Víkurfréttir - 08.10.1998, Page 30
Smáfréttir úr
Bæjarstjórn
Rey kj anesbæj ar
Hópurinn sem hefur unnid að Qimit hugbúnaðinum, f.v. Ólafur Magnússon, Tæknivali, Trausti
Árnason, Tæknivali, Emilía Martinsdóttir, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Rúnar Sigurðsson,
Tæknivali, Guðrún Ólafsdóttir, RF, Rian Schelvis, Hollandi, Cor Temming, Den Helderfiskmark-
aðnum Hollandi, Joop Luten, verkefnisstjóri Hollandi, Mario Lopes dos Sandos, Evrópusamband-
inu og John Schilling, fiskmarkaðnum í Ijmuiden í Hollandi.
Skynmat á ferskfiski
tölvu- og internetvætt
-nýr hugbúnaður sem mun spara stórar fjárhædir
Qimit er nýr tölvuhugbúnaður
sem 4 íslenskir aðilar í ís-
lenskum sjávarútvegi hafa að
[ undanfömu unnið við og þró-
að til skynmats á ferskfiski.
Verkefnið kostar um 70 millj.
króna og er styrkt af Evrópu-
sambandinu til helmings.
Suðumesjafyrirtækin sem tek-
ið hafa þátt í verkefninu eru
Fiskmarkaður Suðumesja og
Þorbjöm hf. í Grindavík. Hin
fyrirtækin eru Tæknival,
Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins auk tveggja fiskmarkaða
í Hollandi.
Með tölvuvæðingu á skyn-
mati á fiski verður búið til
kerfi til að nteta gæði og
konia á einskonar mælistikum
í gæðamatið. Matsmenn
munu skrá upplýsingar í tölvu
en aðferðin byggir á þrepa og
stigskiptu mati. Gæðaþættir
eru bornir saman við staðla
sem matsmaðurinn hefur fyrir
frarnan sig á Ijósmynd. Og
þar sem að tölvuvæðing á
skynmati á fiski er í þróun er
Internetið að sjálfsögðu ekki
langt undan en með því verð-
ur hægt að flytja gögn á milli
aðila þegar viðskiptin eiga sér
stað en ferskfisksala er í ört
vaxandi mæli að fara inn á
Netið.
Þessir aðilar sem vinna að
verkefninu komu saman og
báru saman bækur sínar á
Fiskmarkaði Suðurnesja á
dögunum. Gert er ráð fyrir að
taka hugbúnaðinn í notkun á
miðju næsta ári og er vonast
til að Qimit muni spara not-
endum og sjávarútveginum
miklar fjárhæðir í formi ör-
uggari viðskipta með fisk en
einnig að afla atvinnugrein-
inni mikilla viðbótartekna
vegna aukinna gæða, betri
flokkunar og hagræðingar.
w
Kvenfélag Njarðvíkur
Konur! Konur!
Kvenfélagid Njardvík heldur
konukvöld í Stapa sunudaginn
7 7. október n.k. kl. 20.30.
Húsid opnar og barinn líka kl. 20.
Margt verður til skemmtunar
m.a. verður:
Tískusýning
Verslunin Sirrý, K-Sport,
Gallerý Förðun, og Samkaup.
Danssýning
Jassdansskóli Emilíu.
Aðalgestur kvöldsins er
Rut Reginalds söngkona,
kynnir kvöldsins er
Hulda Lárusdóttir.
Miðaverð er aðeins 7000
krónur og gildir einnig sem
happdrættismiði.
Aðalvinningur er 30.000.-
króna úttekt hjá
Ferðaskrifstofunni
Úrval- Útsýn og fl. og fl.
Kaffi frá Kaffi-tár og
konfekt innifalið í verði.
Óvæntur glaðningur fylgir
hverjum miða! Vonumst við
að sem flestar konur á
Suðurnesjum mæti og geri
sér glaða kvöldstund
♦ Vistun barna hjá dagmæðrum í Reykjanesbæ hefur farið
verulega fram úr fjárhagsáætiun. Fjöiskyldu- og félags-
málaráð óskaði eftir 2,7 milljóna króna aukafjárveitingu
sem var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi.
♦ Anna Margrét Guðmundsdóttir, fvrr-
verandi oddviti Alþýðflokks og bæjarfull-
trúi hefur verið ráðin í atlevsingar í 1 ár hjá
Félagsmálastofnun frá 1. okt.
♦ Fulltrúar skátafélagsins Víkverja í N jarð-
vík kynntu hugmyndir sínar um kaup og
eða byggingu á skátaheimili. Þeir upplýstu
að þeir væru nánast á „götunni“ og væri afar erfitt að hef ja
skátastarf í haust. Tómstunda- og íþróttaráð benti þeini á
þann möguleika að ræða við forráðamenn Sjálfsbjargar um
hugsanleg afnot af þeirra húsnæði.
♦ Akveðið hefur verið að breyta opnunar-
tíma Sundmiðstöðvar Ketlavíkur og opna
15 mín. fyrr á morgnana, þ.e. kl. 6:45 á
virkurn dögum í stað kl. 7. Tilraunin hefst
um næstu áramót og verður endurskoðuð
fimm mánuðum síðar.
Pláss fynir fleiri karla í kariakórinn
Aðalfundur Karlakórs
Keflavíkur var haldinn
mánudaginn 7. septem-
ber í félagsheimili
kórsins. I stjóm voru kosnir:
Páll Bj. Hilmarsson formaður,
Halldór Sigdórsson varafor-
ntaður, Guðjón Sigbjömsson
gjaldkeri, Þórður Ingimarsson
ritari, Guðmundur Árnason
meðstjómandi. Varamenn eru
Steinn Erlingsson og Ásgeir
Gunnarsson. Söngstjóri verð-
ur Vilberg Viggósson og
undirleikari Agota Joó.
Æfingar hófust síðla septem-
bermánaðar. Mörg spennandi
verkefni eru framundan bæði
í söng og starfi. Félagar eru
hvattir til að mæta. Nýir söng-
menn em velkomnir en hægt
er að bæta við í allar raddir.
Vinsamlegast hafið samband
við Pál. í síma 421 2836 og
699 6869 eða Þórð í sfma 421
4052 og 421 4546.
30
V íkurfréttir