnun hans séu á vissan hátt
stefnumarkandi fyrir alla skól-
ana. Skólastefnan byggir
einnig á þeim lögum sem Al-
þingi hefur sett okkur um
listarskóla sem og reglugerð-
um sem menntamálaráðuneyt-
ið setur auk aðalnámskrár
grunnskóla og tónlistarskóla.
Einnig hefur verið tekið tölu-
vert tillit til Skólastefnu Kenn-
arasambands Islands.
Staðan nó
I Reykjanesbæ eru nú þrír
grunnskólar. Holtaskóli með
430 nemendur í 7.-10. bekk,
Njarðvíkurskóli með um 510
nemendur í 1.-10. bekk, og
Myllubakkaskóli með 730
nemendur í 1. -6. bekk. Tveir
hinir síðar töldu búa við gn'ð-
arleg þrengsli og erfiða tvf-
setningu sem verður að ráða
bót á sem fyrst.
Skólastefnan gerir ráð fyrir
að allir skólar bæjarins að
verði tveggja hliðstæðna, ein-
setnir skólar en skv. grunn-
skólalögum skulu allir gmnn-
skólar verða einsetnir árið
2003.
Heiðarskóli tekur til starfa
haustið 1999. Hönnun hans
og skipulagning miðast við
það að þar verði tveggja hlið-
stæðna skóli með 1 .-10. bekk
grunnskóla. Þetta þýðir að þar
verða að jafnaði tveir bekkir í
hverjum árgangi eða um 20
bekkir. Á svæði sem af-
markast að Hringbraut og Að-
algötu, sem í daglegu tali er
kallað Heiðarhverfi er áætlað
að verði um 450 börn á
grunnskólaaldri á næsta skóla-
ári. Þessi böm eru nú í Myllu-
bakkaskóla og Holtaskóla
þannig að þar mun fækka að
sama skapi. Heiðarskóli mun
því létta á tvísetningu í Myllu-
bakkaskóla og jafnvel Njarð-
víkurskóla.
Nú stendur yfir úttekt á hús-
næðismálum grunnskóla
(eldri grunnskólum bæjarins)
sem Verkfræðistofa Stefáns
Olafssonar (VSÓ) sér um og
mun ljúka nú í október.
Úttektin tekur tillit til framtíð-
amýtingar húsnæðis og þeirra
breytinga sem þarf að gera á
þeim í samræmi við Skóla-
stefnu Reykjanesbæjar.
Það má öllum ljóst vera að
gera þarf verulegar úrbætur á
húsnæði skólanna svo þeir
geti orðið heilstæðir og ein-
setnir fyrir 2003. Má nefna að
í Myllubakkaskóla er hvorki
fullnægjandi kennsluaðstaða
fyrir raungreinar og heimilis-
fræði, né aðstaða fyrir nem-
endamötuneyti. í Njarðvíkur-
skóla vantar sárlega almennar
kennslustofur og skólalóð er
alls ekki fullnægjandi, en þar
J er hins vegar góð aðstaða til
allrar sérgreinakennslu. Holta-
skóli er almennt vel búinn
tækjum og búnaði en þar
vantar skólalóð fyrir yngri
börn og húsgögn fyrir
minnstu bömin.
Ákvörðun um það hvernig |
við nálgumst það markmið að
gera alla skóla tveggja hlið-
stæðna og einsetna og sömu- j
leiðis ákvörðun um skóla-
svæði kemur til með að
byggja á niðurstöðum þessar-
ar úttektar (VSÓ). Niðurstöð-
umar verða kynntar skóla og
fræðsluráði og bæjarstjórn j
sem tekur ákvörðun um fram-
haldið. Þessi vinna á að leiða
til betri aðbúnaðar og væntan-
lega betri skóla fyrir öll böm
þegar upp er staðið.
Lokaorð
Framundan eru miklar breyt-
ingar í skólamálum bæjarins.
Nýr skóli er að rísa og honum
fylgja eðlilega breytingar á j
skólasvæðum annarra skóla.
Einnig er unnið að áætlun um
breytingar og umbætur á
skólahúsnæði og skólalóðum
eldri skólanna. Niðurstöður
verða kynntar öllum hlutað-
eigandi eins fljótt og auðið er.
Þessi vinna hefði vissulega
mátt vera mun fyrr á ferðinni. j
En þá vantaði svör við spum-
ingunni: Hvemig skóla viljum
við? I Skólastefnu Reykjanes-
bæjar er horft til framtíðar og j
þeirri spurningu er svarað.
Skólastefnan markar því leið-
ina að betri skólum og betra
samfélagi í Reykjanesbæ. í
stuttri blaðagrein er ekki unnt
að fjalla um alla þætti þessa
mikilvæga máls. Vonandi |
gefst tóm til þess síðar. Ég læt
ftetta duga að sinni.
Eiríkur Hermannsson
skólamálstjóri
Reykjanesbœjar
letkskola, grunnskola og tón-
Víkurfréttir
27